Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 12

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 12
Katrín Guömundsdóttir hafði umsjón með þýðingu Þróunar á Axaþta. FV-mynd: Geir Ólafsson. að getur oft verið erfitt að þýða er- lendan viðskiptahugbúnað yfir á íslensku. Að þessu komst Katrín Guðmundsdóttir hjá Þróun þegar hún stýrði þýðingunni á viðskiptahugbúnaðin- um Axapta yfir á islensku en þeirri vinnu lauk á dögunum. Til að auðvelda þýðing- una og tryggja samræmi í henni var gripið til þess ráðs að þróa hugbúnaðarkerfi og byggja upp sérstakt hugtakasafn inni í því. FRÉTTIR SNÚIÐ AÐ SNÚA Að sögn Katrínar reyndist uppbygging þessa safns oft erfið þar sem íslensk hug- tök voru ekki alltaf til yfir erlendu hugtök- in - eða þá að stöðlun skorti. Þetta á við um flesta hluta kerfisins, bæði Ijárhags- hluta þess sem og birgða- og framleiðslu- hlutann. Tökum nokkur dæmi. Hvernig á að þýða, Account number”? Hérlendis er tal- að um bókhaldslykil, reikningsnúmer eða reikningslykil. „Vendor” erýmist nefndur lánardrottinn, birgi eða birgir. „Customer” er nefndur viðskiptamað- ur, viðskiptavinur eða skuldunautur. I birgðahaldi er á ensku talað um „coverage” en það hugtak er hreinlega ekki til á íslensku. Þess má geta að Katrín þýddi það „þekju" í samráði við Pál Jens- son prófessor. 33 HEIMILISTÆKITAKA VIÐ TOSHIEA I » □ eimilistæki hafa tekið við umboðinu fyrir Toshiba ljósritunarvélar og faxtæki. Toshiba var stofnað 1875 og er 37. stærsta fyrirtæki heims með 180 þúsund starfs- Nýverið var skrifað undir samning milli Heimilistækja og Ríkis- kaupa um kaup ríkisfýr- irtækja á ljósritunarvél- um sem mun renna styrkari stoðum undir sölu og þjónustu á ljós- ritunarvélum hjá Heim- ilistækjum. 33 Prentstofa Reykjavíkur keyþti nýlega af Heimilistœkjum eina stœrstu og fjölhœfustu Ijósritunarvél sem Toshiba framleiðir og hefur vélin fengið sérstök verðlaun. A myndinni standa Finnur Karlsson hjá Heimilistœkjum (t.v.) og Hilmar Ragnarsson, framkvœmdastjóri Prentstofu Reykjavíkur, við griþinn. FV-mynd: Geir Ólafsson. ý heimasíða Talna- könnunar er kom- in á Netið undir slóðinni www.talnakonnun.is Þar er að finna upplýs- ingar um starfsemi Talna- könnunar, eldri tölublöð af Vísbendingu, valdar greinar úr Frjálsri verslun og umfjallanir um íslensk fyrirtæki úr Islensku at- vinnulífi. Netveijar þurfa því að- eins að þrífa músina til þess að komast í beint samband við Talnakönn- un og fræðast um öfluga og vaxandi útgáfustarf- semi fyrirtækisins. 33 „Elegant“ hádegisverður Fundir, móttökur og veisluþjónusta. Sími: 551 0100 Fax: 551 0035 Jómfrúin smurbrauðsveitingahús • Lækjargata 4 Jakob Jakobsson smprrebrpdsjomfru I 1 Uan°Pmn: ■ ll°°-18.00 Ulk*>ga. ATH! Leigjum út salinn fyrir f'undi og einkasamkvæmi eftir kl. 18.00. 12

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.