Frjáls verslun - 01.09.1998, Page 52
Þorsteinn Guðbrandsson, framkvœmdastjóri Navis-Landsteina. Fyrir-
tækið er kornungt. „Við lögðum áherslu á öran vöxt og náðum því
með aðstoð góðrar vöru. ”
HÁFLUG NAVÍS-LANDSTEINA
ugbúnaðarfyrirtækið Navís, sem nú heitir Navís-
Landsteinar, jók veltu sína á síðasta ári um 159% og
nam velta síðasta árs um 66 milljónum króna.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Þorsteinn Guðbrands-
son. Navís var stofnað í febrúar 1996. Fyrirtækið býður ráð-
gjöf og þjónustu á sviði tölvu- og upplýsingatækni og selur
viðskipta- og upplýsingakerfið Navision Financials sem
framleitt er af Navision Software í Danmörku. Um 15
stöðugildi voru hjá Navís í fyrra en hjá Navís-Landsteinum
starfa núna um 35 manns.
ÁHERSLA Á ÖRAN VÖXT
„Við lögðum strax áherslu á að ná örum vexti og það
hefúr tekist,” segir Þorsteinn. „Vissulega vegur þar mjög
þungt að við seljum hugbúnað sem nýtur mikilla vinsælda,
Navision-Financials. Ennffemur er breiddin í markaðnum
mikil, við seljum bæði hér heima og erlendis. Ytra seljum
við í gegnum samstarfsfyrirtæki okkar innan Landsteina-
hópsins. Það gerir okkur kleift að vaxa hratt og dreifa jafn-
framt áhættu og álagi.”
Þorsteinn býst við svipaðri veltuaukningu á þessu ári og
í fyrra. Hana má að hluta til skýra með því að Navís sam-
Frosti Bergsson, forstjóri og einn helsti eigandi Oþinna kerfa. „Kauþ-
in á Skýrr heþþnuðust vel og juku veltu samstœðunnar. Engu að síð-
ur jókst velta móðurfélagsins sjálfs, Oþinna kerfa, um 37% á síðasta
ári. Það er einfaldlega mikill vöxtur í tölvu- og uþþlýsingageiranum. ”
FV-mynd: Geir Ólafsson.
einaðist Landsteinum um síðustu áramót. Þeir sem stóðu
að stofnun Navís í febrúar 1996 voru Tæknival, sem átti
helming í fyrirtækinu, Landsteinar, sem áttu ijórðung, og
fjórir starfsmenn, þeirra á meðal Þorsteinn, en þeir áttu
fjórðung. Landsteinar voru frumkvöðlar að stofnun fyrir-
tækisins.
Eignaraðildin að Navís-Landsteinum er núna þannig að
Landsteinar International eiga 50%, Tæknival á um 33% og
þrír starfsmenn afganginn, eða um 17%. Þeir eru Þor-
steinn, Jón Örn Guðbjartsson markaðsstjóri og Jón Hörð-
ur Hafsteinsson, forstöðumaður hugbúnaðarsviðs.
VIÐSKIPTAVINIR í EVRÓPU, ASÍU 0G ÁSTRALÍU
Að sögn Þorsteins selja Navís-Landsteinar kerfi, þjón-
ustu og ráðgjöf hériendis en aðallega þjónustu og ráðgjöf
ytra. Fyrirtækið á núna viðskiptavini í þremur heimsálfum,
Evrópu, Asíu og Ástralíu. Á meðal þekktra viðskiptavina
hérlendis má nefna Ikea á Islandi, Vöku-Helgafell, Ágæti
og Japis. „Viðskiptavinir okkar eru verslanir og fyrirtæki í
þjónustu og inn- og útflutningi, auk nokkurra ríkisstoíhana
eins og Ríkiskaupa. Þessum fyrirtækjum getum við boðið,
auk staðlaðra kerfa í Navision Financials, ýmis sérkerfi og
lausnir sem eru sniðnar að þeirra starfsemi.”
HELSTU KEPPINAUTAR NAVÍS-LANDSTEINA
En hveijir eru helstu keppinautar Navís-Landsteina? „Á
52