Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.08.1995, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN STRIBSHANSKINN DREGINN FRAM Hérlendis hafa þekktir forstjórar um fjórfalt hærri tekjur en almennir starfsmenn, samkvæmt tveimur nýlegum könnunum Frjálsrar verslunar. Meðaltekjur forstjóra eru um 588 þúsund á mánuði og meðaltekjur almennra starfs- manna eru um 146 þúsund á mánuði. Þetta er talsvert minni launamunur en í nágrannalöndunum þar sem meiri fram- leiðni er en hér á landi. Umræðan um mun á launum forstjóra og almennra starfs- manna, sem og um mun á launum í einstökum starfsgrein- um eða löndum, er sígilt efni í félagsfræðideildum háskóla en ekki síst í kaffistofum vinnustaða. Starfsmenn sjálfir miða sig ekki bara við forstjórann, heldur hver annan. Dug- legir starfsmenn hafa ætíð verið óhressir með að samstarfs- menn komist upp með að vinna minna en þeir en þiggi samt sömu laun. í raun er það markaðurinn sem ákveður mun á launum eftir störfum. Fyrirtæki eru tilbúin að greiða hærri laun ef um aukna verðmætasköpun er að ræða, eða bæta við starfs- fólki ef viðbótartekjur af því eru meiri en viðbótarkostnað- ur. Flóknara er það í sjálfu sér ekki. Launamál hafa verið óvenju mikið í deiglunni hér á landi að undanförnu. Fyrst kom gusan um launahækkun alþingis- manna, síðan vangavelturnar um minni framleiðni, verð- mætasköpun á mann, hérlendis miðað við nágrannalöndin þrátt fyrir að þjóðartekjur á mann séu hér í hærri kantinum. Upp á síðkastið hefur verkalýðshreyfingin svo dregið fram stríðshanskann og krefst nýrra kjarasamninga þar sem hún telur sig hafa fengið minna en aðrir, og skírskotar hún þá sérstaklega til samninga ríkisins við ákveðna hópa. En hvernig er hægt að auka framleiðni, hagvöxt og hækka þar með launin á sama tíma og um það ríkir þjóðar- sátt að samið sé á sömu nótum hjá öllum hópum í þjóðfélag- inu? Og er yfirleitt hægt að hvetja til aukinna afkasta starfs- manna á sama tíma og lögð er áhersla á að enginn fái meira en annar? Er ekki verið að bjóða markaðsöflunum birginn? Laun eru helsti hvatinn til dáða hjá flestum þótt annars konar hvatning verði líka að koma til, eins og starfsánægja, hrós, klapp á bakið og svo framvegis. Kastljósið hlýtur því að beinast að afkastahvetjandi launakerfum. Enda kemur það á daginn að þjóðir með meiri framleiðni en íslendingar nota afkastahvetjandi kerfi í ríkara mæli. Hjá þeim er einnig meiri samkeppnishugsun. En þar er launamunur einnig meiri. Það er sömuleiðis umhugsunarvert hve lítið afkasta- hvetjandi launakerfi eru notuð hér á landi á meðal topp- stjómenda. Slík kerfi hljóta að hvetja forstjóra til að bæta hag fyrirtækja sinna, auka verðmætasköpun hjá starfs- mönnum sem leiðir til þess að fleiri fái vinnu eða kemur í veg fyrir að margir missi vinnu. Enn og aftur koma menn þá að þeirri spurningu hversu mikill munur eigi að vera á forstjórum og almennum starfs- mönnum í launum. Hér á Iandi er lenska fyrir litlum mun. Enda er hægt að taka undir að stjarnfræðileg laun svo- nefndra ofurforstjóra erlendis em komin út í öfgar og vart réttlætanleg. En er hægt að draga einhver mörk í þessum efnum á frjálsum launamarkaði? Enn einu sinni hefur stríðshanskinn verið dreginn fram og vinnudeildur blasa við. Eftir stendur samt spurningin hvort hægt sé að auka framleiðni í fyrirtækjum án þess að auka launamun á milli fyrirtækja, milli starfsmanna inn- byrðis í sömu fyrirtækjum og á milli starfsmanna almennt og æðstu stjómenda?! Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Seljavegur 2,101 Reykjavík, sími 515-5500 — RITSTJÓRN: Sími 515-5616. - AUGLÝSINGAR: Sími 515-5618 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-10. tbl. eða 521 kr. á blað nerna bókin 100 stærstu er á 999 kr. — 10% lægra áskriftarverð, 2.984 kr. ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.