Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 112

Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 112
FOLK THOMAS MÖLLER, FRKVSTJ. HJÁ OLÍS „Olís er íyrst og fremst verslunar- og þjónustufyrir- tæki sem þjónar tveimur viðskiptamannahópum, þ.e. fólki á ferð og fyrirtækjum. Við höfum að undanfömu unnið að stefnumótun innan fyrirtækisins. Okkar fram- tíðarsýn er skýr: Við ætlum að vera bestir á okkar sviði, bæði í verði, þjónustu og gæðum,“ segir Thomas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís. Thomas er 41 árs og lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1974. Hann nam hagverkfræði í Berlín, sem er góð blanda af við- skiptafræði og verkfræði, og fjallaði lokaritgerð hans um flutningamál þar sem hann tók fyrir gámavæðingu í frystiflutningum. „Þegar ég kom heim, 1981, var ég ráðinn til Eimskipafélagsins sem flutningaráðgjafi og vann við að skipuleggja gámavæð- ingu félagsins. Það verkefni stóð í þrjú ár og að því loknu varð ég yfirmaður Sunda- hafnarsvæðis Eimskips. Síðustu þrjú árin hjá félaginu var ég forstöðumaður rekstrarsviðs en byrjaði ár- ið 1993 hjá Olís, einnig sem forstöðumaður rekstrar- sviðs. Um sl. áramót hætti yfirmaður markaðssviðs 01- ís og tók ég við starfinu en um leið var starf fram- kvæmdastjóra rekstrar- og markaðssviðs sameinað. Við höfum unnið að hagræð- ingu í fyrirtækinu og viljum að hún eigi sér líka stað í yfir- stjóminni,“ segir Thomas. ENNÞÁ í SAMKEPPNI VIÐ ESSO Aðspurður segir Thomas að með væntanlegri stofnun olíudreifingarfyrirtækis Olís og Esso skapist tækifæri til einhverrar mestu endur- högunar (reengineering) í rekstri sem átt hefur sér stað í áraraðir hjá íslenskum fyrirtækjum. Hagræðingin geti orðið sambærileg við það þegar gámavæðingin átti sér stað í vöruflutning- um á 9. áratugnum. „Með hagkvæmni stærð- arinnar verður hægt að lækka innflutningsverð og flutningskostnað og nýta betur dreifingakerfi fyrir- tækjanna. Með þessu spar- ast kostnaður og við stönd- umst betur samkeppni við Irving, Orkuna og Skeljung en veitum samt sem áður sömu góðu þjónustuna á bensínstöðvum Oh's. Við verðum áfram í harðri sam- keppni við Esso í vöruverði og þjónustu. Þar verður spurningin um hagræðingu í sölukerfi og yfirstjórn fyrir- tækjanna. Verið er að byggja tvær nýjar bensín- stöðvar í Reykjavík, við Sæbraut og Álfheima, þar sem verður vörumarkaður og nýtt skipulag sem m.a. felst í minna vægi bílavöru en meira vægi almennrar neysluvöru. Starfsmenn 01- ís hafa allir farið á námskeið þar sem kenndar eru þær meginreglur sem við viljum að einkenni þjónustu fyrir- tækisins. Við verðum með reglulegt gæðaeftirlit með útliti stöðvanna og þjónustu starfsmanna.“ STJÓRNUN ER ÁHUGAMÁL Eiginkona Thomasar er Bryndís Tómasdóttir, kennari í Hagaskóla. Þau eiga 16 ára son og 11 og 5 ára dætur. Þegar Thomas er spurð- ur um áhugamál segir hann að þau séu nátengd starfmu þar sem stjórnunarfagið sé sitt helsta áhugamál. Hann er keppnismaður, setur sér markmið og stefnir að því að ná þeim. „Ég sé um tvö námskeið á ári hjá Stjórnunarfélaginu og á annað þeirra kemur fólk frá Eystrasaltslöndunum. Ég les það nýjasta sem skrifað er um stjórnun, kenni það á námskeiðum og framkvæmi svo í fyrirtæk- inu. Ferðalög um landið, úti- vera og skíðaferðir eru vin- sæl hjá mér og ég hef spilað badminton í góðum hópi í mörg ár. Af félagsstörfum get ég nefnt að ég hef verið formaður skólanefndar Is- aksskóla í fimm ár, er í Rót- arýklúbbi á Seltjarnamesi og hef unnið að stefnumörk- un innan Sjálfstæðisflokks- ins, Verslunarráðs og Vinnuveitendasambands- ins,“ segir Thomas að lok- um. TEXTJ: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON Thomas nam hagverkfræði í Berlín og tók að því loknu þátt í gámavæðingu Eimskips. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.