Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 112
FOLK
THOMAS MÖLLER, FRKVSTJ. HJÁ OLÍS
„Olís er íyrst og fremst
verslunar- og þjónustufyrir-
tæki sem þjónar tveimur
viðskiptamannahópum, þ.e.
fólki á ferð og fyrirtækjum.
Við höfum að undanfömu
unnið að stefnumótun innan
fyrirtækisins. Okkar fram-
tíðarsýn er skýr: Við ætlum
að vera bestir á okkar sviði,
bæði í verði, þjónustu og
gæðum,“ segir Thomas
Möller, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Olís.
Thomas er 41 árs og lauk
stúdentsprófi frá Verslunar-
skóla íslands 1974. Hann
nam hagverkfræði í Berlín,
sem er góð blanda af við-
skiptafræði og verkfræði,
og fjallaði lokaritgerð hans
um flutningamál þar sem
hann tók fyrir gámavæðingu
í frystiflutningum.
„Þegar ég kom heim,
1981, var ég ráðinn til
Eimskipafélagsins sem
flutningaráðgjafi og vann við
að skipuleggja gámavæð-
ingu félagsins. Það verkefni
stóð í þrjú ár og að því loknu
varð ég yfirmaður Sunda-
hafnarsvæðis Eimskips.
Síðustu þrjú árin hjá félaginu
var ég forstöðumaður
rekstrarsviðs en byrjaði ár-
ið 1993 hjá Olís, einnig sem
forstöðumaður rekstrar-
sviðs. Um sl. áramót hætti
yfirmaður markaðssviðs 01-
ís og tók ég við starfinu en
um leið var starf fram-
kvæmdastjóra rekstrar- og
markaðssviðs sameinað.
Við höfum unnið að hagræð-
ingu í fyrirtækinu og viljum
að hún eigi sér líka stað í yfir-
stjóminni,“ segir Thomas.
ENNÞÁ í SAMKEPPNI
VIÐ ESSO
Aðspurður segir Thomas
að með væntanlegri stofnun
olíudreifingarfyrirtækis Olís
og Esso skapist tækifæri til
einhverrar mestu endur-
högunar (reengineering) í
rekstri sem átt hefur sér
stað í áraraðir hjá íslenskum
fyrirtækjum. Hagræðingin
geti orðið sambærileg við
það þegar gámavæðingin
átti sér stað í vöruflutning-
um á 9. áratugnum.
„Með hagkvæmni stærð-
arinnar verður hægt að
lækka innflutningsverð og
flutningskostnað og nýta
betur dreifingakerfi fyrir-
tækjanna. Með þessu spar-
ast kostnaður og við stönd-
umst betur samkeppni við
Irving, Orkuna og Skeljung
en veitum samt sem áður
sömu góðu þjónustuna á
bensínstöðvum Oh's. Við
verðum áfram í harðri sam-
keppni við Esso í vöruverði
og þjónustu. Þar verður
spurningin um hagræðingu í
sölukerfi og yfirstjórn fyrir-
tækjanna. Verið er að
byggja tvær nýjar bensín-
stöðvar í Reykjavík, við
Sæbraut og Álfheima, þar
sem verður vörumarkaður
og nýtt skipulag sem m.a.
felst í minna vægi bílavöru
en meira vægi almennrar
neysluvöru. Starfsmenn 01-
ís hafa allir farið á námskeið
þar sem kenndar eru þær
meginreglur sem við viljum
að einkenni þjónustu fyrir-
tækisins. Við verðum með
reglulegt gæðaeftirlit með
útliti stöðvanna og þjónustu
starfsmanna.“
STJÓRNUN ER ÁHUGAMÁL
Eiginkona Thomasar er
Bryndís Tómasdóttir,
kennari í Hagaskóla. Þau
eiga 16 ára son og 11 og 5 ára
dætur.
Þegar Thomas er spurð-
ur um áhugamál segir hann
að þau séu nátengd starfmu
þar sem stjórnunarfagið sé
sitt helsta áhugamál. Hann
er keppnismaður, setur sér
markmið og stefnir að því að
ná þeim.
„Ég sé um tvö námskeið
á ári hjá Stjórnunarfélaginu
og á annað þeirra kemur fólk
frá Eystrasaltslöndunum.
Ég les það nýjasta sem
skrifað er um stjórnun,
kenni það á námskeiðum og
framkvæmi svo í fyrirtæk-
inu.
Ferðalög um landið, úti-
vera og skíðaferðir eru vin-
sæl hjá mér og ég hef spilað
badminton í góðum hópi í
mörg ár. Af félagsstörfum
get ég nefnt að ég hef verið
formaður skólanefndar Is-
aksskóla í fimm ár, er í Rót-
arýklúbbi á Seltjarnamesi
og hef unnið að stefnumörk-
un innan Sjálfstæðisflokks-
ins, Verslunarráðs og
Vinnuveitendasambands-
ins,“ segir Thomas að lok-
um.
TEXTJ: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
Thomas nam hagverkfræði í Berlín og tók að því loknu þátt í gámavæðingu Eimskips.
112