Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 110
Flutningabílinn kominn af stað með sumarhúsið árla morguns. Lögreglubíll úr Reykjavík ekur á undan.
FLUTNINGUR Á SUMARHÚSUM
Það er að mörgu ab hyggja áður en hægt er að setja sumarhúsið niður á
Jyrirheitna landinu“. Þetta er fróðleggrein um flutning á sumarhúsum
umarhúsum hefur fjölgað mik-
ið undanfarin ár og það er orð-
inn blómlegur iðnaður að
smíða sumarhús fyrir almenning. En
það er að mörgu að huga áður en
hægt er að setja húsið niður á „fyrir-
heitna landinu". Nauðsynlegt er að fá
leyfí fyrir flutningnum. Semja þarf við
flutningafyrirtæki og þess verður að
gæta að greið leið sé á staðinn. Hér á
eftir verður fjallað um sitt hvað af því
sem hafa þarf í huga við flutning á
sumarhúsum.
Til þess að hægt sé að flytja sumar-
hús þarf fyrst að fá til þess leyfi hjá
byggingarfulltrúa í þeim hreppi sem á
að staðsetja húsið í. Byggingarleyfinu
TEXTIOG MYNDIR: EIRÍKUR S. EIRÍKSSON
þarf að framvísa við lögregluyfirvöld
áður en hafist er handa við flutninginn
en samkvæmt lögum má ekki flytja
hús, sem eru breiðari en 2,50 metrar,
án lögreglufylgdar. Algeng breidd á
sumarhúsum er 5,00 til 6,00 metrar
og í flestum tilvikum er tiltölulega
auðvelt að flytja hús sem eru allt að
6,50 metrar á breidd. Hæðin getur
líka skapað vandamál. Samkvæmt
upplýsingum frá flutningafyrirtækinu
Einari & Tryggva hf. er dráttarvagn
með stálbitum undir húsið um 1,75
metrar á hæð og samkvæmt því er
hægt að flytja hús, sem eru allt að
4,75 metrar á hæð, án teljandi vand-
ræða. Ef húsin eru hærri þá getur
þurft að slá út háspennulínum eða
lyfta rafmagnslínum og það getur
hleypt upp kostnaðnum við flutning-
inn.
LÖGREGLUFYLGD
Hjá Lögreglustjóraembættinu í
Reykjavík fengust þær upplýsingar
að gjald fyrir fylgd vegna sumarhúsa-
flutninga væri 1242 krónur á tímann.
Gera þarf ráð fyrir kostnaði vegna
aksturs lögreglubílsins til baka og fer
kostnaðurinn því alfarið eftir vega-
lengdinni og því hve greið umferðin
er. Ef flytja á hús frá Reykjavík austur
í Rangárvallasýslu þá þarf flutninga-
bíllinn að fara um þrjú lögregluum-
110