Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.03.1997, Qupperneq 34
^bestuíbænum • • hiá Rydenskaffi. Það fyrirtætó er með þeim nefndu 40,7% Maarud, 19,9% nefndu Þykkvabæjarnasl, 13,8% Pringles (Islensk Ameríska), 8,1% Stjörnusnakk, 4,3% nefndu Kims (Danól), 3,5% Olw (Vífilfell), 1,4% Bugles, 1,4% Hagkaups-snakk og 6,9% nefndu aðrar tegundir. „Við teljum markaðskönnun Gallup ekki vera neinn heilagan sannleik, en hún er samt ákveðin vís- bending um það sem er í gangi á markaðnum. Við teljum okkur reynd- ar hafa bætt markaðsstöðuna. Upp- lýsingar frá Kraft í Skandinavíu sýna að salan hafi aukist um 18% á milli áranna 1995 og 1996. Við tókum við umboðinu á Maarud í janúar árið 1996. Árið 1996 einkenndist reyndar af miklum slag á þessum markaði og það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að bæta við af tegundum á markaðn- um. Eg held samt að markaðurinn hafi stækkað eitthvað,” segir Jón Axel. Októ Einarsson, markaðsstjóri hjá Danól, sem selur Kims-snakk, telur könnun Gallup ágæta út af fyrir sig en hún mæli ekki markaðshlutdeild, hina raunverulegu sölu á markaðnum. „I könnun Gallup segjast 4,3% hafa Kims- snakks. Við vitum að sú tala er hærri, teljum hana reyndar vera eitthvað yfir 10%. Maarud hefur hins vegar verið lengi á markaðnum og markaðshlut- deild þeirra var eitt sinn um 70%. Ljóst er því að hlutdeild Maarud á markaðnum hefur dregist saman.” „Við tökum meira mark á innflutn- ingstölum frá Noregi þar sem við getum séð hver okkar hlutur er gagn- vart Maarud. Af rúmlega 156 tonnum af Maarud og Kims, sem flutt voru inn frá Noregi og Danmörku, áttum við 43,2 tonn. Því er augljóst að markaðshlutdeild okkar er mun stærri en fram kemur í könnun Gallup,” segir Októ. STÆKKANDI MARKAÐUR Snakkmarkaðurinn stækkar ár frá ári. Innflutningstölur frá Tollstjóra- embættinu sýna að aukna neyslu. A árinu 1994 voru flutt hingað til lands rúmlega 208 tonn af kartöfluflögum. Þar af voru um 151 tonn irá Noregi (Maarud og Kims). Árið 1995 voru flutt inn 226 tonn, þar af 158 tonn frá Noregi. Árið 1996 var heildartal- an um 311 tonn, en þá minnkaði innflutningurinn frá Noregi niður í 147 tonn. Við þessar tölur bætist íslenska framleiðsl- an en þar eru engar tölur fyrirliggjandi. Félagsvísindastofnun Há- skóla Islands hefur kannað snakkneyslu Islendinga og þar kemur margt forvitnilegt í ljós. 96,5% fólks á aldrinum 15-29 ára borða snakk og 95,5% fólks á aldrinum 30-39 ára. Neyslan minnkar síðan eftir að fólk eldis. 84,5% þeirra sem eru 40- 49 ára borða snakk, 64,6% í aldurshóp- num 50-59 ára, 37,5% í aldurshópnum 60-69 og aðeins 12,5% þeirra sem eru 70 ára og eldri. I könnun Félagsvísindastofnunar var einnig spurt um ákveðnar tegundir. Á árinu 1996 töldu 45,6% spurðra sig hafa smakkað (oft/stund- um/sjaldan) Maarudflögur, 44,2% Þykkvabæjarsnakk, 28,5% Bugles, 23,4% Stjörnupopp, 20,1% Stjörnu- snakk og 16,2% Kimsflögur. New- manssnakk höfðu 37,5% smakkað á árinu og Orwill 33,6% en í báðum til- fellum er um örbylgjupopp að ræða. Tveimur árum fyrr voru þessar tölur svipaðar hjá öllum, utan þess að Orwill státaði af aukningu úr 16,4% og Kims úr 6,3%. Orwill og Kims hafa samkvæmt þessu aukið markaðshlut- deild sína á 2 árum. Engin vara selst án auglýsingar. Ef skoðaðar eru upphæðir auglýsingaijár sem snakkseljendur eyða á hverju ári, er ljóst að mikil breyting hefúr orðið í þeim efnum á undanförnum árum. Á árinu 1996 eyddu fyrirtækin um 18,7 UM 2,5 KÍLÓ AF SNAKKIÁ MANN Á ÁRI Talið er að neysla á snakki sé 2-2,5 kíló á mann á ári hérlendis. íslendingar eru samt ekki hálfdrættingar á við Norðmenn og Bandaríkjamenn. í Noregi er ársneyslan á milli 4 og 5 kíló á mann og um 8 kíló á mann í Bandaríkjunum. „Útlendingar eru oft með aðrar neysluvenjur en við Islendingar. Þeir borða oft flögur með mat, til dæmis í staðinn fyrir venjulegar kartöflur, ” segir Jón Axel Pétursson. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.