Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 41

Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 41
samið og þar til það er selt í plötubúð, spil- að í útvarpi eða flutt opinberlega á annan hátt. Smásalan í hljómplötum ein og sér veltir rúmum einum og hálfum milljarði á þessu ári. Á undanförnum árum hefur hljómplötu- salan hér á landi vaxið um 8-12 prósent á ári og er sá vöxtur hraðari en víðast erlendis. Ekki er búist við að vöxturinn haldist svo mikill á þessu ári og nefnir Steinar sem skýringu að geisladiskavæðingin sé að ná mettun, áhugamál séu að verða dreifðari og ný tækni að halda innreið sína. „Eg held að salan hafi færst meira inn í landið og þjónustustig smásölunnar hafi batnað á undanförnum árum. Erlendis er plötum skipt í þrjá verðflokka, sem við höf- um kallað fullt verð, betra verð og kjara- verð. Það eru þýðingar á ensku heitunum „full price“, „mid price“ og „budget price". Markaðurinn á íslandi hefur íýrst og fremst verið fyllsta verðs, eða „full price“ markaður. Þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum. Nýir aðilar hafa komið inn og selt ódýrari plötur, til dæmis stór- markaðirnir. Þeir hafa komið sem viðbót. Vel má vera að við séum að ná ákveðinni mettun, ég veit það ekki, en við rétt höldum sjó fyrstu sex mánuði ársins miðað við í fyrra,“ segir hann. Gert Út frá íslandi Steinar hefur haft mik- inn áhuga á útgerð íslenskra útgáfufyrir- tækja erlendis. Hann segir að mikilvægt sé að stuðla að því að sem mest af hugmynda- og tæknivinnunni fari fram hérlendis. Þegar um tónlistarefni sé að ræða eigi þrír aðilar þar höfundarrétt í sameiningu; lagahöfund- ur, flytjandi og útgefandi. Aðalatriðið sé að gæta þess að halda höfundar- og grenndar- réttinum, sem er réttur útgefenda og flytj- enda, innanlands, til að tekjurnar af honum skili sér aftur til landsins. „Ef útgerðin er með höfuðstöðvar sínar á Islandi þá tryggir það einfaldlega það að allar tekjur af réttinum skila sér aftur hing- að. Þetta snýst ekki um að framleiða efnis- lega vöru. Þetta snýst um huglæg réttindi," segir Steinar. „Ef plata er seld einhvers stað- ar í heiminum þá er hún framleidd þar en lokastöð réttarins er hér. Það skiptir mestu máli. Það þýðir að þessir þrír aðilar, höfund- ur, flytjandi og útgefandi, þurfa að vinna saman hér á íslandi, byggja upp grunninn og gera út héðan. Ef íslenskur höfundur eða flytjandi gerir samning við erlendan útgefanda þá skila tekjurnar sér aldrei hingað. Þær skila sér í höfuðstöðva viðkomandi útgefanda." Steinar Berg ísleifsson, hjá Sktfunni, segir tœkifœri fyrir hendi til ab stórauka útflutning á ís- lenskri tónlist. Mikilvœgt sé hins vegar að þær tekjur skili sér hingað heim til Fróns en verði ekki að mestu eftir úti. Samstarf og sterk skuldbinding Nú hafa verið fréttir af íslenskum tónlistar- mönnum, eins og Svölu Björgvinsdóttur, sem hafa verið að gera samninga við erlend fyrirtæki. Hvað er það sem þarf? „Svala er á samningi hjá Skífunni sem gerði samninginn fyrir hennar hönd og sinnar. Ákveðin vöruþróun hefur verið í gangi og hefur staðið yfir í þrjú ár. Plata Svölu kemur ekki út fyrr en á næsta ári,“ svarar Steinar. „Það sem þarf er gott sam- starf og sterk skuldbinding viðkomandi að- ila. Almennt talað má lýsa þessu ferli svona: Eftir að vöruþróun lýkur kemur að sam- starfi útgefanda við leyfishafa. Utgefandi framleigir réttindi sín til erlendra aðila. Þeir taka að sér markaðssetningu og sölu, dreif- ingu og allt sem þarf til að koma þessum huglægu réttíndum í fast form, í plötu, spil- un í útvarpi og annað það sem þarf tíl að koma tónlistinni á markað í viðkomandi landi. Erlendu aðilarnir bera af því kostnað og greiða okkur leyfisgjald þannig að gjald- ið fyrir réttindin skilar sér heim.“ Steinar bendir á að miðað við eðlilegar forsendur hér á landi eigi að vera tiltölulega auðvelt að vinna íslenskri tónlist markað. „Það þarf ekki mikið að gerast fyrir utan það að eitt leiðir af öðru. Ákveðin keðju- verkun er í gangi. Ef einn listamaður ryður brautina þá opnast möguleikar fyrir aðra. Þetta hefur að sjálfsögðu orðið raunin með Björk. Það hefur beinst ákveðið kastljós að Islandi vegna hennar og það leiðir til þess að nú eru nokkuð margir möguleikar á hendi,“ segir hann. Söngkonurnar eiga mestu möguleikana Þegar hann er beðinn um að nefna nöfn þeirra tónlistarmanna sem mesta mögu- leika eiga á erlendum mörkuðum að sígildri Tónlistarsjóður „Stjórnvöld verða að koma að þessum málum á sama hátt og þau hafa til dæm- is komið að kvikmyndaiðnaðinum. Þar hefur verið settur á stofn kvikmyndasjóð- ur og þar viðurkenna menn bæði vaxtar- möguleika iðnaðarins og nauðsyn þess að smæð okkar og landfræðileg lega kalli á ákveðinn stuðning.“ Tekjurnartil íslands! „Stefna stjórnvalda hér hefur verið að styrkja einstaka hljómsveitir eða flytj- endur til þess að gera samninga við erlenda útgefendur. Sú stefna er nátt- úrulega að stuðla að atgervisflótta tón- listarfólks frá íslandi. Hún er stór- hættuleg. Ef íslenskur höfundur eða flytjandi gerir samning við erlendan útgefanda þá skila tekjurnar sér aldrei hingað. Þær skila sér í höfuðstöðvar viðkomandi útgefanda." Skapar 1.500 manns vinnu íslenskur tónlistariðnaður er öflug at- vinnugrein, sem skapar atvinnu fyrir um 1.000-1.500 manns frá því að lag er samið og þar til að það er selt í plötubúð, spilað í útvarpi eða flutt op- inberlega á annan hátt. Smásalan í hljómplötum ein og sér veltir rúmum einum og hálfum milljarði á þessu ári. 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.