Frjáls verslun - 01.09.1999, Qupperneq 19
herra
261 þúsund á mánuði. Hins vegar fá
Jafnframt fá þeir frítt kúsnæði og frían
eins og staðarupþbætur og frítt húsnœði.
þessi laun eitthvað til að sækjast eftir fýrir reynda stjórnmála-
kappa? Dæmi hver fyrir sig. Þetta segir þó ekki alla söguna. Sendi-
herrar fá að jafnaði um 460 þúsund króna skattfrjálsrar staðarupp-
bætur á mánuði, þó mismunandi eftir löndum - og jafngildir það
um 800 þús. kr. á mánuði ef tekjurnar væru skattskyldar. Þetta eru
staðaruppbæturnar í hefðbundnu sendiráði í Evrópu. Þær munu
þó vera eitthvað hærri í Kína og Rússlandi. Staðauppbætur eru í
raun íjölskyldutekjur því þær lækka fái maki sendiherra vinnu í
viðkomandi landi. Auk þess fá sendiherrar að jafnaði frá 50 til 150
þúsund krónur á mánuði í risnu til að mæta útgjöldum til veislna
og móttaka. Gerð er krafa um að þeir skili mjög nákvæmum risnu-
skýrslum. Bústaðir sendiherra eru reisuleg heimili og bera þeir
sjálfir kostnað vegna þrifa á heimilunum sem og fyrir þjónustu-
störf, en veislur eru oft haldnar á heimilum sendiherranna. Full-
yrt er að allt að fjórðungur staðaruppbótanna geti farið í að greiða
laun til þjónustufólks vegna þrifa og veislna. Matvæli og vínföng
geta sendiherrar fengið á lægra verði en almennt gerist þar sem
þeir eiga kost á, ásamt öðru sendiráðsfólki, að skipta við svonefnd-
ar tollvöruverslanir. Ljóst er að risnan dugar í fæstum tilvikum fyr-
ir veislum og móttökum þannig að sendiherrarnir ganga fyrir vik-
ið á staðaruppbætur sínar,
borga með sér, eins og það
heitir. Þá fá sendiherrar
bíla-, síma- og ferðakostnað
greiddan að fullu, auk dag-
peninga á ferðalögum inn-
an síns lands sem og utan -
eins og aðrir embættis-
menn hjá ríkinu. Dagpen-
ingar sendiherra innan
þess lands sem hann hef-
ur aðsetur í eru um 8.500
krónur að jafnaði og ferð-
ist hann á milli landa
nema þær um 20 þúsund
krónum að jafnaði. Enn
er áréttað að upphæðir
kunni að vera eitthvað breytilegar eftir löndum. Laun sendi-
Kjöp sendiíierra - að jafnaði
Laun,
um 260 þús. á mán.
Skattfrjálsar staðaruppbætur,
460 þús. á mán.
Risna tíl veisluhalda og móttaka
um 50 til 150 þús.ámán.
Frítt húsnæði.
Frír bíll.
bill er notaður sem sendiráðsbíll í leiðinni.
Frír sími.
Eiga kost á að panta vín og matvæli
úr tollvöruverslunum.
Úr pólitík í sendiherrastörf
Fyrir utan þá Jón Baldvin, Þorstein og Svavar eru nokkur önnur dæmi um að stjórnmálatoringjar hafi orðið sendiherrar, eins
og Kjartan Jóhannsson, Benedikt Gröndal, Einar Ágústsson, Albert Guðmundsson, Eiður Guðnason, Guðmundur í. Guð-
mundsson og Gunnar Thoroddsen - sem raunar sneri aftur í hið pólitíska vafstur eftir störf sín sem sendiherra í Danmörku og
varð forsætisráðherra.
19