Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 18

Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 18
FORSÍÐUGREIN Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkis- ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, varð sendiherra Islands í Bandaríkjunum í byrjun síðasta árs. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstœðisflokksins og sjávarútvegsráðherra, varð sendiherra Islands í London sl. sumar. lngimundur Sigjusson var í áraraðirforstjóri Heklu. Hann dró sig úr hringiðu viðskiþta- lífsins hér heima og varð sendiherra íslands í Þýskalandi. Kjör sendi Hvers vegna ersvo mikil ásókn íþad ab veróa sendiherra? Laun þeirra eru rúm þeir skattfrjálsar staðaruppbœtur sem nema um 460 þús. á mánudi aó jafnaði. bíl, auk annarra hlunninda. Annað sendiráðsfólk hefur einnig skattfrjáls hlunnindi □ rír þekktir stjórnmálaforingjar hafa á síðustu tveimur árum hætt í stjórnmálum og orðið sendiherrar íslands er- lendis. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, varð sendiherra Islands í Bandaríkjunum, Þor- steinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hætti sem sjávarútvegsráðherra sl. vor og varð sendiherra Islands í London. Svavar Gestsson, fyrrum þingmaður og formaður Al- þýðubandalagsins, lét af þingmennsku og varð sendiherra í utan- ríkisþjónustunni en var falið að gegna starfi aðalræðismanns Is- lands í Winnipeg í Kanada sl. sumar. Nokkur önnur dæmi eru um að stjórnmálaforingjar hafi orðið sendiherrar, eins og Kjartan Jó- hannsson, Eiður Guðnason, Benedikt Gröndal, Einar Agústsson, Guðmundur I. Guðmunds- son, Albert Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen - sem raunar sneri aftur inn í póli- tíkina eftir störf sín sem sendiherra í Dan- mörku. En eru störf sendiherra jafn digrir bitar og ýmis önnur störf sem stjórnmálaforingjum kann að bjóðast, eða sem þeir láta koma sér í, eins og bankastjóra- eða forstjóra- störf í ríkisfyrirtækjum? Þess má geta að 23 sendiherrar eru í ut- anríkisþjónustunni og þar af eru 5 þeirra fyrrrverandi stjórnmála- foringjar. Alls starfa 17 sendiherrar erlendis í ellefu sendiráðum. Hinir sjö eru fastafulltrúar hjá hinum ýmsu fastanefndum Islands ytra. Mikil ásókn í störf í utanríkisþjónustunni á erlendri grundu skýrist að hluta til af ævintýraþrá og óskum eftir að starfa erlend- is um tíma. Ljóst er að stjórnmálaforingjar eiga á margan hátt auð- velt með að vera fulltrúar Islands erlendis - auk þess kann það að henta þeim að hverfa til útlanda eftir erilsamt stjórnmálavafstur. Laun sendiherra Laun sendiherra eru 261 þúsund krónur á mánuði - fyrir ótakmarkaða vinnu. Grunnlaun sendiherra eru ákveðin af Kjaranefnd og eru nánast þau sömu og laun skrifstofustjóra I í Stjórnarráði íslands. Eru TEXTI: Vigdis Stefánsdúttir og Jón G. Hauksson IMYNDIR: Geir Olalsson

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.