Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 29

Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 29
sjúkrahúsi. Niðurstaðan er því einföld; margir lesendur eru um hvert eintak. MIKIL PRENTGÆÐI Stundum hafa lesendur Frjálsrar verslunar haft á orði við ritstjórn að blaðið sé jafnvel óþarflega glæsilegt í útliti. Þessi orð tökum við jafnan sem hrós en ekki kvörtun. Þegar á hólminn er komið vilja lesendur mikil prent- gæði. Og prentgæði eru líka ein- mitt einn helsti kostur tímarita fyrir auglýsendur. Litmyndir og auglýsingar njóta sín fyrir vikið betur en í dagblöðum og viku- blöðum. Þetta hefur mikið að segja fyrir auglýsendur sem leggja áherslu á glæsileika og gæði vöru sinnar. Les- endur fá einfaldlega betri mynd af vörunni. Þess vegna njóta auglýsing- ar í Frjálsri verslun sín afar vel. „MIKILVÆG ATHYGLI“ í áðurnefndri grein í Frjálsri versl- un um kosti tímarita fyrir auglýsendur kom fram að erlendis hafi auglýsinga- fólk varið miklum tíma í að rannsaka það hvernig neytendur skoða auglýs- ingar. Útkoman er að lesendur tíma- rita verja drjúgum tíma í að lesa aug- lýsingarnar. í ljósi þess eru auglýs- PRENTGÆÐI. Eins og hér sést eru prentgæði í Frjálsri verslun mikil. í því liggja kostir fyrir auglýsendur. Neytendur fá einfaldlega „betri mynd“ af vörunni. endur oftast með ítarlegri upplýsing- ar í tímaritum en öðrum fjölmiðlum. Þetta stafar af því að tímarit eru oftast lesin við aðrar aðstæður en dagblöð, að helgarblöðum dagblað- anna undanskildum. Menn gefa sér yfirleitt góðan tíma til að lesa tímarit, fara með þau til dæmis upp í rúm eða á annan rólegan stað og einbeita sér að lestrinum. GREIÐ LEIÐ TIL MARKHÓPA Frjáls verslun er sérhæft tímarit um viðskipti og atvinnumál og þess vegna mest lesið af fólki í viðskiptalíf- inu og áhugamönnum um viðskipti. Auk þess tekur það öðruvísi á málum en þeir fjölmiðlar sem fjalla daglega eða vikulega um viðskipti og hefur þess vegna sérstöðu. Fjölmiðlakannanir síðustu ára sýna að um annar hver stjórnandi og sér- fræðingur les Frjálsa verslun. í afar mörgum fyrirtækjum liggur blaðið frammi og því er það jafnframt lesið af starfsmönnum. Það sýnir sig einnig í könnunum að áskrifendur eru með tekjur yfir meðallagi. Markhópurinn fyrir auglýsendur í Frjálsri verslun er því skýr; stjóm- endur, sérfræðingar og áhugasamir starfsmenn um viðskipti og efnahags- mál, fólk sem að jafnaði er með tekjur yfir meðallagi. verslun hefur þeirri tölu aftur verið náð. VIGFÚS ÁSGEIRSSON Talnakönnun hefur um árabil unnið mörg tryggingafræðileg verkefni fyrir lífeyrissjóði, verkalýðsfélög og fyrirtæki. í þeim efnum hefur mjög mætt á Vigfúsi Ásgeirssyni eðlis- fræðingi sem hóf störf hjá fyrirtækinu í byrjun ársins 1991. BENEDIKT JÓHANNESSON Stofnandinn, Benedikt Jóhannes- son, hefur einnig komið þar mjög við sögu en hann hefur auk þess unnið að ýmsum kunnum ráðgjafar- og hag- ræðingarverkefnum. Má þar nefna undirbúning að sameiningu Sjóvá og Almennra trygginga haustið 1988 en félögin sameinuðust snemma á árinu 1989. Raunar starfaði hann þar um skeið fyrst eftir sameininguna. Þegar stjómvöld ákváðu að hætta rekstri Skipaútgerðar ríkisins á árinu 1991 tók hann að sér stjómarfor- mennsku í fyrirtækinu með það verk- efni að selja eignir þess og leggja það niður og selja eignir þess. Ennfremur má geta þess að á árinu 1994 vann hann að endurskipulagningu rekstrar- ins hjá Heklu hf. PÉTUR VALDIMARSSON Aðrir starfsmenn Talnakönnunar undanfarin ár, og sem enn starfa hjá því, eru Pétur Valdimarsson við- skiptafræðingur, Eymundur Matt- híasson stærðfræðingur og Jón Birgir Jónsson stærðfræðingur. Pétur hefur verið viðloðandi fyrir- tækið frá árinu 1988. Hann vann þar með námi í viðskiptafræði og síðast- liðin fjögur ár hefur hann verið þar í fullu starfi. Hann er ritstjóri íslensks atvinnulífs jafnframt því að annast bókhald Talnakönnunar. EYMUNDUR MATTHÍASSON Eymundur Matthíasson kom fyrst til fyrirtækisins árið 1988. Hann hefur unnið að ýmsum verkefnum. Undan- farin misseri hefur hann sinnt mark- aðsmálum. JÓN BIRGIR JÓNSSON Jón Birgir Jónsson hóf störf hjá fyrirtækinu í byrjun ársins 1995. Hann hefur aðallega fengist við ráð- gjöf og tölvuvinnslu. Jón Birgir heldur út til Bandaríkjanna í framhaldsnám í haust. í lokin skal það áréttað að Vísbend- ing, íslenskt atvinnulíf og Frjáls verslun munu áfram sinna hvert sín- um lesendahóp og þeim verður ekki steypt saman með neinum hætti. 29

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.