Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 22

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 22
STJÓRNUN Ungu Ijónin á Akureyri, Eiríkur Jóhannsson, 30 ára, kauþfélagsstjóri KEA, og Guðbrandur Sigurðsson, 37 ára, forstjóri Utgerðarfélags Akureyringa, UA. Um það bil sex þúsund Akureyringar, eða ríflega þríðjungur bœjarbúa, reiða sig á að þeir standi sig í stykkinu. FV-mynd: Geir Olajsson. Akureyri búa rúmlega 15 þúsund manns. Þar er fjölbreytt og lifandi atvinnulíf en tvö fyrirtæki hafa þó sérstöðu. Annars vegar er Kaupfé- lag Eyfirðinga, KEA, sem er með um 1.200 manns í vinnu og hins vegar er Utgerðar- félag Akureyringa sem hefur um 350 manns í vinnu. Samanlagt má reikna með að um 6.000 manns á Akureyri reiði sig á afkomu þessara tveggja fyrirtækja, en það er rúmlega þriðjungur bæjarbúa. Þessi tvö fyrirtæki eiga að vissu leyti sameiginlegan bakgrunn að því leyti að UA var upphaflega stofnað sem bæjarút- gerð og má segja að fyrirtækið hafi verið það til skamms tíma. Kaupfélagið er sam- vinnufélag og stendur því á grunni félags- legra hugsjóna rétt eins og UA gerði á sín- um tíma. Þessi tvö fyrirtæki eiga það sameigin- legt að við stjórnvöl þeirra sitja ungir menn. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri UA, tók við fyrirtæki í erfiðleikum og er nokkra TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson MYNDIR: Geir Ólafsson langt kominn með að rétta rekstur þess af og koma því á réttan kjöl á ný eftir erfiða endurskipulagningu. Eiríkur Jóhannsson, nýráðinn kaupfélagsstjóri KEA, hefur í rauninni tekið að sér svipað verkefni, það er að koma rekstri kaupfélagsins á traust- ari grunn en hann stendur á í dag. Þessir ungu menn bera mikla ábyrgð og saman hafa þeir Akureyri í hendi sér, að minnsta kosti skiptir frammistaða þeirra verulegu máli fyrir þúsundir AkurejTÍnga. Fijáls verslun heimsótti ungu ljónin á Akureyri og spurði frétta. S9 UNGU LJÓNIN Á AKUREYRI Þeir stýra risunum á Akureyri, KEA og ÚA, og voru ráðnir til að snúa þessum frœgu fyrirtœkjum úr vörn í sókn. Þriðjungur Akureyringa reiðirsig á að þeir standi sig! 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.