Frjáls verslun - 01.09.1998, Page 18
SÝNISHORN AF
,Við eigum kvótann!
Hann keyrir núna herferð fyrir
útgerðarmenn...
ÓLAFUR RAGNAR GRIMSSON
... var ímyndarfrœðingur Ólafs Ragnars
Grímssonar i forsetakosningumnn ...
... oghefur w.rið áróðursmeistarí
mjólknriðnaðarins ttm árabil.
talsverðum vinsældum en Gunnar Steinn
seldi fyrirtækið, nýir eigendur náðu þó
ekki að halda siglingunni lengi áfram.
Gunnar Steinn stofnaði einnig bókaútgáf-
una Nótt, ásamt æskuvini sínum Herði
Sigurðarsyni, árið 1985. Þeir félagar gáfu
út fjórar ágætisbækur sem seldust þó
fremur treglega og segir sagan að Gunn-
ar Steinn hafi strax á annan í jólum endur-
skirt fyrirtækið og kallað það “bókaútgáf-
una Svartnætti” um leið og hann sór þess
dýran eið að koma ekki nálægt bókaút-
gáfu framar!
GBB auglýsingaþjónustan gekk hins
vegar afar vel og munaði bæði um sterkan
kúnnalista Auglýsingaþjónustunnar og
ágæta fjárhagsstöðu GBB. Nafnbreytingin
yfir í Hvíta húsið undirstrikaði vel heppn-
aða sameiningu enda þótt fyrirtækið fengi
sinn skammt af þrengingum nokkrum
árum síðar. Gunnar Steinn var á þessum
árum virkur þátttakandi í alþjóðlegu sam-
starfi auglýsingastofa og kynntist þar nýj-
um straumum í faginu. Hann varð sérstak-
lega áhugasamur um samverkandi þætti
auglýsinga og almannatengsla (PR) og var
drifflöðrin í stofnun almannatengslafyrir-
tækisins Athygli, sem Hvíta húsið var stór
hluthafi í til að byrja með. Um svipað leyti
var Gunnar Steinn í fararbroddi hóps
áhugamanna og ijárfesta sem hugðust
stofna nýtt dagblað á grunni Þjóðviljans,
Alþýðublaðsins, Timans og Sjónvarpsvísis
Stöðvar 2 og einungis hársbreidd munaði
að nýr “morgunblaðsrisi” liti dagsins ljós
eftir mikla og vandaða undirbúningsvinnu.
EINN FYRIR ALLA
Hugur Gunnars Steins var því kominn á
víðara svið en rekstur venjulegrar auglýs-
ingastofu byggðist á. PR-verkefnum hans
íjölgaði og að því kom að hann steig skref-
ið til fulls, sagði skilið við félaga sína í Hvíta
húsinu árið 1994 og haslaði sér nýjan völl
sem ráðgjafi á sviði kynningarmála. I árs-
byrjun 1995 stofnaði hann einkahlutafélag-
ið GSP-almannatengsl, seldi um 30% hlut
sinn í Hvíta húsinu til samstarfsmanna
sinna þar og flutti sig niður á næstu hæð
fyrir neðan Hvíta húsið í Brautarholti 8.
Þar rak hann starfsemi sína til að byrja
með í einu rúmgóðu herbergi á bak við
nuddstofu sem þarna var til húsa en síðan
keypti hann þennan hluta hæðarinnar og
endurskipulagði utan um rekstur sinn.
Upphafleg hugmynd hans var að starfa
þar nánast einn og vinna við ráðgjöf og al-
mannatengsl í víðum skilningi orðsins. Síð-
an ætlaði hann að fá einstakar auglýsinga-
stofur til samstarfs um einstök verkefni eft-
ir því sem hentaði hverju sinni því auglýs-
ingastofur eiga allar sína sfyrkleika og
veikleika. Ágætlega heppnað samstarf var
við Hvíta húsið um mjólkurauglýsingar en
þegar viðskiptavinum GSP ljölgaði sáu
auglýsingastofur sæng sína uppreidda og
settu honum stólinn fyrir dyrnar. Sáu þær
fram á að ef fram héldi sem horfði gæti
Gunnar Steinn leyst til sín umtalsverð við-
skipti og knúið stofurnar til að vinna með
afsláttarkjörum sem í senn rýrðu afkomu
auglýsingastofanna og drægju úr vægi
þeirra sem ráðgjafa um markaðs- og kynn-
ingarmál. A sameiginlegum fundi er talið
að auglýsingastofurnar innan SIA hafi
sammælst um að hafha samstarfi við GSP.
Afleiðingarnar eru þær að í dag starfa yfir
20 manns fyrir GSP almannatengsl og lík-
ist fyrirtækið stöðugt meira hefðbundinni
auglýsingastofu í stað þess smávaxna ráð-
gjafafyrirtækis sem Gunnar sá fyrir sér í
upphafi. Kunnugir segja reyndar að Gunn-
ar Steinn sé meiri aðdáandi góðra auglýs-
inga en hann vill vera láta og að þrátt fyrir
allt séu það mjólkurauglýsingar margra
undanfarinna ára sem hann sé ánægðastur
með á faglegum grunni. Sérstaklega er
Gunnar stoltur af hugmyndinni um að láta
Mjólkursamsöluna taka íslenskt mál upp á
sína arma og þar á hann sér drauma um
fjölmörg ný viðfangsefni á komandi árum.
GUNNAR STEINN 0G FORSETINN
Af öðrum ráðgjafarverkefnum er eng-
inn vafi á að það sem hann er persónulega
stoltastur af er starf hans við framboð
Olafs Ragnars Grímssonar til forseta 1996.
Gunnar Steinn þekkir Olaf Ragnar ffá
fornu fari en við þetta verkefni var hann
hugmyndafræðingur á bak við kynningu,
framkomu og auglýsingar. Þetta fól í sér að
meðan kosningabaráttan stóð yfir sat
Gunnar í sérstöku herráði ffamboðsins
sem hittist á hverjum degi. Asamt Olafi
Ragnari og Gunnari áttu sæti þar Einar
Karl Haraldsson og Mörður Arnason, fyrr-
verandi ritstjórar Þjóðviljans. Þannig var
Gunnar Steinn sá eini í herrráðinu sem
ekki hafði setið í ritstjórastól Þjóðviljans.
Þeir sem fylgdust með kosningabaráttunni
muna ef til vill að mjög var vegið að forseta-
efninu vegna pólitískrar fortíðar þess. Við-
brögðin voru jafnan á þann veg að menn
sögðust vilja tala um ffamtíðina en ekki for-
tíðina. Menn Olafs tóku aldrei upp neinn af
þeim stríðshönskum sem kastað var til
þeirra. Þetta segja menn að hafi verið lyk-
illinn sem Gunnar Steinn lagði til og þurfti
18