Frjáls verslun - 01.01.1996, Page 62
Þrjú vörumerki frá þremur löndum
„Við eigum atvinnubíla fyrir alla, fyrirtæki jafnt sem ein-
staklinga. Við erum með þrjú vörumerki sem bjóða upp á
mismunandi kosti. Renault hefur breiðustu línuna í
atvinnubílum en Hyundai og Lada fylla mjög vel inn í aðra
kosti. Viðskiptavinir eru misjafnlega þenkjandi og þarfir
þeirra margvíslegar. Við fullyrðum að enginn kemur að
tómum kofanum hjá okkur hvað varðar atvinnubíla," segir
Heiðar Sveinsson sölustjóri hjá Bifreiðum og
Landbúnaðarvélum. Vörumerkin sem B&L býður í
sendibílum og vaskbílum eru frá þremur löndum. Það er
hinn franski Renault, suður-kóreanski Hyundai og loks
hin rússneska Lada.
Hyundai Accent hefur
verið vinsæll virðisaukabíll
sem og fólksbíll. Bíllinn er
á góðu verði og hefur
komið vel út í akstri og
rekstri hérlendis.
Hyundai Grace sló í
gegn þegar hann kom á
markað árið 1994. Grace
er á mjög hagstæðu verði
og hefur margt við sig.
Hann er fáanlegur með
dísil- eða bensínvél. Staðal-
búnaður er vökvastýri,
samlæsingar, splittað drif
og útvarp. Hann er til
afgreiðslu með eða án
glugga," segir Heiðar.
Hyundai Grace er langur
og því er hægt að hafa
langar vörur í honum.
Hann ber 1.275 kíló.
Verðið á Hyundai Grace er
mjög hagstætt eða frá
1.162.239 kr. án vsk.
Gott aðgengi Express
„Renault Express er einn mest seldi vask-bíll síðustu ára.
Hann er með lúgu að aftan sem auðveldar að taka löng
stykki. Hann tekur eina Euro-pallettu á breidd og hæð.
Hægt er að opna bílinn alveg upp á gátt og aka lyftara fast
að honum. Ennfremur er hægt að taka úr honum rána uppi
en það eykur hleðslurýmið. Bíllinn er mikið seldur til
einyrkja og fyrirtækja. Hann er betur búinn en áður, með
80 hestöfl, vökvastýri og samlæsingar. Hann hefur burðar-
getu upp á 575 kíló, gott aðgengi og möguleika á lengri
stykkjum," segir Heiðar.
„Lada Station hefur selst
vel í gegnum tíðina sem
virðisaukabíll. Bygginga-
fyrirtæki og verktakar hafa
mikið notað Löduna, bæði
sem virðisaukabíl og eins
sem fólksflutningabíl. Hann
er á 697 þúsund krónur sem
er ótrúlega lágt verð fyrir
jafn ljölhæfan bíl. Lada
Samara er líka tekin sem
virðisaukabíll en í minna
mæli þó,“ segir Heiðar.
Lada
stendun
iyrlr sína
Sem virðisauliitbfll hefur Lada
Stíttion selst vel í gegnum tíðina.
Verðið er 697.000 kr. án vsk.