Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 23
Samhent lið Talnakönnunar. Frá vinstri: Pétur Valdimarsson, ritstjóri íslensks atvinnulífs, Vigfús Ásgeirsson
ráðgjafi, Þórhallur Örn Guðjónsson, umsjónarmaður sérstaks markaðsátaks Frjálsrar verslunar á næstunni,
Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri, Jón Birgir Jónsson stærðfræðingur, Jón G. Hauksson ritstjóri og Sjöfn
Sigurgeirsdóttir, auglýsingastjóri Frjálsrar verslunar. Á myndina vantar Eymund Matthíasson markaðsstjóra.
höftum, reglugerðum, einkasölum og
alls konar óstjórn."
Núna, 57 árum síðar, eiga þessi
orð enn vel við í íslensku atvinnulífi
þótt frelsi og samkeppni í atvinnu-
lífinu hafi stóraukist, ekki síst á síð-
ustu árum. Enn eru afskipti ríkisins af
atvinnulífmu of mikil. Og enn skortir
talsvert upp á að kröftug samkeppni
teygi anga sína um allt atvinnulífið.
Stjórnvöld þurfa stöðugt aðhald og
fólkið í atvinnulífmu þarf á upplýsing-
um, fróðleik og góðum ábendingum
að halda. Það er hlutverk Frjálsrar
verslunar að sinna þessum þörfum.
Eigendaskiptin núna á Frjálsri
verslun eru, sem fyrr segir, ekki þau
fyrstu í sögu blaðsins. Fimm aðilar
hafa gefið út Frjálsa verslun á undan
núverandi eiganda, Talnakönnun.
Þeir eru Verslunarmannafélag
Talnakönnun gefur
nú út þrjú rit um viðskipti og
efnahagsmál, Frjálsa verslun, Vísbendingu og
íslenskt atvinnulíf. Öll eru ritin afar ólík að upplagi.