Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 46

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 46
■mra Sören Langvad aðaleigandi ístaks, ásamt Páli Sigurjónssyni forstjóra. HVER ER SÖREN LANGVAD? ören Langvad forstjóri og aðaleig- andi E. Pihl&Sön er mikill ís- landsvinur. Hann er samt enginn venjulegur íslandsvinur því hann er hálfur Islendingur og sumir myndu segja rúm- lega það. Sören er fæddur 1924 sonur Kay Langvad verkfræðings og Selmu Guðjohn- sen. Selma var dóttir Þórðar Guðjohnsen verslunarstjóra og kaupmanns á Húsavík. Kay Langvad hafði umsjón með bygg- ingu Sogsvirkjunar árið 1937 en 1940 var hann síðan fenginn til að stjórna byggingu Hitaveitu Reykjavíkur 1940 og þá kom öll ijölskyldan til íslands og dvaldi hér öll stríðsárin. Sören tók þess vegna danskt stúdents- próf utanskóla við Háskóla íslands og lauk einnig fyrrihlutapróli í verkfræði frá Há- skólanum hér. Sören kvæntist Gunvor Lænkholm sem reyndar er einnig af ís- lenskum ættum og dvaldist hér að meira og minna leyti um árabil fyrst við upp- bygginguna við Sogsvirkjun en síðan bæði Irafossvirkjun og Grímsárvirkjun. E.Pihl&Sön vann við gerð Búrfells- virkjunar ásamt fleiri fyrirtækjum og í kjöl- far þeirra framkvæmda var ístak stofnað og hefur starfað síðan. Sören kemur oft til Islands á stjórnarfundi ístaks þar sem hann er formaður og fjölmargir islenskir verkfræðingar hafa starfað hjá E.Pihl&Sön út um allan heim. Tengslin eru einnig ijölþættari þar sem einn af stærstu sjóðum Háskóla íslands er minn- ingarsjóður um Kay og Selmu Imngvad og þar situr Sören í stjórn. Sjóðurinn veitir styrki en hlutverk hans er að efla tengslin milli Islands og Danmerkur. 46 reikna sig niður úr öllu valdi. I sumum verkum t.d. húsbyggingum liggur ljóst fyrir hvað hlutir kosta meðan meiri mun- ur er iðulega á tilboðum í framkvæmdir þar sem hægt er að útfæra lausnir á hátt“ NOKKUR VERKEFNI 1. Virkjun við Sultartanga. 2. Hvalfjarðargöng. 3. Vestfjarðagöng. 4. Ráðhús í Reykjavík. 5. Leifsstöð. ólíkan LEKINN IGONGUNUM Hafið þið lent í miklum vandræðum með verk sem hafa farið algerlega úr böndunum? „Það kom fyrir á okkar fyrstu árum að verk sem við vorum að vinna fór al- veg úr böndum og endaði í gerðar- dómi sem við unnum 99%. Menn reyna að verja sig fyrir áhættum eftir megni. I Vestflarðagöngum lentum við í ófyrir- séðum erfiðleikum vegna vatnsrennsl- is. Þar var ekkert deilt um hver bæri kostnað af þeim. Það mál leystist vel að lokum þar sem ísfirðingar fengu gott neysluvatn. Ég hef sagt í gamni að þarna hafi ég Ioksins leyst mitt fyrsta verkefni sem verkfræðingur þó seint væri. Þegar ég var nýútskrifaður úr verkfræðinni og var starfsmaður Sig- urðar Thoroddsen var ég eitt sinn sendur vestur á ísafjörð til að skoða vandamál sem tengdust neysluvatni en það hefur alltaf verið vandi þeirra. Ég gat ekki útvegað þeim betra vatn þá en nú er búið að leysa málið. Þegar Vestflarðagöngin eru borin saman við Hvalijarðargöng hvað varð- ar vatnsvandamál er ólíku saman að jafna. I Vestflarðagöngum gerðum við ráð fyrir að leka yrði veitt út úr göng- unum og því þyrfti ekki að þétta berg- ið eins mikið. í Hvalfjarðargöngum er ekki svigrúm til þessa svo þar var allt berg þétt jafhóðum svo göngin eru i raun í þéttu röri. Þess vegna voru Hvalfjarðargöng miklu dýrari en hin.“ GUNNLAUGUR SKIPTI UM SKOÐUN Þið hafið oft unnið verk sem hafa verið umdeild af ýmsum ástæð- um, sérstaklega pólitískum. Menn deildu hart um ráðhús og ekki síður um það hvort ætti að gera Hvalfjarðar- ÍSTAK STJORNUN göng. Hvernig virka svona deilur á þá sem eiga að vinna verkið? „Það er skiljanlegt að menn deili. Okkurvitanlega hafa aldrei verið gerð göng undir sjó í jafn ungu bergi og undir Hvalfirði. Ég minn- ist sérstaklega dr. Gunnlaugs heitins Þórð- arsonar sem skrifaði harkalega gegn gangagerðinni en þegar hann var búinn að koma og skoða göngin að verki loknu skrifaði hann aftur og tók fyrri yfirlýsingar sínar til baka. Það var skemmtilegt. Hvað varðar pólitískar deilur þá er það ekki okkar að blanda okkur i það heldur að vinna vel þau verk sem okkur er trúað fyr- ir. Við og samstarfsaðilar okkar tókum í raun mikla áhættu með gerð Hvalfjarðar- ganga. Við gerðum þetta í samvinnu við sænska verktakafyrirtækið Skanska og E. Pihl& Sön í Danmörku og áttum sjálfir lít- inn hlut. Þessir aðilar fjármögnuðu verkið og ef ekki hefði orðið af gangagerðinni af einhverjum ófyrirséðum ástæðum þá hefð- um við setið uppi með skaðann en auðvit- að átt holuna." ÁHÆTTUSÖM STARFSGREIN Þurfa menn að vera svalir í þessari at- vinnugrein og þora að taka áhættu? „Ég tel að menn eigi ekkert endilega að vera svalir en þú verður að vita hvað þú ert að gera. Við tökum áhættu að sjálfsögðu, slíkt fylgir atvinnugrein sem þessari en við reynum að meta áhættuna." Hvað er tæknilega erfiðasta verkefni sem þið hafið tekið að ykkur að vinna? „Hvalijörður kemur óneitanlega fyrst i hugann en Ráðhúsið í Reykjavík var einnig mjög tæknilega áhugavert og flókið því húsið flýtur í raun í Tjörninni. Þar lá fyrir áætlun um hvernig ætti að leysa málið en við fengum verkið á frávikstilboði þar sem gert var ráð fyrir annarri lausn. Við rædd- um við marga ráðgjafaverkfræðinga og söfnuðum saman mikilli íslenskri tækni- þekkingu til að leysa verkið sem tókst vel þrátt fyrir allar hrakspár. Þannig tókum við mikinn þátt í hönnun hússins og svo var einnig í Hvalfirði að við komum mikið að hönnun ganganna. Það færist í vöxt að verkkaupi láti einn

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.