Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 62
UTIUOS
ALLIR GETA LÝST UPP
ú þegar dag lengir og björtustu
sumarnætumar eru á næsta
leiti þykir mönnum kannski
óviturlegt að vera að ræða um garð-
lýsingu og útilýsingu almennt við hús.
En til þess að hægt sé að njóta lýsing-
arinnar í svartasta skammdeginu þarf
að gera ráð fyrir að koma henni upp,
sé hún ekki þegar fyrir hendi, og
hvaða tími er þá betri en einmitt há-
sumarið?
Mikið er lagt upp úr því um þessar
mundir að gert sé ráð fyrir góðri lýs-
ingu bæði utan húss og innan þegar
hús eru hönnuð. Rafmagnsteikningar
eru ólíkt umfangsmeiri en gerðist í
eina tíð þegar gott þótti ef gert var
ráð fyrir ljósastæði yfir útidyrum,
fæstir reiknuðu með ljósi við bflskúr-
inn og engum datt í hug að lýsa upp
blóm í beðum né trén í garðinum.
Hönnuðir rafmagnsteikninga gleyma
engu af þessu í dag og þeir, sem ekki
eru svo lánsamir að búa í húsum með
Lýsing við raðhús við Birkihæð í Garðabæ. Ljós á húsvegg, við inngang og út
við stétt lýsa vel upp umhverfið. Ljósin eru frá Lumex.
annað sem er að framanverðu í hús-
inu. Því verður að kveikja þessi ljós á
einum, tveimur eða jafnvel enn fleiri
stöðum.
Þegar útilýsing var fyrst að ryðja
sér til rúms notuðu menn venjulegar
glóperur. Þær eru óhagstæðar og
endast illa vegna þess að þær þola
hvorki titring, sem getur stafað af
vindi eða umferð, né heldur hita-
sveiflur. Flúrperur tóku við af glóper-
unum og eru algengastar í dag. Fram-
leiddar eru flúrsparperur með sams
konar skrúfgangi og er á glóperunum
svo auðvelt er að breyta til. En til eru
þeir, sem hvorki nota flúr- né glóper-
ur heldur hafa fært halogenlýsinguna,
allri þessari lýsingu, leita ráða svo að
hægt sé að koma henni fyrir.
Hér hefur ljósi verið komið fyrir inni
í trjárunna. Að vetrarlagi, þegar
runninn er blaðlaus, sést lampinn
vel en trúlega hverfur hann að
mestu en sendir frá sér þægilegan
bjarma þegar runninn er allaufga.
BEINT í TÖFLU
Samkvæmt upplýsingum raf-
magnsiðnfræðings, sem við ræddum
við, er allt rafmagn utan dyra nú lagt
beint inn í töflu hússins og því hægt að
stjórna lýsingunni frá einum stað. Eigi
að setja upp ljós utan dyra og hafi ekki
þegar verið gert ráð fyrir slíku verður
að tengja rafmagnið þar sem auðveld-
ast er að komast í það á hveijum stað.
Ljósin í garðinum eru þá til dæmis
tengd einhvers staðar inni í stofu og
ljós framan við húsið í eldhús eða hvað
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR UÓSMYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON
62