Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 19
bls 19 Þrjú vinsælustu fyrirtækin þessu sinni og útgerðarfélögin ÚA og Samherji eru ekki langt undan. Könnunin var gerð seinni hluta jan- úar 1996 og byggð á 803 númera handahófsúrtaki úr símanúmeraskrá. Alls vildu 494 svara. Þátttakendur voru 17 ára og eldri og dreifðust um land allt. Síðast var byggt á þjóðskrár- úrtaki sem var 1.200 manns. Það virðist ekki hafa áhrif á niðurstöður því vinsælasta fyrirtækið er með mjög svipað hlutfall og sigurvegarar undanfarin ár. Það kann að hafa áhrif hvenær spurt er; fólk hafi stórmark- aðina frekar í huga þegar jólainnkaup eru að hefjast heldur en eftir áramót. MiKLU FÆRRINEIKVÆÐIR Rúmlega 5% segjast hafa neikvætt viðhorf til Flugleiða og um 4% nefna Eimskip. Þetta er svipað og undan- farin ár. Bónus og Hagkaup eru í 3.-4. sæti á þessum lista en aðeins um 2% segjast hafa neikvæð viðhorf til þeirra. Áberandi var að á lands- Bónus Flugleiðir r, d 1 Í !'' : I ■mmí r .1 p 'wS'm 1 8 ú ■4 i É mmmmé V-. Eimskip Þeir komast á verðlaunapall að þessu sinni - stjómendur vinsælustu fyrir- tækjanna að mati almennings í landinu. Frá vinstri: Jóhannes Jónsson, Bónus, Sigurður Helgason, Flugleiðum og Hörður Sigurgestsson, Eimskip. Frjálsrar verslunar á vinsælustu fyrirtækjum landsins: vinsælasta fyrirtæki landsins og skáka Bónus úrtoppsætinu í annað sætið. Eimskip ogHagkaup eru ípriðja og fjórða sæti byggðinni nefndu menn stórmarkað- ina sem dæmi um fyrirtæki sem þeir hefðu neikvæð viðhorf til. Þar heyrð- ist það sjónarmið að markaðimir tækju til sín verslun úr héraði. ÚTGERÐIR SÆKJA Á Það vekur athygli að þrjú útgerðar- fyrirtæki, Útgerðarfélag Akureyr- inga, Samheiji og Grandi, eru meðal átta vinsælustu fyrirtækjanna. Þessi fyrirtæki eru þau stærstu á sínu sviði og þrátt fyrir mikla umræðu um að kvótinn sé að safnast í hendur „sæ- greifa“ þá virðast fyrirtækin ekki skaðast á henni. Þvert á móti virðast menn hrífast af því að þeim gangi vel og að þau haldi uppi atvinnu og verð- mætasköpun. Fleiri nefndu ÚA á landsbyggðinni en bæði Samheiji og Grandi virtust eiga fylgismenn jafnt dreifða um landið. Ýmis fyrirtæki tengd sjávarútvegi eru einnig á listan- um: Sölufyrirtækin íslenskar sjávar- afurðir eru í 13.-14. sæti, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna í 20.-23. sæti Marel í 8.-9. sæti , Sæplast í 13.-14. sæti, Hampiðjan í 20.-23. sæti og Slippstöðin Oddi í 24.-29. sæti. Mið- að við fyrri ár eru flest þessi fyrirtæki í sókn, einkum á landsbyggðinni. HVERNIG FYRIRTÆKIERU VINSÆL? Það vekur strax athygli hve sam- göngufyrirtækin, Flugleiðir, Eimskip og Samskip, koma vel út í einhverju af sjö efstu sætunum. Þetta endur- speglar mikilvægi þeirra víða um land. Það vakti athygli að nokkrir nefndu bæði Eimskip og Samskip þrátt fyrir að um samkeppnisaðila sé að ræða. íslandsflug kemst einnig á listann að þessu sinni (að vísu neðar- lega) en Atlanta dettur út, enda starf- ar fyrirtækið fyrst og fremst erlendis. Stórmarkaðirnir, Bónus og Hag- kaup, eru í fremstu röð en Nóatún, 10-11 búðimar og Fjarðarkaup eru 19 sa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.