Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 78
ÚTVEGGJAKLÆÐNING
Mynd 4. íslenskt múrkerfi á Hofsstaðaskóla í Garðabæ.
Mynd 5. Þjóðarbókhlaðan.
með Trespa, sérframleiddum plötum
úr viðartrefjum og öðrum efnum.
BURÐARKERFI
Burðarkerfi í loftræstum kerfum
eru ýmist gerð úr sérsmíðuðum stál-
eða álprófflum, eða úr timbri. Ein-
angrun er sett á milli prófflanna, t.d.
með því að bolta hana upp með sér-
stökum múrtöppum. Vindvörn sem
kemur yfir einangrun er úr mismun-
andi efnum, háð reglum um bruna-
mál. Hlutverk vindvarnar er einkum
tvíþætt, annars vegar að minnka
kólnun á yfirborði einangrunar og hins
vegar að koma í veg fyrir að vatn
komist inn í einangrun. Markmiðið er
að vatn, sem kemst inn fyrir vatns-
klæðninguna, komist hindrunarlaust
niður loftbilið milli einangrunar og
vatnsklæðningar. Tilraunir og mæl-
ingar á loftstreymi í gegnum timb-
urveggi sýna að lítil sem engin hindr-
un er á að það blási inn í húsin, en
rakavömin innan á timburveggjum
gegnir þessu hlutverki miklu betur og
vindvörn utan á einangrun skiptir þar
litlu máli.
TÆKNILEGIR GALLAR
Tæknilegir gallar. Tæknilega galla
í klæðningum má oft rekja til þess að
klæðningin er ekki hönnuð miðað við
aðstæður á íslandi, deililausnir ófull-
komnar eða ekkert hugsað um þær
áður en vinna við klæðninguna hófst.
Því miður er það svo að úttektir hafa
leitt í ljós ýmsa galla í öllum þáttum
klæðninga og dæmi eru um að klæðn-
ingar hafi jafnvel fokið af útveggjum í
verstu óveðrum.
Annar galli, að mati höfundar, er
þegar kaldir byggingarhlutar, t.d.
steyptar svalir, eru klæddir af vegna
steypuskemmda. Slíkar aðgerðir
geta beinlínis verið hættulegar, sér í
lagi vegna þess að ekki er búið að
koma í veg fyrir að steypan haldi
áfram að skemmast, og hver vill bera
ábyrgð á því þegar klætt svalahandrið
hrynur, t.d. þegar mikill mannfjöldi
safnast þar fyrir. Þó að í byggingar-
reglugerð sé krafa um að klæðningar
séu tilkynntar til embættis bygging-
arfulltrúa og byggingarnefndar, þá er
misbrestur þar á. Húseigendur ráða
78