Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 71
ÞETTA ER LÍNAN NÚNAN
1. Einbýlishúsið henti í lengri
tíma, líka í ellinni.
2. Hámarksnýting í fyrirrúmi.
3. Krafa um stórt eldhús.
4. Borðstofur og borðkrókar víða
að sameinast.
5. Minna af illa nýttum, stórum
göngum.
6. Auknar kröfur um vinnuað-
stöðu.
7. Sjónvarp aftur komið inn í stofur.
Gert til að nýta stofurnar betur.
8. Sérstök „hobbýherbergi" á und-
anhaldi.
9. Minni áhersla á búrherbergi.
Búrskápar í staðinn.
10. Vinnuaðstaða í forstofuherbergi.
Fyrir vikið eru gestasalerni mjög
að víkja. Eitt baðherbergi dugir.
11. Sjaldnar er beðið um gróður-
skála. Gert til að spara rými og
draga úr kostnaði.
12. Góð kvos, klædd af með skjól-
veggjum, er á forgangslista.
13. Rúmt hjónaherbergi. Rými
fyrir sjúkraaðstöðu í ellimii.
14. Eldhúsborð ekki bara eldhús-
borð. Líka vinnuaðstaða.
15. Krafa um góða geymslu.
16. Hæfilega stór garður sem ekki
er íþyngjandi.
17. Gott þvottahús og helst inn-
gangur í það bakdyramegin.
stöðu. Sumir vilja nýta rými í stofunni
fyrir heimavinnu en margir óska eftir
sérstöku forstofuherbergi fyrir
vinnuaðstöðu, til dæmis á kostnað
gestasalemis.
SJÓNVARPIÐ ER AFTUR
KOMIÐINNÍSTOFUR
Þótt sjónvarp sé aftur komið inn í
stofur vill fólk eiga kost á að færa
sjónvarpið inn í herbergi ef svo ber
undir. Þess vegna eru lagnir fyrir
sjónvarp yfirleitt lagðar inn í hvert
herbergi enda getur verið erfitt að
gera það eftir á. Útgangspunkturinn
er að eiga kost á margvíslegri nýtingu
herbergja. Aukin tækjaeign unglinga
hefur einnig orðið til þess að kaplar
fyrir sjónvarp eru lagðir í flest svefn-
herbergi.“
Svefnherbergi eru að stækka, ef
eitthvað er. Venjulegt barnaherbergi
er í kringum 9 til 10 fermetrar. Hjóna-
herbergin eru yfirleitt í kringum 15
fermetrar. Krafan er sú að í hjónaher-
bergjum sé auðveldlega hægt að
koma fyrir barnarúmi og skiptiborði.
Ennfremur að þau henti húsráðend-
um fram í háa elli. Uppfylli herbergin
þessi skilyrði geta þau hentað fólki
sem á við fötlun að stríða.
FÓLKVILLEKKIÞURFAAÐ
SKIPTA UM HÚSNÆÐI í ELLINNI
Eldra fólk þarf yfirleitt meira rými í
svefnherbergi en ungt fólk. Þess
vegna er óskin núna að síðar meir
verði auðveldlega hægt að koma þar
fyrir sjúkrarúmi og að hægt verði að
komast um herbergið í hjólastól. Með
öðrum orðum, að þau séu það rúm-
HÚS 0G nÁÐGJÖF ht. SÝNISHORN
Á myndinni hér fyrir ofan er grunnmynd af húsi, sem Sigurbergur Árna-
son arkitekt hefur teiknað og er dæmigert fyrir þá þróun sem á sér stað
við hönnun einbýlishúsa. Húsið er 165 m2 og skiptist þannig að íbúðin
sjálf er 130 m2 en bílskúrinn 35 m2. Bílskúrinn er næst götu en svefnher-
bergi vísa út að baklóð. Þar á milli er stofa, eldhús og borðstofa. Eldhús
og borðstofa eru sameinuð í stóru samliggjandi fjölnotarými sem snýr að
götu. Þetta rými getur verið samkomustaður fjölskyldu, eftir vinnu- eða
skóladag. Eldhús er í góðum tengslum við stofu. Lögun hússins býður
upp á skjól á fram- og baklóð. Hægt er að fara út úr stofu, borðstofu eða
um bakdyr. Innirými eru í góðum tengslum og húsið býður fjölskyldum á
öllum aldri upp á fjölbreytilega notkunarmöguleika. Hófleg stærð húss-
ins býður t.d. öldruðum og hreyfihömluðum upp á þann möguleika að búa
lengur í hentugu eigin húsnæði án þess að skipta um umhverfi.
EINBÝUSHÚS
ÍBÚO
BÍLSKÚR
165 m2
130 m2
35 m2
71