Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 33
sem stjórnanda. herra sína áfram? UM KOSTI GÓÐS STJÓRNANDA „Sjálfsagt er ekki hægt að nefna neina formúlu fyrir kostum góðs stjórnanda. Það er einstaklingsbundið. Þó held ég að meginatriðið sé að vita hvenær stjórnandi á ekki að stjórna og skipta sér af; að hann skynji hvenær hlutirnir gangi þannig fyrir sig að ekki eigi að grípa inn í þá. “ um og læra á kerfið, vita hvemig það gengi fyrir fyrir sig. Síðan breytti ég viljandi um stjóm- unarstíl. Næstu sjö árin var ég miklu meira til baka þótt menn tækju kannski ekki eftir því. Þá lét ég emb- ættismennina, sem ég treysti, miklu meira í friði. Það byggðist á því að ég vissi að þeir voru að vinna í þeim anda sem ég hafði skapað og lagt fyrir. Ég hitti þá reglubundið tvisvar í viku á eins til tveggja tíma fundum og fór yfir verkefnin. Eg var hins vegar ekki að hringja í þá á hveijum degi og fylgja málum eftir eins og ég gerði fyrstu tvö árin. Starf forsætisráðherra sem stjóm- andi er hins vegar allt annars eðlis en borgarstjóra. Það gengur mest út á að samræma sjónarmið manna sem eru jafnvel með ólíkan bakgrunn. Ég hef heldur ekki sama yfirburða-vald- ið. Þá á ég við hið beina boðvald sem ég hafði sem borgarstjóri. Hver ráð- herra í ríkisstjóm hefur fullt vald yfir sínu ráðuneyti. Að forminu til getur forsætisráðherra ekki skipað honum fyrir. Þess vegna er vald forsætis- ráðherra frekar í formi áhrifavalds en boðvalds, þótt hvort tveggja sé auð- vitað fyrir hendi. N DAVIÐ borginni um langt skeið, bæði gagn- vart nánustu samstarfsmönnum borgarstjóra og öllu kerfinu. Slík af- skiptasemi getur gengið upp um tíma en varla til lengdar. En þetta gerði ég til að gera mig gildandi, ná sambönd- Forsætisráðherra getur ekki leyft sér að horfa á aðeins eitt sjónarmið í stjómun sinni. Hann verður oftar en ekki að líta til tveggja eða þriggja sjón- armiða í senn, eins og framkvæmda- legra, pólitískra og ekki síst félags- legra. Hann verður að gæta þess að stíga ekki um of á viðkvæm líkþom. Það gengur ekki í starfi forsætisráð- herra ætli hann sér að ná árangri og halda saman sterkri stjórn.“ — Hvernig stjómunarstíl beitir þú núna sem forsætisráðherra, hvernig hvetur þú ráðherra þína og starfslið áfram? „Ég fylgist eins náið og kostur er með því sem allir em að gera, fyrst og fremst með samtölum. Ég legg áherslu á að ræða mikið við hvem og einn. Ég gæti þess vandlega að með- ráðherrar mínir geti náð til mín, að aldrei sé hægt að segja sem svo: „Ég gerði þetta svona, þú ert óánægður VIÐTAL: JÓNG. HAUKSSON MYNDIR: BRAGIÞ. JÓSEFSSON með það, en ég reyndi að hafa sam- band við þig en náði ekki til þín.“ Það hefur enginn þá afsökun. Þeir, sem næst mér starfa, ná alltaf til mín, hvernig sem á stendur. Það tel ég mikilvægt við stjómun. Ég fylgist vel með og hef áhuga á því sem verið er að gera þótt það sé ekki á mínu sviði. Ráðherrar geta komið og rætt sín mál, fengið stuðn- ing og hlustað á mín sjónarmið. Meg- inatriðið í stjórnun minni er að hafa vakandi áhuga á öllu því sem ráðherr- arnir eru að gera. Ég lít svo á að þannig hvetji ég þá best til dáða.“ — Tekur þú daginn snemma sem stjórnandi? „Á sumrin geri ég það en á veturna er ég aðeins seinni til. Ég vakna um sjöleytið á morgnana á sumrin og þarf ekki að stilla klukku því hundurinn minn kemur og vekur mig. Að sjálf- sögðu vekur hann mig einnig á þeim tíma á sunnudögum en þegar ég 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.