Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 11
FRÉTTIR
ELDHUS OG BAÐI
SKÚTUVOGI
□ úsasmiðjan hefur opnað nýja verslun undir
nafninu Eldhús og bað á 2. Hæð að Skútu-
vogi 16. Þar verður boðið upp á fjölbreytt
úrval af eldhús- og baðinnréttingum. Innréttingarn-
ar eru íslensk hönnun þeirra Finns Fróðasonar inn-
anhússarkitekts og Sigríðar Heimisdóttur iðnhönn-
uðar. S3
Davíð Héðinsson, rekstrarstjóri verslunar Húsasmiðjunnar, í hinni nýju verslun,
Eldhús og bað í Skútuvogi. FV-mynd: Geir Ólafsson.
Ahugasamir við-
skiþtavinir í bás
Netverks í Ham-
borg á SMM 98.
Talið frá vinstri:
Sigurður Hrafns-
son frá Netverk,
Wolfram Kantorek
frá T-Mobile og
Georg Chr. Wen-
ger, forstjóri
T-Mobile, sem er
farsíma- og gervi-
hnattadeild
Deutsche Telekom.
NETVERK Á KAUPSKIPASÝNINGU
yrirtækið Netverk tók á dögun-
um þátt í stærstu kaupskipasýn-
ingu í Evrópu, SMM 98 sem
fram fór í Hamborg. Þar kynnti Netverk
hugbúnaðinn Marstar sem það íram-
leiðir og auðveldar skipum samskipti
gegnum gervihnetti. Marstar hugbún-
aðurinn var í raun kynntur á þremur
básum því auk báss Netverks var hann
að finna á bás sænska símafyrirtækisins
Telia-Mobiltel, sem gert hefur samning
við Netverk, og einnig hjá Inmarsat en
það fyrirtæki á og rekur samnefnt kerfi
gervihnatta sem flest stærri fiskiskip og
farskip nota. Marstar er sniðið að notk-
un Inmarsat. S3
É T T I N G
au leiðu mistök urðu í síðasta tölublaði
Frjálsrar verslunar, bókinni 100
stærstu, að í veltutölum ferðaskrif-
stofa, annarra en Samvinnuferða-iandsýnar,
var umboðssala farmiða talin til veltu en ekki
aðeins umboðslaunin eins og reglur Frjálsrar
verslunar kveða á um. Þetta leiddi til ofmats á
veltu hjá öðrum ferðaskrifstofum en Samvinnu-
ferðum-Landsýn. Fyrir vikið varð ferðaskrif-
stofulistinn ósamanburðarhæfur. A listanum
var velta Úrvals-Utsýnar sögð vera 2.604 millj-
ónir (með umboðssölu) á móti 1.834 milljóna
króna veltu Samvinnuferða-Landsýnar. Rétt
veltutala fyrir Úrval-Útsýn, þ.e. án umboðssöl-
unnar, var hins vegar 1.985 milljónir á síðasta
ári - og sú tala er samanburðarhæf við tölu Sam-
vinnuferða-Landsýnar. Mistökvoru einnigvarð-
andi fjölda ársverka hjá Úrval-Útsýn. Fyrir vikið
urðu meðallaunin of lág. Réttur fjöldi ársverka
hjá Úrval-Útsýn var 77 en ekki 110 eins og stóð
í bókinni - og rétt meðallaun voru því rúmar 2
milljónir á ári en ekki rúmar 1,4 milljónir eins
þau birtust. Fyrirtækin eru beðin velvirðingar á
þessum mistökum. 33
Gæðahirslur á góðu verði.
Fagleg ráðgjöf og þjónusta.
®?Olnasmiöjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100
íi