Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 60
GARÐAR
Stuðlabergsdrangur er notaður í sólúr Áslaugar Traustadóttur. f botninum
eru slípaðar stuðlabergshellur með rómverskum tölum. Eins og sjá má af
skugganum var klukkan rúmlega þrjú síðdegis þegar ljósmyndarinn festi
tímann á mynd.
Spíralgarður Einars Sæmundsen - steinlagðir stígar og ótal tegundir af
kvistum.
ur við hönnun lóðar getur legið á bil-
inu 50 til 150 þúsund krónur. Þar við
bætist svo vinna skrúðgarðyrkju-
mannsins, sem og allur efniskostnað-
ur, ef fólk vill láta fagmenn vinna allt
verkið.“
Skrúðgarðyrkjumenn hafa, ekki
síður en landslagsarkitektar, unnið
aðallega fyrir opinberar stofnanir og
einkafyrirtæki, en Oddur sér fyrir sér
ný verkefni sem bíða þeirra í sam-
starfi við landslagsarkitektana. Kom-
ið er að því að menn þurfí að huga að
endurnýjun gamalla garða meira en
gert hefur verið. Það þarf að halda
þeim við svo þeir fari ekki í niður-
m'ðslu. „Mikið er af 60 til 70 ára göml-
um görðum þar sem gróðurinn er
orðinn lélegur. Spurningin er hvernig
við eigum að halda þessum görðum
við í framtíðinni svo þeir tapi ekki
þeirri reisn og glæsileika sem margir
þeirra bera í dag.“
A 50 ára afmæli Garðyrkjuskólans
árið 1989 var efnt til samkeppi þar
sem landslagsarkitektar hönnuðu
þemagarða. Valdir voru 7 garðar sem
Félag íslenskra landslagsarkitekta,
Félag skrúðgarðyrkjumeistara og Fé-
lag garðplöntuframleiðenda gáfu skól-
anum. Lokið hefur verið við að koma
upp sex af þessum sjö görðum. Sá
sjöundi kemur áður en langt um líður.
Garðarnir eru mjög athyglisverðir og
í þeim geta garðeigendur áreiðanlega
fundið ýmislegt sem þeir gjarnan
vildu færa heim í eigin garð að ein-
hverju leyti. Þemagarðarnir eru:
Lystigarður eftir Þórólf Jónsson,
Dvalargarður eftir Ingva Þór Lofts-
son, Fljótandi listaverk eftir Odd
Hermannsson í samvinnu við Halldór
Asgeirsson myndlistarmann, Spíral-
garður eftir Einar Sæmundsen,
Fenjagarður eftir Pétur Jónsson, Sól-
Aratuga reynsla, frábær gæði og ending er okkar aðalsmerki
-viö pjónuslum okkar viöskiptavini
GLER
032
GERÐAVOTTUN
GLERBORGARGLER BORGAR SIG
Framleitt undir gceðaeftirliti RB
GLERBORG
DALSHRAUNI 5 • 220 HAFNARFIRÐI • SlMI 565 0000 • FAX 555 3332
60