Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 53

Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 53
ÚTSÖLUR í NEW YORK Miðað við almennt verðlag í Banda- ríkjunum hefur verð á fatnaði lækkað um 10% á sl. 3 árum. Sala á fyrri hluta þessa árs var 60 milljarðar dollara, sem er 2% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir að tekjur ein- staklinga hafi aukist og efnahagslægð sé að baki, þá hefur sala í fatnaði verið með minna móti. Sala í kvenfatnaði á útsölu jókst að vísu á fyrri hluta ársins um 51,5%, en lækkandi verð telur Robert Buchanan, smásölusérffæð- ingur hjá NatWest Securities, vera vegna of margra verslana og of fárra dollara til fatakaupa. Meðan smásalar reikna með aukinni sölu ’96, þá bíða viðskiptavinir eftir verðlækkun á út- sölunum framundan. Viðskiptavinir bíða eftir verðlækkunum á fatnaði í New York, og þrýsta þannig á að seljendur fylgi því eftir. HINN 37 ÁRA Andreas Renschler forstjóri þykir snjall, hugmyndaríkur og óhefð- bundinn við stjórnun hjá Mercedes Benz. Hinn 37 ára gamli Andreas Ren- schler ólst upp á bóndabæ fyrir utan Stuttgart í Þýskalandi, en er nú for- stjóri verksmiðju Mercedes Benz í Bandaríkjunum, þeirrar fyrstu af stærri gerðinni hjá fyrirtækinu, sem reist er utan Þýskalands. í verksmiðj- unni verður fyrsta bilategund fyrir- tækisins framleidd, sem sérstaklega RENSCHLER verður beint að erlendum markaði. Renschler þótti óvenjulegur valkost- ur í forstjórastólinn þar sem hann hafði ekki tekið Mercedes-menning- una í blóðið, auk þess sem hann var í yngra lagi. Hann þykir snjall stjórn- andi og hugmyndaríkur, en hefur litla reynslu í rekstri og hefur aldrei fylgt nýrri söluvöru úr hlaði. A móti notar hann óhefðbundnar aðferðir við stjómun og lætur stífar venjur Mercedes ekki aftra sér í þeim efn- um, þ.á.m. leggur hann sig fram við að ná góðu sambandi við undirmenn sína á öllum stigum. Til að fylgja eftir árangri Japana í að ffamleiða fyrir bandaríska markaðinn, hefur hann látið gera ítarlega markaðskönnun áður en hönnun og framleiðsla hefst, en fyrr á tímum kannaði Mercedes ekki skoðanir neytenda fyrr en eftir að hönnun var lokið. RÚSKINNSSKÓR í TÍSKU Fyrirtækið Wolverine World Wide Inc. þykir nú góður kostur í fjármála- heiminum á Wall Street, eftir að sala í Hush Puppies-Iínu þeirra í skófram- leiðslu tók skyndilega kipp eftir ára- tugalanga fjarveru. Rúskinnskór þeirra eru aftur komnir í tísku, ekki síst eftir að Tom Hanks var í pari af gömlu gerðinni í myndinni „Forrest Gump“, og nú eru litimir m.a. græn- Endurskipulagning í rekstri og vin- sældir rúskinnsskóframleiðslu er lykill að velgegni fyrir Bloom, for- stjóra Wolverine. ir, bleikir og fjólubláir. Sala fyrirtæk- isins hefur aukist úr 5 milljónum doll- ara ’92 í 18 milljónir dollara á sl. ári. „Þú getur verið góður í því sem þú ert að gera, en heppni hjálpar til“, segir forstjóri fyrirtækisins Geoffrey B. Bloom. 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.