Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 64

Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 64
UTIUOS Það er hlý lýsing frá þessum nokkuð háu ljósastaurum sem eru við elsta inngang Landspítalans. Þeir setja svip á umhverfið. inn er í skjóli fyrir veðri og vindum. Góð lýsing uppi við og umhveríis hús getur gert mikið gagn, ekki síst nú þegar stöðugt ber meira á innbrotum ogþjófnuðum. Óboðnir gestir komast síður að vel upplýstu húsi en því, sem stendur í niðamyrkri inn á stórri lóð, kannski meira að segja umkringdu þéttu limgerði á alla vegu. GERA MUN Á KISU OG MANNI Eins og drepið var á í byrjun eru nú farið að gera ráð fyrir góðri útilýsingu við flest ef ekki öll ný hús en hvað getum við gert sem búum í gömlum hverfum með lélega útilýsingu? Við getum gert ýmislegt. Það er ekkert einfaldara en að leggja leiðslur út í garðinn, út í beð eða meðfram stétt- um, neðan í þakskegg eða jafnvel fyrir neðan og framan bílskúrsdyrnar okk- ar um leið og við leggjum hitakerfi í heimkeyrsluna. Við neyðumst auð- vitað til að tengja öll þessi ljós við rafkerfi hússins á þeim stöðum sem henta þykir og síðan fáum við okkur klukkur og jafnvel skynjara á útilýs- ingarkerfið. Klukkumar getum við stillt eftir því hvenær við viljum að ljósin kvikni en skynjarar sjá hins veg- ar sjálfkrafa um að kveikja þegar farið er að skyggja hæfilega mikið. Mörg- um þykja klukkurnar svolítið fyrir- hafnarsamar því þær verður að end- urstiUa nokkrum sinnum á ári. En margt má nú á sig leggja til þess að fá fallega lýsingu í garðinn. Skynjarar eru líka til, sem kveikja á ljósunum, ef þeir nema hreyfingu. Sumir þessir skynjarar byggja á næmi innfrarauðs ljóss sem nemur það sem fram fer í næsta umhverfi þess. Skynjaramir kveikja til dæmis á ljósunum við bíl- skúrinn um leið og ekið er að honum og þeir kveikja ljós ef einhver er að læðupokast í myrkrinu við húsið. Skynjararnir eru þó margir hverjir svo fullkomnir að þeir gera greinar- mun á mönnum og heimilisdýrum og eru því ekki alltaf að kveikja og slökkva þótt heimiliskötturinn bregði sér af bæ né heldur þegar laufið og trén blakta í garðinum. Þessi ljósabúnaður sýnist ef til vill nokkuð hár þegar gróður er lítill sem enginn í beðunum, en hann er mikið augnayndi þrátt fyrir það enda vönduð og góð hönnun. Ljósin eru frá Lúmex. Komið hefur verið fyrir ljósum undir þakskeggi þessa húss í Árbæ. Glerplöt- ur, næstum eins og smágluggar, skýla perunum. 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.