Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Page 29

Frjáls verslun - 01.09.1998, Page 29
Undir stjórn Guðbrands hefurfyrirtœkið gengið í gegnum mikla endurskipulagningu. ENDURSKOÐUM HLUTASKIPTIN Á aðalfundi Samtaka fískvinnslu- stöðva i haust var rætt um hlutaskipta- kerfi sjómanna og sjávarútvegsráðherra líkti því við heilaga kú. Halldór Árnason frá Hornaíirði sagði að kerfið væri ósam- rýmanlegt annarri hagræðingu i sjávarút- vegi. Hvert er þitt álit? „Eg held einfaldlega að það sé kom- inn tími til að endurskoða hlutaskipta- kerfið. Það þarfnast skoðunar eins og annað í samfélaginu í dag. Eg tel að kerf- ið komi í veg fyrir að hagræðing í sjávar- útvegi nái út á sjó. Við gætum fjölgað um borð í fiystitogurum og gert margt fleira í hagræðingarskyni. Við gætum unnið miklu meira úti á sjó með því að hafa 34 menn um borð í stað 26 eins og Færey- ingarnir gera. Eg veit að samkeppnisþjóðir okkar nota flestar kerfi sem styðst við aflaverð- mæti en tel að misjafnt sé hve hlutur þess er mikill. Þannig veit ég að t.d. í Þýska- landi ræður aflinn ekki eins stórum hlut af launum sjómanna og þeir fá því meira í sinn hlut þegar lítið veiðist en hér en samsvarandi minna þegar vel veiðist. Eg veit að stór hollensk skip, sem veiða upp- sjávarfisk, borga um 24% aflaverðmætis í laun meðan íslensk nótaskip greiða um 34% og frystitogarar rúmlega 40%. Eg vil hinsvegar taka fram að ég tel að sjómenn eigi skilið góð laun og þeir séu ekki alltaf ofhaldnir. Það þarf hinsvegar að ræða málin.“ KVÓTAÞINGIÐ BJARNARGREIÐIVIÐ SJÓMENN Það er mikið rætt um nýlega löggjöf um Verðlagsstofú skiptaverðs og Kvóta- þing sem sett voru í vor til þess að leysa kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna og komu tíl framkvæmda í byrjun sept- ember s.l. Hvert er þitt álit á þessari laga- setningu? „Mér sýnist þessi lagasetning hafa verið óskaplegur bjarnargreiði við sjó- menn. Það er hætt við að þetta leiði til fækkunar skipa og að fjöldi sjómanna missi vinnuna. Það er líklegt að smærri bátar sem hafa reitt sig á viðskipti af þessu tagi dragi sig í hlé og verði seldir. Það leiðir til fábreyttari útgerðar sem ég tel slæmt og það leiðir líklega einnig til verðfalls á bátaflotanum vegna offram- boðs.“ Hefur þessi lagasetning haft áhrif á rekstur Utgerðarfélagsins? „Hún hefur gert það því við höfum unnið talsvert með öðrum útgerðum, s.s. Vísi í Grindavík, og fengið fisk frá þeim og ýmsum öðrum. Á fyrstu átta mánuð- um þessa árs keyptum við um 1.500 tonn á markaði eða í beinum viðskiptum. Það má heita að þessi viðskipti liggi niðri og algert öngþveiti ríki á markaðn- um. Við verðum að bíða og sjá. Það er eini leikurinn í stöðunni. Almennt hef ég talið að viðskipti á Kvótaþingi yrðu til þess að lækka verð á kvótanum. Hlut- verk Verðlagsstofu er svo yfirgripsmikið að það ætti að vera nægilegt aðhald til þess að útgerðir séu ekki að svíkja og pretta starfsmenn sína til sjós. Því meiri höft sem eru á viðskiptum með kvóta og fisk þvi líklegra er að þessi lög skaði sjávarútveginn og skerði sam- keppnisstöðu hans. Eg er sammála þeim sem segja að 50% veiðiskylda útgerðar- manna, sem var hluti af þessum lögum, muni hafa miklu meiri áhrif þegar fram í sækir en ákvæðin um t.d. Kvótaþing. Áhrif þess munu knýja smærri útgerðar- rnenn til að hætta. Þetta getur gerst á til- tölulega skömmum tlma.“ Benda þessi skýru mótmæli úr grein- inni tíl þess að forsenda lagasetningar- innar hafi fyrst og fremst verið pólitísk? ,Já það virðist vera. Stjórnmálamenn mátu það svo. Það stefndi í mjög hörð átök í miðju góðæri og það þorði enginn að taka ábyrgð á því að slökkva á því.“ Má halda því firam að staða þín hér á Akureyri sé mjög ólík því sem hún væri ef þú værir að stýra jafhstóru fyrirtæld í Reykjavík? „Eg skal ekki segja um mig persónu- lega en gengi UA skiptir auðvitað meira máli hér á Akureyri en gengi jafnstórs fyrirtækis í Reykjavík. Margir láta sig það miklu varða og hafa skoðanir á því hvernig eigi að reka fyrirtækið en ég verð ekki svo mjög var við það.“ Nú tala margir um góðæri í sjávarút- vegi. Eru þetta bestu tímar í sjávarútvegi á síðari árum? „Það gengur ágætlega um þessar mundir en ef maður skoðar tölur frá fyrri árum þá sýnist mér að afurðaverð hafi verið hærra árið 1991.“ 33 HLUTASKIPTAKERFIÐ KEMUR í VEG FYRIR HAGRÆÐINGU Ég held einfaldlega aö þaö sé kominn tími til að endurskoða hlutaskiptakerfiö. Þaö þarfnast skoöunar eins og annað í samfélaginu í dag. Ég tel aö kerfið komi í veg fyrir aö hagræöing í sjávarútvegi nái út á sjó. Viö gætum fjölgaö um borö í frystitogurum og gert margt fleira í hagræöingarskyni. 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.