Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 113

Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 113
FOLK BERGÞÓRA K. KETILSDÓTTIR, NÝHERIA „í hugbúnaðardeild Ný- herja þróum við hugbúnað fyrir fyrirtæki í mismunandi rekstri og lærum eitthvað nýtt með hverju verkefni. I hugbúnaði okkar er hægt að taka á öllum samskiptum fyrirtækis við birgja eða við- skiptavini, vinna með gæða- ferli, verkefnastjómun, handbækur ofl. Það er gam- an að taka þátt í þeirri þróun sem á sér stað í gerð hug- búnaðar, þar er margt spennandi að gerast.“ segir Bergþóra K. Ketilsdóttir, deildarstjóri hugbúnaðar- deildar Nýherja. Bergþóra varð stúdent 1973 frá M.H., dúx á nátt- úrufræðibraut, og var fyrst stúlkna í menntaskóla til að gegna stöðu formanns nem- endafélags. Að loknu stúd- entsprófi flutti hún til Kaup- mannahafnar, lærði forritun í EDB skólanum og vann að því loknu sem forritari hjá Datacentralen sem sér um tölvuvinnslu fyrir danska ríkið. „Árið 1978 fluttum við til Cambridge í Englandi og ég vann sem kerfisfræðingur hjá Howard Machinery Group, fýrirtæki sem fram- leiðir landbúnaðarvélar. Eftir fæðingu elsta sonar okkar, 1980, vann ég hjá fyrirtæki sem heitir F Int- emational en þar vinnur fólk eingöngu að sjálfstæðum verkefnum og eru konur 90% starfsmanna. Ég vann m.a, fyrir British Aero- space flugvélaverksmiðj- urnar og Roche lyfjafyrir- tækið. 1982 fluttum við heim og ég fór að vinna hjá IBM á íslandi, fyrst sem kerfis- fræðingur en síðar sem markaðsfulltrúi. Ég setti upp fyrstu hraðbankakerfin hér á landi og er einn af höf- undum gjaldkerakerfis sem enn er í notkun. Ég hef unn- ið að ýmsum verkefnum fyrir bankana og var mark- aðsfulltrúi fyrir AS/400 vél- ar og stórtölvuumhverfið,“ segir Bergþóra. MANNLEG SAMSKIPTIEN EKKIEINANGRAÐUR TÖLVUHEIMUR Þegar Nýherji var stofn- aður, 1992, hélt hún áfram störfum sem markaðsfull- trúi eru er nú deildarstjóri hugbúnaðardeildar. „Við tökum að okkur verkefni fyrir fyrirtæki af ýmsum toga og í minni deild vinnum við mest með Lotus Notes hugbúnaðarkerfið. Hópvinnuverkefni eru for- rituð í því kerfi og skila mik- illi hagræðingu strax. Þetta kerfi er frekar nýtt af nálinni og markaðurinn vex mjög hratt. Það er mikill misskilning- ur að tölvufólk sé einrænt og einangrað - sé fast í tækniheimi,“ segir Berg- þóra þegar hún lýsir starfi sínunánar. „Mitt starfhefur alla tíð snúist um fólk og mannleg samskipti. Þegar hugbúnaður er búinn til þarf að byrja á að finna út með notandanum hvaða verkefni verið er að leysa og hvemig hægt er að gera það á aðlað- andi hátt þannig að kerfið verði skilvirkt fyrir notand- ann sem á eftir að vinna við það. Tölvufólk þarf að kunna að hlusta, draga ályktanir og koma með til- lögur og hugbúnaður þarf helsta að vera þannig að notandi geti sest niður og byrjað að vinna.“ STUNDAR ÚTIVERU 0G GERIR UPP GAMALT HÚS Eiginmaður Bergþóru er Þorsteinn I. Sigfússon, eðl- isfræðingur og prófessor við Háskóla íslands. Þau eiga 15 ára son, 7 ára dóttur og 3 ára son. „Tómstundir mínar taka mikið mið af börnunum, við förum í göngu- og sleðaferð- ir eða hjólum. Elsti sonur okkar æfir körfubolta með KR en þeir urðu íslands-, bikar- og Reykjavíkurmeist- arar, og við tökum virkan þátt í foreldrastarfinu. A hverju sumri förum við í sveit norður í land, ferð- umst um Iandið eða tökum börnin með til útlanda. Við hjónin höfum farið nánast daglega í stutta gönguferð síðan við byrjuðum að búa saman fyrir meira en 20 ár- um og höldum mikið upp á Heiðmörk, Öskjuhlíð, Gróttu og Laugardalinn. Auk þess les ég mikið, fæ t.d. flestar verðlaunabækur Booker og Pullitzer frá eig- inmanninum. Eftir að við keyptum 30 ára gamalt hús hefur mikill tími farið í að pússa, lakka og dytta að húsinu og ég tek fullan þátt í því,“ sagði Bergþóra að lok- um. „Ef hugbúnaður almennt er hugbúnaður fyrir tölvur, segjum við gjarnan að Lotus Notes sé hugbúnaður fyrir fólk,“ segir Bergþóra K. Ketilsdóttir. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.