Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 48
I nýrri verslun Boða að Bolholti 6.
FV-myndir: Geir Ólafsson.
Gúmmístimplar halda mýkt
áratugum saman
Vélin er meö 1000 punkta upplausn á
tommu og gæðin því mjög mikil. Þar við
bætist sú staðreynd að gúmmístimplar eru
bestu stimplar sem hægt er að fá, að sögn
Gunnars. í fyrsta lagi eru þeir með mjúkt,
matt yfirborð og flytja þunnt stimpilblekið
betur á milli en polymer stimplar sem henta
vel í plastpokaprentvélar.
í öðru lagi verða polymerstimplar gjarn-
an grynnri en gúmmístimplar og fyllast því
fyrr af óhreinindum. Polymer efnið heldur
áfram að harðna þegar stimplarnir eldast,
en gúmmístimplar halda mýktinni áratugum
saman. „Nýju gúmmístimplarnir úr leiser-
vélinni eru því mun betri en sú vara sem fyr-
ir er á markaðnum," segir Gunnar
Stimplar eru víða notaðir í daglegum
störfum. Fyrirtæki þurfa að stimpla framan
og aftan á ávísanir. Gunnar segir að á sínum
Gæði og góö þjónusta hjá
stimplagerðinni Boða
ikil þróun hefur átt sér stað frá því stimplar voru
settir í blý þar til nú þegar allir stimplar hjá Boða
eru framleiddir úr gúmmíi í nýrri leiservél. Vélin
var keypt til landsins frá Bandaríkjunum í vor og er sú
fyrsta sinnar gerðar í Evrópu, að sögn Gunn-
ars Sigurfinnssonar, eiganda
Boða.
Eftir að blýinu sleppti í stimpla-
gerðinni var fljótlega farið að búa til
stimpla úr polymer plötum. Plöturnar
eru Ijósnæmar og lýst var á þær í
gegnum filmu, síðan voru notuð
ætandi klórefni á þær. Mengun fylgir
þessari framleiðsluaðferð sem þó er
víðast notuð enn. „Við tókum fljótlega
þá afstöðu að leggja okkur fram um ac
vera náttúruvæn og breyttum aðferðunum í samræmi við það og not-
uðum vatnsleysanlegt fljótandi polymer í 6 ár, en leiservélin, sem við
fengum í vor, hefur nú gjörbreytt framleiðsluferlinu auk þess sem hún
gefur okkur færi á að gera margt annað en framleiða hefðbundna
stimpla."
tíma hafi, í samráði vió banka, verið samin sérstök klausa fyrir fram-
salsstimpla á ávísanir. Þar með var áritun óþörf og um ieið var komið
í veg fyrir að hægt væri að framselja glataða ávísun með þessum
stimpli, nema leggja hana inn á reikning eigandans. í þessu felst ör-
yggi og tímasparnaður.
Stimpill á hálftíma
Hjá Boða er hægt að fá gerða stimpla eftir merkj-
um, handskrift og alls konar myndum. Tekið er við
pöntunum í tölvupósti, á faxi, í síma eða í Bolholti 6.
Úti á landi taka umboðsmenn Boða við pöntunum,
setja stimplana heima í héraði, en senda þá svo í
tölvupósti til fullvinnslu. Hægt er að afgreiða stimpla
á allt frá hálfri klukkustund, einum degi eða eftir þrjá
daga. Síðastnefnda afgreiðslan er ódýrust og að
sjálfsögðu er í öllum tilvikum um ekta gúmmístimpla
að ræða."
Boði er með einkaumboð fyrir austurríska stimplaframleiðandann
Colop, sem er einn stærsti stimplaframleiðandi í heimi með yfir 230
starfsmenn og 22 milljóna dollara veltu árið 1997. „Þrátt fyrir stærð-
ina hefur Colop svarað sérkröfum okkar fljótt og vel og var fyrirtækið
til dæmis fyrst til að bjóða dagsetningarstimpla með íslenskum mán-
48