Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 96
HEIMILISTÆKI
Keramikhelluborð hafa verið nær alls ráðandi undanfarið. í nýjum eldhús-
um er algengast að hafa ofn og helluborð aðskilin ...
... en gömlu rafmagnshellumar standa þó alltaf fyrir sínu. Sumum finnst
auðveldara að halda þeim hreinum og ekki þarf að óttast að glerborðið
brotni.
hitanum um ofninn. í dýrari ofnum er
einnig þrívíður blástur sem jafnar hit-
anum enn betur um ofninn. Algengt
er að hægt sé að velja um sex stilling-
ar; undir- og yfirhita, blástur, grill eða
þetta hvað með öðru. Margir ofnar
eru einnig með sjálfhreinsibúnað af
ýmsum gerðum en þróun í fram-
leiðslunni miðar að því að gera ofnana
eins auðvelda í þrifum og mögulegt
er.
Af nýjungum má nefna hraðhitun
en þá er ofninn 35% fljótari að hitna en
venjulega. Sjálfvirk steiking er einnig
skemmtileg nýjung og auðveldar
steikingu á kjöti auk þess sem það
minnkar þörf á þrifum á ofninum. Á
rafeindaklukku er gefin upp gerð
kjöts og þyngd og ofninn velur réttan
hita til steikingar. Um er að ræða 14
steikingakerfi fyrir ferskt og frosið
kjöt. Steikt er í lokuðu fati og ekki
þarf að snúa matnum við eða hella á
hann.
Spamaðarofnar nefnast ofnar sem
hægt er að hita að hluta með því að
setja element í ofninn og hita hann
upp að 2/3 hlutum. í botninum, neðan
við elementið, er hægt að hita upp
diska eða halda mat heitum. Hjá ein-
um framleiðanda er kominn á markað
ofn sem veitir öryggi gagnvart böm-
um því ofnhurðin hitnar ekki þó að
ofninn sé í gangi tímunum saman.
Sumir framleiðendur hafa byggt ör-
bylgjuofna inn í venjulega baksturs-
ofna og sparast þá pláss í eldhúsinu
sem annars færi undir örbylgjuofninn.
Einnig em til litlir ofnar með inn-
byggðum örbylgjuofni sem henta vel
fyrir heimli þar sem ofninn er h'tið
notaður, t.d. í íbúðir fyrir aldraða.
ÍSSKÁPAR, VIFTUR, UPPÞVOnAVÉlAR
í þróun ísskápa hefur aðaláhersla
verið lögð á að losna við freon úr
kælikerfiogeinangrun. Pressur, sem
ekki nota freon, em háværari en
gömlu pressumar og því hefur verið
unnið að því að gera þær lágværari.
Minni orkunotkun hefur einnig verið
keppikefli og dæmi em um að ísskáp-
ur eyði rafmagni á við 15 w ljósaperu.
Sala á stórum frystikistum hefur
minnkað verulega og nú er algengt að
fólk kaupi ísskápa með frystihólfi neð-
an við kæliskápinn.
Þijár gerðir af viftum em á markaði
og enn selst mest af ódýmstu gerð-
inni. Þunnu viftumar njóta vaxandi
vinsælda vegna útlitsins en mótor
þeirra er falinn á bak við kryddhillu.
Þriðja gerðin er viftur í háfa en háfarn-
ir eru m.a. smíðaðir hér á landi.
Þegar spurt var um þróun í fram-
leiðslu á uppþvottavélum gildir það
sama og áður, þar er orkuspamaður í
hávegum hafður en einnig er lögð
96