Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 53

Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 53
VEÐIB KRAFTAKVÆÐ son er hann tók við útnefningunni sem maður ársins 1995 í viðskiþtalífinu minni, Björgu Rafnar, og fjölskyldum okkar.“ FORMÚLAN AÐ VELGENGNIER EKKI TIL. EN HÉR ER NÁLGUN „Ósjaldan er spurt hver sé formúl- an að velgengninni. Formúlan er auð- vitað ekki til. En ef maður reyndi ein- hverja nálgun, sem gæti átt við okkar fyrirtæki, þá liti hún kannski svona út: 1. Haldgóð grunnþekking á við- fangsefninu. 2. Víðtæk aðferða- og efnisþekking á því sviði sem fengist er við. 3. Hæfileikaríkt samstarfs- fólk. 4. Skemmtileg verkefni inn á milli, — þau bæta starfsandann. 5. Markviss markaðsvinna. Frá sölu- Ólafur B. Ólafsson, for- maður VSÍ, Pétur Guð- mundarson, stjórnarfor- maður Össurar hf. og Jó- hann J. Ólafsson, stjómar- maður í íslenska útvarps- félaginu. Þakkarræða Össurar vakti mikla athygli og var honum fagnað inni- lega. vöru til markaðshlutdeildar er langur vegur. 6. Stöðugar endurbætur á söluvörunni. 7. Þjónusta og meiri þjónusta við viðskiptavini. 8. Vinna og aftur vinna — ásamt góðum skammti af þrautseigju. 9. Síðast en ekki síst: Ánægt starfsfólk sem fmnst gaman að því sem það er að gera.“ Össur sagði að kveikjan að stöð- ugri vöruþróun og uppfinningum fyrirtækis síns hefði verið sú að hann hefði ekki getað sætt sig við þá tækni sem honum stóð til boða. „Mér fannst að ég hlyti að geta gert betur fyrir viðskiptavini mína og hóf fljótlega til- raunir til þess. Það má því segja að jarðvegurinn, sem þetta spratt úr, hafi verið þörfin fyrir að gera betur, gera Kf þeirra, sem til mín leituðu, bærilegra." MEGUM EKKIHUGSA SMÁTT Þessu næst minntist Össur aftur á kvæði Matthíasar og sagði: „Krafta- kvæðið, eða Heilsu-minni Kristjáns skálds, eins og segir í undirfyrirsögn, var grín. Þetta hér er ekkert grín og íslenskt viðskiptalíf er heldur ekki neitt grín. Við vitum öll að þörfm á nýsköpun, ásamt því að vinna betur úr því sem við höfum, hefur sjaldan verið meiri. Eins lítil og við erum megum við samt ekki hugsa smátt. Innanlandsmarkaðurinn er ekki nógu stór til að skila þeim arði sem við þurfum fyrir okkar vörur í framtíð- inni. Það þarf að festa fjármagn í stór- huga markaðssóknum erlendis fyrir íslenskar vörur og hugvit. Það eru til margir vöruflokkar sem með hagræð- ingu, betri framleiðsluaðferðum og djörfung í markaðssókn væri hægt að fá af góða framlegð. Sem betur fer er nóg af framsæknu, ungu fólki í ís- lensku þjóðfélagi. Þetta er vel mennt- að fólk sem kannski er ekki óánægt og reitt, eins og var í tísku í gamla daga, en hefur hugmyndir og fram- kvæmdavilja sem á eftir að verða ís- lensku viðskiptalífi aflgjafi til frekari sóknar inn í framtíðina. Það finnst mér gott að vita.“ Lokaorð Össurar voru þessi: „Með þessari útnefningu hefur mér verið kveðið kraftakvæði, að vísu undir öðrum bragarhætti en gaman- ríman hans séra Matthíasar, en kraftakvæði engu að síður. Ég þakka Frjálsri verslun og íslenska útvarps- félaginu, og þá sérstaklega frum- kvöðlinum að þessum útnefningum og formanni dómnefndar, Magnúsi Hreggviðssyni." y Pálsson, rBaldursson,maðu 1992, Finnur lng ^viðskiptaráðherra ignús Hreggviðsson, ,hur dómnefndar. 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.