Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 89
- 2.400 til 6.000 krónur fermetrinn. Marmari er frá 3.800 upp í 6.000 krónur, granít frá 6.500 upp í 11.000 krónur og íslenskar steinflísar eins og blágrýti, grásteinn og gabbró eru frá 6.000 upp í 8.000 krónur. Markaðurinn á íslandi er lítill og tískusveiflur hafa áhrif. í dag er hvíti marmarinn ekki eins vinsæll og áður en það sem fólk kaupir mest af í dag hjá Steinsmiðju S. Helgasonar er skíf- an; aðallega sú indverska og þær portúgölsku og kínversku. „Áður fyrr keypti fólk steinflísar á fleti þar sem umgengnin er mikil eins og í forstof- um og á göngum. Núna er farið að leggja steinflísar á stærri fleti eins og stofur, eldhús og baðherbergi. Vin- sælt er að leggja bæði steinflísar og parket á sama rýmið.“ Margir velja annað gólfefni en steinflísar þar sem þær eru margar hverjar kaldar viðkomu. En það er hægt að fyrirbyggja það með því að setja vatns- eða rafhitalagnir í gólfið og í dag er fólk farið að gera það í stórum mæli. „Steinflísar eru mis- heitar; skífan er ekki mjög köld við- komu en granít og marmari eru aftur á móti kaldari.“ Það hefur aukist að settir séu skrautlistar eða -rendur út í jaðar gólfa eða þá að gólfið sé allt lagt í mynstur. Auðvelt er að verða sér úti um steinflísar til að hanna skrautlegt gólf; sérstaklega með marmara og granít þar sem litaafbrigðin eru mörg. Við val á steinflísum verður að hafa í huga á hvemig flöt á að leggja þær. Slitsterkar steinflísar verða að vera í forstofu, holi og garðstofu þar sem fólk gengur um á útiskóm þannig að póleraða hliðin þoli að rispast. ís- lensku steinflíarnar eru til að mynda með mattri, grófri áferð. Rispur sjást ekki á þessum steinflísum. Ef velja á flísar á baðherbergi er meira um að teknar séu glansslípaðar, póleraðar steinflísar eins og marmari. GÓLFDÚKAR Gamli vínilgólfdúkurinn er á undan- haldi og linoleumgólfdúkarnir verða sífellt vinsælli en þá er hægt að fá bæði einlita og munstraða. Þeir eru gegnheilir og eru unnir úr náttúruleg- um efnum eins og hörfræolíu, trjá- sagi, korksagi, fínmöluðum kalksteini og trjákvoðu. Auðvelt er að hanna skrautleg gólf með sitthvorum litnum af linoleumgólfdúkum þar sem ein- ungis þarf að bræða samskeytin sam- an; það er síður hægt á vínilgólfdúk- um þar sem þeir eru alltaf með ákveðnu mynstri. Halldór Halldórs- son, sölustjóri hjá Magnús Kjaran hf, ítalskur Rovermarmari. segir að gott sé að þrífa linoleumgólf- dúka, þeir séu hljóðeinangrandi, slit- sterkir, vinni gegn myndun gerla- gróðurs og litaúrvalið og samsetning- armöguleikarnir séu nánast óteljandi. Linoleumgólfdúkar kosta frá 1.600 krónum fermetrinn en með vinnu kosta þeir að meðaltali 2.900 krónur. Hjá Magnúsi Kjaran hf fást linoleum- gólfdúkar í þremur þykktum og í heimahús duga þeir þynnstu sem eru 2 millímetrar að þykkt. Það nýjasta í linoleumgólfdúkum kallast Artoleum en með þeim má þúa til heilu gólflistaverkin. Marmoleum gólfdúkamir hafa verir vinsælir en á þeim er marmaraáferð. í Marmoleum Real eru 48 litir með marmaraáferð, í Marmoleom Fresco línunni eru 12 pastellitir, í Marmoleum Dual eru 30 litir með marmaraáferð og loks er Marmoleum Walton sem fæst einlit- ur. Halldór segir að tískusveiflur á gólfdúkamarkaðnum fylgi tískusveifl- um í málningu auk þess sem arki- tektar hafí þar mikið að segja. Sumir velja til að mynda parket og gólfdúk á sama rýmið og segir Halldór að þar komi linoleumgólfdúkurinn vel út þar sem hann er unninn úr náttúruefnum. „Það passar ekki að hafa saman park- et og glansandi plastgólfdúk. Auk þess hefur það færst í vöxt að fólk láti leggja gólfdúk á alla íbúðina. Loftið er gott þar sem gólfdúkar eru og hægt er að fá skrautlista sem setja skemmtilegan svip á gólfið." Sala á linoleumgólfdúkum hefur 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.