Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Page 64

Frjáls verslun - 01.09.1998, Page 64
Þetta fólk mun um nœstu áramót vinna á sama vinnustað þegar Endurskoðun Deloitte & Touche og Stoð-endurskoðun renna formlega saman. Þetta eraðeins hluti af starfsfólki hins sameinaða fyrirtœkis en alls munu um 60 manns starfa hjá því og veltan verður um 290 milljónir króna. FV-myndir: Geir Olafsson. Nýleg sameining Endurskoðunar Deloitte & Touche hf. og Stoðar-endurskoöun- ar hf. endursþeglar breytta tíma hjá endurskoðendum. Stofurnar eru orðnar að stórum fyrirtœkjum og þær stækka. Gamli einyrkinn hverfur þó aldrei! að eru breyttir tímar hjá endurskoðendum. Það eru ekki nema fimmtán ár síðan venjan var sú að langflest- ir endurskoðendur voru einyrkjar. Menn og íyrirtæki höfðu þá „sinn endurskoðanda” sem í yfirgnæfandi tilvikum var karlmaður. Núna eru endurskoðunarskrif- stofúr orðnar að stórum fyrirtækjum sem margir endurskoðendur standa að. Og þetta er ekki lengur bara dæmigert karlastarf - konum hefur fjölgað í stéttinni. Það er líka athyglisvert að útlend heiti eru i auknum mæli komin til sögunnar hjá end- urskoðunarstofum. Og vel á minnst: Gamli einyrkinn mun aldrei hverfa í þessu fagi frekar en stofur af millistærð! Nýleg sameining Endurskoðunar Deloitte & Touche hf. og Stoðar-endurskoðunar hf. (samruninn mun að vísu ekki taka formlega gildi fyrr en um næstu áramót) endurspeglar vel þessa breyttu tíma. Stofurnar eru orðnar að stór- um, alvöru fyrirtækjum sem stækka ört. TEXTI: Jón G. Hauksson 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.