Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 89
-
2.400 til 6.000 krónur fermetrinn.
Marmari er frá 3.800 upp í 6.000
krónur, granít frá 6.500 upp í 11.000
krónur og íslenskar steinflísar eins og
blágrýti, grásteinn og gabbró eru frá
6.000 upp í 8.000 krónur.
Markaðurinn á íslandi er lítill og
tískusveiflur hafa áhrif. í dag er hvíti
marmarinn ekki eins vinsæll og áður
en það sem fólk kaupir mest af í dag
hjá Steinsmiðju S. Helgasonar er skíf-
an; aðallega sú indverska og þær
portúgölsku og kínversku. „Áður fyrr
keypti fólk steinflísar á fleti þar sem
umgengnin er mikil eins og í forstof-
um og á göngum. Núna er farið að
leggja steinflísar á stærri fleti eins og
stofur, eldhús og baðherbergi. Vin-
sælt er að leggja bæði steinflísar og
parket á sama rýmið.“
Margir velja annað gólfefni en
steinflísar þar sem þær eru margar
hverjar kaldar viðkomu. En það er
hægt að fyrirbyggja það með því að
setja vatns- eða rafhitalagnir í gólfið
og í dag er fólk farið að gera það í
stórum mæli. „Steinflísar eru mis-
heitar; skífan er ekki mjög köld við-
komu en granít og marmari eru aftur á
móti kaldari.“ Það hefur aukist að
settir séu skrautlistar eða -rendur út í
jaðar gólfa eða þá að gólfið sé allt lagt í
mynstur. Auðvelt er að verða sér úti
um steinflísar til að hanna skrautlegt
gólf; sérstaklega með marmara og
granít þar sem litaafbrigðin eru mörg.
Við val á steinflísum verður að hafa
í huga á hvemig flöt á að leggja þær.
Slitsterkar steinflísar verða að vera í
forstofu, holi og garðstofu þar sem
fólk gengur um á útiskóm þannig að
póleraða hliðin þoli að rispast. ís-
lensku steinflíarnar eru til að mynda
með mattri, grófri áferð. Rispur sjást
ekki á þessum steinflísum. Ef velja á
flísar á baðherbergi er meira um að
teknar séu glansslípaðar, póleraðar
steinflísar eins og marmari.
GÓLFDÚKAR
Gamli vínilgólfdúkurinn er á undan-
haldi og linoleumgólfdúkarnir verða
sífellt vinsælli en þá er hægt að fá
bæði einlita og munstraða. Þeir eru
gegnheilir og eru unnir úr náttúruleg-
um efnum eins og hörfræolíu, trjá-
sagi, korksagi, fínmöluðum kalksteini
og trjákvoðu. Auðvelt er að hanna
skrautleg gólf með sitthvorum litnum
af linoleumgólfdúkum þar sem ein-
ungis þarf að bræða samskeytin sam-
an; það er síður hægt á vínilgólfdúk-
um þar sem þeir eru alltaf með
ákveðnu mynstri. Halldór Halldórs-
son, sölustjóri hjá Magnús Kjaran hf,
ítalskur Rovermarmari.
segir að gott sé að þrífa linoleumgólf-
dúka, þeir séu hljóðeinangrandi, slit-
sterkir, vinni gegn myndun gerla-
gróðurs og litaúrvalið og samsetning-
armöguleikarnir séu nánast óteljandi.
Linoleumgólfdúkar kosta frá 1.600
krónum fermetrinn en með vinnu
kosta þeir að meðaltali 2.900 krónur.
Hjá Magnúsi Kjaran hf fást linoleum-
gólfdúkar í þremur þykktum og í
heimahús duga þeir þynnstu sem eru
2 millímetrar að þykkt.
Það nýjasta í linoleumgólfdúkum
kallast Artoleum en með þeim má þúa
til heilu gólflistaverkin. Marmoleum
gólfdúkamir hafa verir vinsælir en á
þeim er marmaraáferð. í Marmoleum
Real eru 48 litir með marmaraáferð, í
Marmoleom Fresco línunni eru 12
pastellitir, í Marmoleum Dual eru 30
litir með marmaraáferð og loks er
Marmoleum Walton sem fæst einlit-
ur. Halldór segir að tískusveiflur á
gólfdúkamarkaðnum fylgi tískusveifl-
um í málningu auk þess sem arki-
tektar hafí þar mikið að segja. Sumir
velja til að mynda parket og gólfdúk á
sama rýmið og segir Halldór að þar
komi linoleumgólfdúkurinn vel út þar
sem hann er unninn úr náttúruefnum.
„Það passar ekki að hafa saman park-
et og glansandi plastgólfdúk. Auk
þess hefur það færst í vöxt að fólk láti
leggja gólfdúk á alla íbúðina. Loftið er
gott þar sem gólfdúkar eru og hægt
er að fá skrautlista sem setja
skemmtilegan svip á gólfið."
Sala á linoleumgólfdúkum hefur
89