Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 77
ræstri klæðningu er sá að í loftræstu
klæðningunni er alltaf haft loftbil á
milli einangrunar og klæðningar.
Loftun á milli einangrunar og klæðn-
ingar hefur ákveðið hlutverk; annars
vegar að þurrka burt vatn og raka
sem kemst á bak við klæðninguna og
hins vegar að mynda loftbil sem drep-
ur niður rakaflæði inn á við. Efnisval
loftræstra klæðninga og frágangur er
mjög fjölbreytt. Sem dæmi um helstu
klæðningarefnin má m.a. nefna ýms-
ar gerðir af plötuklæðningum, t.d. úr
stáli, áli, plasti og bárujámi, en einnig
eru aðrar klæðningar eins og sem-
entsbundnar flísar, timbur og jafnvel
múrsteinsklæðningar. Ekki er rétt að
fjalla um loftræstar klæðningar án
þess að minnast lítillega á timburhús-
in sem voru forsköluð að utan með
netstyrktum múr, sem er fyrsti vísir-
inn að loftræstri múrklæðningu.
ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN
Þjóðarbókhlaðan, sjá mynd
nr. 5, er gott dæmi um góða lausn á
loftræstri útveggjaklæðningu. Man-
freð Vilhjálmsson og Þorvaldur S.
Þorvaldsson eru arkitektar að Þjóð-
arbókhlöðunni, en klæðninguna
teiknuðu þeir í samráði við tæknideild
Aluswiss. Vatnsklæðningin er byggð
úr álskjöldum, 7-8 mm þykkum, sem
eru festir upp með ryðfríum stálvinkl-
um. Álið er seltuvarið og með inn-
brenndum lit í yfirborðinu. Árbæjar-
laug er á mynd nr. 6 og Sunnu-
hlíð, þjónustuíbúðir aldraðra í
Kópavogi er á mynd nr. 7. Báðar
byggingarnar eru klæddar að utan
með plötuklæðningu, Sunnuhlíð með
Stenex plastplötum og Árbæjarlaug
IMIJR m ;■. atí\,j!Inui' „ — - a'W * ' 111 -é- úrkerfí
f:; v:/mH;■
70.000 fermetrar á 10 árum.
Reynslan er góð:
Þol - veðurálag:
„...álag sem kemur á kápuna dreifist alljafnt á festingar þar
sem kápan er um 25 mm þykkt netbent múrlag. Ekki á að
vera neinum vand- kvæðum bundið að hanna frágang
kerfisins þannig að það þoli allt veðurlag sem til greina
kemur hérlendis..."
Björn Martemsson,
Rannsóknastofnun
Byggingariðnaðarins
Viðhaldskostnaður og árangur viðgerða á
ÍMÚR múrkerfi:
,Árangur viðgerðanna lofar góðu og lítil eða engin ummerki
sjást um að viðgerðirnar séu að bila. Kostnaður við slíkar
viðgerðir er lítill borið saman við miklar steypuviðgerðir.“
Oddur Hjaltason, Línuhönnun hf.
Steypuskemmdir:
„Steypuskemmdir eru algengar í steyptum útveggjum og þá
einkum húsum sem eru byggð frá 1970-1985...Þegar
kostnaður við steypuvið- gerðir er orðin þetta mikill, þá er
hagkvæmara að einangra húsið að utan og klæða [m. IMUR
múrkerfi]."
Oddur Hjaltason, Línuhönnun hf.
Yfirborðsmeðhöndlun:
„Yfirborðsmeðhöndlun með málningu endist ágætlega á
kerfinu. Sum af fyrstu húsunum þar sem múrkerfið er nú
6-8 ára gamalt hafa aðeins verið máluð einu sinni án þess
að málningarlagið hafi gefið sig.“ Björn Marteinsson>
Rannsóknastofnun
Byggingariðnaðarins
imuR
ÍSLENSKAR MÚRVÖRUR HF.
VIÐARHÖFÐI 1, 112 REYKJAVÍK. SÍMI: 567 35 55. MYNDSENDIR: 567 35 42
77
,9/lu/M