Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 61
„Mitsubishi L-200 er vinsæll í pallbílaút-
færslunni, sérstaklega úti á landi þar sem færð
er erfið. Hann hefur gott farþegarými og er
fáanlegur með 4ra dyra húsi. Hann er einn fjöl-
hæfasti bíll í sínum flokki. Framúrskarandi
góðir eiginleikar og kostir L-200 grundvallast á
hinni heimsþekktu sérstöðu Mitsubishi í
nýtækniframleiðslu bifreiða og véla.
Fjöðrunarbúnaðurinn sameinar rnýkt og mikið
burðarþol á vegi og í vegleysu.
Mitsubishi L-300 er í senn sendibíll og
farþegabíll. Með sætum er hann allt að 8
manna og því góður vinnubíll fyrir fyrirtæki og
stofnanir. Hann er búinn tengjanlegu aldrifi og
milligírkassa með háu og lágu niðurfærsluhlut-
falli,“ segir Guðmundur um Mitsubishi.
Fjöðrunarbúnaðurinn í Mitsubishi L-200 sameinar mýkt og mikið burðarþol í
vegleysum sem á veguni.
Mitsubishi L-300. Vinsæll af fyrirtækjum og til einkanota. Verð frá 1.550
þúsund krónum.
Kostum búinn Polo
„Volkswagen Polo var brautryðjandi í litlum vaskbílum á
sínum tíma. Nýr og breyttur Polo, árgerð 1995, sló í gegn
sem vaskbíll og á almennum markaði. Það þekkja flestir
kosti Volkswagen. Bíllinn er byggður á sömu grind og
Volkswagen Golf og eru aksturseiginleikar þeir sömu.
Þótt hann sé smár er hann merkilega rúmgóður. Polo er
vinsæll hjá sölumönnum sem eru mikið á ferð í borgar-
umferðinni. Bíllinn er sparneytinn, bilanatíðni er mjög lág
og heildarreksturskostnaður því í lágmarki," segir
Guðmundur um hinn smáa en knáa Polo.
Golfinn
„Volkswagen Golf er ívið stærri en Polo og fáanlegur
með meiri búnaði. Báðar tegundir hafa þann kost að
afturhurð opnast mjög vel. Það auðveldar aðgengi með
vörur. Golf og Polo hafa sama ljöðrunarbúnað, samskonar
vélabúnað og lúta sömu kröfum um gæði og öryggi.“
Odýrasta gerð af VW Polo kostar 965.000 krónur með vsk.
Þótt Polo sé smár er
hann merldlega rúm-
góður. VW Polo liefur
sömu eiginleika og VW
Golf enda byggður á
sömu grind og aksturs-
eiginleikar þeir sömu.
Ódýrasta gerð af Polo
kostar 965.000 krónur
en ódýrasta gerð af VW Golf er á 1.197.000 með vsk.
Innifalið í ofangreindu verði er útvarp m/segulbandi,
ryðvörn og skráning.
HEKLA
Laugavegi 172-174. Sími: 569 5500