Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 23

Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 23
aupfélag Eyfirðinga á Akureyri er meðal elstu fyrirtækja landsins, stofnað 1886. Þar situr við stjórn- völinn liðlega 30 ára gamall kaupfélags- stjóri sem er með yngstu mönnum í þeirri stétt. Á Akureyri búa um 15.000 manns og má telja víst að um 8.000 manns séu úti á vinnumarkaðnum. Eiríkur segist vera nokkuð viss um að í kringum 1.000 þeirra séu að vinna hjá KEA. Heildar- fjöldi ársverka hjá KEA er meiri en þar eru taldir með starfsmenn sem búa utan Akureyrar. Sé miðað við hefðbundna fjöl- skyldustærð má því segja að 3.800 - 4.000 manns á Akureyri eigi afkomu sína undir því að KEA gangi vel. Þetta eru 12%-14% bæjarbúa. Það má segja að Eiríkur byrji á toppn- um hjá KEA því fyrirrennarar hans í starfi komu allir í stól kaupfélagsstjóra úr öðrum störfúm fyrir kaupfélagið. Eiríkur kemur utan ffá, úr starfi útibússtjóra Landsbank- ans á Akureyri, og þrátt fyrir að vera inn- fæddur Akureyringur er starf kaupfélags- stjóra fyrsta starf hans fyrir KEA. EIRÍKUR VEKUR ATHYGLI Eiríkur hefur á aðeins hálfú ári vakið nokkra athygli í starfi sínu af ýmsum ástæðum. Ein er sú að hann hvatti félags- menn KEA til þess að íhuga leiðir til þess að breyta félaginu í hlutafélag. í fram- haldinu var sett á laggirnar nefnd sem mun í haust kynna félagsmönnum á deildarfundum hugmyndir og leiðir í þessu efni. Önnur er sú að Eiríkur setti fram þá skoðun að ef til vill væri ákveðin hag- kvæmni fólgin í því að sameina kaupfélög á landsbyggðinni. Þeirri hugmynd var mætt með kurteisi i bland við nokkra andúð en fáir urðu til þess að taka undir það af ná- grönnum hans. Þriðja ástæðan sem beint hefúr athygli landsmanna að KEA undir stjórn Eiríks er síðan innrás KEA-Nettó á matvörumarkað- inn í Reykjavík. Þegar KEA-Nettó var opn- að í Mjóddinni var nýlega búið að selja verslanir Hagkaups/Nýkaups og sameina þær Bónusverslunum undir merkjum Baugs. Síðan hefur geisað stríð á matvöru- markaðnum í Reykjavík. Þótt KEA sé talsvert fyrirferðarmikið í atvinnulífinu á A]?ureyri er rétt að rifja upp að starfsemi þess hefur heldur verið að dragast saman. I dag rekur KEA ijórar matvöruverslanir á Akureyri en eitt sinn voru þær 10 talsins. Vöruhúsi KEA hefur Eiríkur Jóhannsson hefur tekið við stjórntaumunum í Kaupfélagi Eyfirðinga aðeins rúmlega þrítugur að aldri. Hugmyndir hans hafa þegar vakið athygli og jafnvel hörð viðbrögð. RAÐINN TIL AÐ STUNDA VIÐSKIPTI Eiríkur Jóhannsson, yngsti kaupfélagsstjóri KEA frá upphafi, segir engin sérlögmál gilda um KEA. Það sé í viðskiptum og verði að standa sig. Önnur lausn sé ekki til! verið lokað og nýir aðilar hafa tekið við rekstri Hótels KEA. NEIKVÆTT 0G JÁKVÆTT „Eg þarf auðvitað ekki að ganga langt eftir götunum hérna til að rekast á einhvern sem er beint eða óbeint tengdur KEA. Við erum stærsti vinnuveitandinn hérna í bæn- um. Eg er innfæddur Akureyringur og tel að ég skynji vel þá sérstöðu sem KEA hefur í samfélaginu, bæði í krafti stærðar sinnar og sögu,“ segir Eiríkur í samtali við Fijálsa verslun. Við sitjum með kaffi undir súðinni í KEA í hjarta Akureyrar. Þar hefur verið innréttaður lítill fundarsalur sem heitir Bað- stofan - „til að minna á upprunann," segir Eiríkur, enda líklegt að KEA hafi verið stofnað undir súð. „Það myndast oft í kringum kaupfélagið tveir pólar. Annar er jákvæður og styður sitt félag á hveiju sem gengur. Hinn er heldur neikvæðari og horfir gagnrýnni augum á reksturinn. Það er mín tilfinning að þegar á móti blæs beri meira á þeim já- kvæðu og þeim fjölgi. Eg held að í dag hafi menn hér áttað sig á því að hvort sem félagið heitir KEA, ÚA eða Samherji þá eru það hagsmunir bæjar- ins að félagið gangi vel.“ Er nokkur hörgull á rekstrarráðgjöf á götum bæjarins fyrir nýjan kaupfélagsstjóra? „Það eru margir sem virðast treysta sér til að stýra kaupfélaginu frá götuhorninu. Eg var í þeim hópi til skamms tfrna. Eg hlusta á góð ráð en ég er ekki virkur í neinu félagslífi þannig að ég heyri kannski ekki svo mikið af henni. Þegar ég var að vinna í Landsbankan- um þá hélt ég mér viljandi fyrir utan alla klúbbastarfsemi og mun halda því áfram enda tíminn takmarkaður." Eins og nærri má geta byggir KEA á GALLAR SAMVINNUFÉLAGA Gallinn við samvinnufélagsformiö er sá að við getum ekki stækkað eininguna með samruna við önnur félög. Þegar tvö hlutafélög sameinast er hægt að borga eigendur annars út með hlutabréfum í nýju og stærra fyrirtæki og þessa leið hafa menn mikið farið, í sjávarútvegi t.d. Ef samvinnufélag vill sameinast hlutafélagi verður það borga með peningum og til lengri tíma litið höfum við ekki efni á því. ■a 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.