Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 57
BYGGINGARIÐNAÐURINN Jón Snorrason, forstjóri Húsasmiðjunnar: SÖLUTREGÐA RÍKIR ENN Á MARKAÐIHÚSBYGGINGA Vonumst til að viðhaldsvinna aukist eitthvað. Iðnaðarmenn og smáir verktakar eru bjartsynni á verkefni en áður Eg get ekki séð að það verði umtalsverðar breytingar á byggingamarkaðnum frá fyrra ári. Við vonumst til að viðhaldsvinna aukist eitthvað en iðnaðarmenn, sér- staklega smærri verktakar, eru bjart- sýnni á verkefni en áður. En hvort þeir fá meira að gera á eftir að koma í ljós,“ segir Jón Snorrason, for- stjóri Húsasmiðjunnar. Jón segir húsbyggingageir- ann eiga í erfiðleikum þar sem markaðurinn sé daufur og sölu- tregða ríkjandi. Það sé kominn talsverður lager af húsnæði, byggðu og hálfbyggðu, sem menn komist ekki mikið lengra með í bili nema salan aukist töluvert. En hún hafi verið frek- ar dauf og ekki tekið þann kipp sem menn vonuðust til. „Svo óttast maður líka að umræðan um breytt húsbréfa- kerfi lami markaðinn nema að brugðist verði skjótt við og eitt- hvað gert af því sem nefnt hefur verið í því sambandi. Það er mikilvægt að óvissan víki fyrir að- gerðum. Öll óvissa dregur úr kaup- gleði og áhuga á viðskiptum.“ Jón tekur undir þá skoðun að fólk sé alment farið að reikna dæmin til enda áður en ráðist sé í framkvæmd- ir. „Ég heyri mikið á þeim aðilum sem eru að selja á markaðnum að fólk komi og skoði og mæli og reyni að gera sér fulla grein fyrir því hvort eignin passi fyrir þeirra þarfir. Fólk spáir í verð, fer síðan heim og reiknar til enda hvort það geti staðið við þær skuld- bindingar sem það tekur sér á herðar. Reyndir byggingamenn segja mér að viðskipti með byggingar hafi breyst mjög í þessa veru á síðustu misser- um. Svipað er uppi á teningnum varð- andi viðhald en fólk á þó alltaf mögu- leika á að teygja viðhald yfir lengra tímabil; taka það í skömmtum.“ Jón segir mesta annatímann í bygg- Jón Snorrason, forstjóri Húsasmiðjunnar. höfum lagað okkur að breyttum markaði." ingariðnaði alltaf vera frá maí og fram í september. Þótt meira verði að gera á sumum sviðum en undanfarin ár sjái hann ekki fyrir sér að það verði meiri- háttar uppsveifla í framkvæmdum og byggingum í stærri kantinum. „Það er alltaf þessi hægi stígandi í viðhaldi þótt alltaf sé verið að benda á að miklu meira þurfi að gera í þeim efnum, bæði hjá einstaklingum og hjá opinberum aðilum. En þau viðskipti hafa kannski ekki eins mikil áhrif á sölu hjá okkur og nýbyggingageir- inn.“ Jón segir þá í Húsasmiðjunni vel geta búið áfram við svipað ástand. „Ég held að það sé ekki mjög eftir- sóknarvert fyrir okkar rekstur að það verði skyndileg breyting á eftirspurn- inni. Þetta er í tiltölulega föstum skorðum og við höfum aðlagað okkur þeim breytingum sem orðið hafa; að nýbyggingarmarkaður hafi í auknum mæli þróast út í að verða við- haldsmarkaður. Sú þróun held- ur alveg örugglega áfram. Eign- ir, sem byggðar eru hér á landi, standa tvær til þrjár kynslóðir svo það hlýtur að hafa einhver áhrif. Nýtingarhugsunin hefur breyst líka varðandi byggingar. Fólk er orðið miklu meðvitaðra um þá fjármuni sem bundnir eru í steinsteypu og fasteignum. Að fjárfesta í.slíkum hlutum er ekki lengur jafn góður valkostur og það var fram eftir níunda ára- tugnum. Nú horfir fólk meira á fasteignir sem hverja aðra neysluvöru og hagar sér yfir- leitt mjög skynsamlega. Skyn- semin hefur tekið yfirhöndina.“ „En eins og útlitið er núna virðist skynsemin ráða ferðinni. Við sem seljum byggingarvörur finnum öðrum fremur fyrir hræringum á bygginga- markaðnum og höfum þurft að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum. Breyttar aðstæður hafa líka endur- speglast í nýjum kynslóðum bygging- armanna þar sem menn eru mun markaðssinnaðri en áður. Það eru því margir sem eru að gera það virkilega gott þrátt fyrir að ekki eigi sér stað nein þensla í þjóðfélaginu,“ segir Jón Snorrason. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.