Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 50

Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 50
NÆRMYND eftir. Þetta var um svipað leyti og hann lagði reykingar á hilluna og gerði ákveðnar endurbætur á líferni sínu með tilliti til heilsufars. Það er oft mannmargt á Einimel því bamabömin sækja mikið til afa og ömmu og börnin einnig. Margir heim- ilisvinir eru þar gestir en traustustu vinir þeirra hjóna munu vera Barði Friðriksson og frú Þuríður Þorsteins- dóttir og Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsæt- isráðuneytinu, og frú Kristín Claes- sen. Sverrir er mikill áhugamaður um bókmenntir og les mikið. íslendinga- sögur og fornaldarsögur Norðurlanda les hann mikið og íslensk skáld og Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. LÁNASJÓÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 • PÓSTHÓLF 5410 • 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 5400 • FAX: 588 2904 rithöfunda, s.s. Halldór Laxness. Hann les einnig mikið þjóðlegan fróð- leik og sagnfræði og æviminningar stjórnmálamanna njóta vaxandi vin- sælda hjá honum. Sverrir er óhemju fljótur að lesa og hefur fflsminni og getur vitnað orðrétt til þess sem hentar hverju sinni svo með ólíkind- um þykir. Þrátt fyrir mikla ást á rituðu máli og skáldskap hverskonar er ekki vitað til þess að Sverrir fáist við slíkt sjálfur utan að semja slyngar ræður og heimildarmenn segja hann geta sett saman vísur sem hann hafi látið fljúga í þingveislum. Hann heldur fornum matarvenjum Vestfirðinga í heiðri með því að halda skötuveislu einu sinni á ári, oftast daginn fyrir messu heilags Þorláks. Þar hittist fastur kjarni vina og kunn- ingja og borðar kæsta skötu að vest- firskum sið með bræddum hnoðmör og einnig er boðið upp á skötustöppu með hangifloti fyrir þá sem ekki kunna að meta hnoðmörinn. Þar svigna borð einnig undan Hólsfjalla- hangikjöti, freðýsu og ýmsu þjóðlegu góðgæti á borð við súra selshreifa. Sú veisla er aðeins fyrir karlmenn og meðal gesta þar má nefna son og tengdasyni, þá vini og kunningja, sem þegar hafa verið nefndir, en einnig koma þangað Ámi og Matthías Math- iesen, Helgi Þórðarson verkfræðing- ur og Bjöm Bjömsson, yfirbflstjóri Landsbankans. „Hann Sverrir var eins og fiskur í vatni í pólitík þar sem hann gat rifið stólpakjaft á framboðsfundum og skemmt fólki. Hann var oft í vondu skapi þegar hann var ráðherra og þá verður hann meinyrtur og fúll,“ segir maður sem þekkt hefur Sverri um árabil og unnið með honum. Ema Ragnarsdóttir, tengdadóttir Sverris og blaðamaður, segir hann vera miklu meira ljúfmenni en ætla mætti af ímynd fólks af honum. „Ég sé hans rétta eðli þegar hann tekur upp barnabörnin, sem hænast mjög að honum, og böm sjá í gegnum skrápinn á hverjum sem er.“ Þannig sýnir nærmyndin af Sverri Hermannssyni nokkra menn. Einn er íhugull náttúmunnandi og veiðimaður, annar ófýrirleitinn og frekur stjómmál- arefúr og sá þriðji ástríkur og blíðlyndur heimilisfaðir og bókabéus. 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.