Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 60
Nýjungar frá Volkswagen
„Helstu nýjungar frá Volkswagen í ár eru hinn nýi VW
Caddy, sem kemur á markað í vor, og stærri og betri VW
LT sem kemur á markað seinna á árinu. Með þessum
tveimur bílum aukum við úrval okkar af Volkswagen. Allir
bílarnir frá VW eru þekktir fyrir sín þýsku gæði. Öryggi
ökumanns og farþega er í fyrirrúmi. Þess utan eru aksturs-
eiginleikar VW bíla öllum kunnir. Við bjóðum fyrirtækjum
heildarlausnir í atvinnubílum,“ segir Guðmundur O.
Guðjónsson, sölumaður hjá Heklu hf., en sérgrein hans er
sala atvinnubifreiða.
VW Transporter pallbíll hentar vinnuflokkum vel. Hann er með Volkswagen Transporter sendibfll hefur verið einn vinsælasti
rvmi fyrir 3 eða 6 farþega. Kostir hans eru ekki síst að allar þijár sendibíll landsins í gegnum tíðina. Hann er fáanlegur í mörgum
hliðar pallsins eru opnanlegar. útgáfum. Mjög gott hleðslupláss er í Transporter.
Fjölhæfur Transporter
„Volkswagen Transport-
er hefur verið einn vin-
sælasti sendibíll landsins í
gegnum árin. Hann er fáan-
legur í alls kyns útgáfum;
með bensín- eða dísilvél,
með háu eða lágu þaki og
með eða án glugga. Hægt
er að hafa í honum sæti til
fólksflutninga. Mjög gott
hleðslupláss er í Trans-
porter því afturhurðir
opnast í 180°. Hann hefur
hliðaropnun að auki. Víð-
frægir aksturseiginleikar
Volkswagen fylgja Trans-
porter. Hann er fáanlegur
með ýmsum aukabúnaði.
Velja má milli tveggja
stærða á bensínvélum og
tveggja stærða á dísilvélum.
Hann er líka fáanlegur
ijórhjóladrifmn og jafnvel
með sóllúgu.
Pallbíll
Transporter er líka til
sem pallbíll með rými fyrir
3 eða 6 farþega. Pallbíllinn
hentar vinnuflokkum vel
enda mikið keyptur af verk-
tökum og bæjarfélögum.
Kostir hans felast einnig i
því að allar þrjár hliðar
pallsins eru opnanlegar,"
segir Guðmundur. Verð á
Transporter er frá
1.805.000 krónum með vsk.
Von er á stærri sendibíl eða
nýrri útgáfu af VW LT.
Hann verður fáanlegur í
þremur útgáfum en verðið
er ekki ljóst ennþá.
„Von er á nýrri gerð af Volkswagen í maí; Caddy. Sá bíll
er með sömu kostum og Golf en með mun stærra rými,
eða svokölluðu boxi. Með honum verður Volkswagen-lína
okkar breiðari. Þegar hefur töluvert verið spurt eftir
honum. VW Caddy er mjög skemmtilegur bíll enda hefur
hann sömu aksturseiginleika og VW Golf, auk annarra
kosta þess bíls. í byrjun verður hann fáanlegur án glugga
sem sendibíll. VW Caddy hentar vel verktökum í smærri
fyrirtækjum og sem lítill sendibíll hjá stærri fyrirtækjum,"
segir Guðmundur. Ekki er fulljóst hvað Caddy kemur til
með að kosta en Guðmundur segir að verð hans verði
samkeppnishæft við aðrar hliðstæðar tegundir.
Ilinn nýi VW Caddy verður fáanlegur hérlendis í maímánuði. Caddy hentar verktökum vel og sem
lítill sendibíll hjá stærri fyrirtækjum. Nú þegar hefur töluvert verið spurt eftir honum enda hefur
hann kosti VW Golf en meira rými.