Frjáls verslun - 01.04.1995, Blaðsíða 64
UTIUOS
Það er hlý lýsing frá þessum nokkuð háu ljósastaurum sem eru við elsta
inngang Landspítalans. Þeir setja svip á umhverfið.
inn er í skjóli fyrir veðri og vindum.
Góð lýsing uppi við og umhveríis hús
getur gert mikið gagn, ekki síst nú
þegar stöðugt ber meira á innbrotum
ogþjófnuðum. Óboðnir gestir komast
síður að vel upplýstu húsi en því, sem
stendur í niðamyrkri inn á stórri lóð,
kannski meira að segja umkringdu
þéttu limgerði á alla vegu.
GERA MUN Á
KISU OG MANNI
Eins og drepið var á í byrjun eru nú
farið að gera ráð fyrir góðri útilýsingu
við flest ef ekki öll ný hús en hvað
getum við gert sem búum í gömlum
hverfum með lélega útilýsingu? Við
getum gert ýmislegt. Það er ekkert
einfaldara en að leggja leiðslur út í
garðinn, út í beð eða meðfram stétt-
um, neðan í þakskegg eða jafnvel fyrir
neðan og framan bílskúrsdyrnar okk-
ar um leið og við leggjum hitakerfi í
heimkeyrsluna. Við neyðumst auð-
vitað til að tengja öll þessi ljós við
rafkerfi hússins á þeim stöðum sem
henta þykir og síðan fáum við okkur
klukkur og jafnvel skynjara á útilýs-
ingarkerfið. Klukkumar getum við
stillt eftir því hvenær við viljum að
ljósin kvikni en skynjarar sjá hins veg-
ar sjálfkrafa um að kveikja þegar farið
er að skyggja hæfilega mikið. Mörg-
um þykja klukkurnar svolítið fyrir-
hafnarsamar því þær verður að end-
urstiUa nokkrum sinnum á ári. En
margt má nú á sig leggja til þess að fá
fallega lýsingu í garðinn. Skynjarar
eru líka til, sem kveikja á ljósunum, ef
þeir nema hreyfingu. Sumir þessir
skynjarar byggja á næmi innfrarauðs
ljóss sem nemur það sem fram fer í
næsta umhverfi þess. Skynjaramir
kveikja til dæmis á ljósunum við bíl-
skúrinn um leið og ekið er að honum
og þeir kveikja ljós ef einhver er að
læðupokast í myrkrinu við húsið.
Skynjararnir eru þó margir hverjir
svo fullkomnir að þeir gera greinar-
mun á mönnum og heimilisdýrum og
eru því ekki alltaf að kveikja og
slökkva þótt heimiliskötturinn bregði
sér af bæ né heldur þegar laufið og
trén blakta í garðinum.
Þessi ljósabúnaður sýnist ef til vill
nokkuð hár þegar gróður er lítill
sem enginn í beðunum, en hann er
mikið augnayndi þrátt fyrir það
enda vönduð og góð hönnun. Ljósin
eru frá Lúmex.
Komið hefur verið fyrir ljósum undir þakskeggi þessa húss í Árbæ. Glerplöt-
ur, næstum eins og smágluggar, skýla perunum.
64