Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 42
FJARMAL
GÓÐIR STJÓRNENDUR RÁÐA ÚRSLITUM
Warren Buffett segir að þegar hann keypti í Coca-Cola fyrirtækinu hafi hann verið
viss um að stjórnendur þess yrðu áfram góðir stjórnendur á alþjóðlegan
mælikvarða. Það var ekki að ástæðulausu að hann nefndi þetta. Það var einmitt
breytt stjórnun á Coca-Cola fyrirtækinu á níunda áratugnum, og nýr stjórnandi,
sem olli þvf að fyrirtækið komst undir nálaraugað hjá honum sem
vænlegur kostur í fjárfestingum.
MARKAÐSREGLUR
- ÁKVARÐANIR TENGDAR
VERÐMÆTIFYRIRTÆKISINS
11. HVERT ER VIRÐI
FYRIRTÆKISINS
MIÐAÐVIÐ
ÁVÖXTUNARKRÖFU ÞÍNA?
Þegar Warren Buffett keypti fyrsta
hluta sinn í Coca-Cola árið 1988
spurðu menn sig um raunverulegt
verðmæti fyrirtækisins og hvort
Buffett hefði keypt hlutabréfm á of
háu verði. Markaðsverðmæti alls
hlutafjár í Coca-Cola fyrirtækinu var
um 15,1 milljarðar dollara þegar hann
keypti.
En Buffett heldur því fram að verð
hlutabréfa á markaði í einhverju fyrir-
tæki þurfi ekki að tákna raunverulegt
verðmæti fyrirtækisins. Það geti
bæði verið lægra og hærra. Þegar
hann verðleggur fyrirtæki leggur
hann afar mikið upp úr að þau eigi kost
á að auka umsvif sín, vaxa, og bæta
um leið afkomu sína.
Að mati Buffetts var virði Coca-
Cola á bilinu frá 20,7 milljörðum doll-
ara upp íum 48,3 milljarða dollara, allt
eftir því hvaða ávöxtunarkröfu hann
notaði í útreikningum sínum á árlegan
vöxt þess fjár sem reksturinn myndi
skila. Markaðsverðmæti Coca-Cola á
hlutabréfamarkaði var hins vegar
mun minna eða um 14,1 milljarður
dollara.
12. ER HÆGT AÐ KAUPA
FYRIRTÆKIÐ Á UNDIRVERÐI?
Þegar fjárfestir er búinn að verð-
leggja fyrirtækið, miðað við ákveðna
ávöxtunarkröfu, segir Buffett að
hann verði að reyna að kaupa á lægra
verði ef hann mögulega getur.
Buffett sá fram á að hann gæti
keypt hlutabréfin í fyrirtækinu á und-
irverði miðað við sína eigin útreikn-
inga. Virði fyrirtækisins væri meira
en markaðsverðmætið sýndi. Hann
virðist hafa haft rétt fyrir sér. Hann
keypti hvern hlut á 10 dollara árið
1988. Fjórum árum síðar, árið 1992,
var hver hlutur kominn upp í 45 doll-
ara á almennum markaði. Það er mun
meira en Standard & Poor 500 hluta-
bréfavísitalan hækkaði um á sama
tíma.
Frá árinu 1987 hefur markaðsverð-
mæti hlutafjár í Coca-Cola hækkað úr
14,1 milljarði dollara í 54,1 milljarð
dollara. Fyrirtækið hefur skilað 7,1
milljarði dollara í hagnað. Af því hafa
2,8 milljarðar verið greiddir út til hlut-
hafa en 4,2 milljörðum hefur verið
haldið eftir innan fyrirtækisins til fjár-
festinga.
Hver 1 dollar, sem haldið hefur
verið eftir innan fyrirtækisins í formi
óráðstafaðs hagnaðar, hefur skilað
auknu markaðsverðmæti sem nemur
9,51 dollar. Og takið eftir! Fjárfesting
Warrens Buffett í Coca-Cola hefur
FYRIRTÆKl ATHUGIS!
Frjdls verslun
flýtur að Seljavegi 2, í Héðinshúsið,
26. júni n. k.
42