Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.09.1999, Qupperneq 43
TÓNLIST Selma Björnsdóttir söngkona. „Universal lofar okkur kröftugri markaðs- setningu í Evrópu, einnig er þegar vaknaður verulegur áhugi í Jaþan og Asíu. Vinna við útgáfu í Ameríku er að fara í gang. “ mynd: Ari þessara aðila. Þetta er mjög mikilvægt og má bæta,“ svarar Steinar. Hann bendir á fyrirmynd í Svíþjóð þar sem útgefendur, flytjendur og höfundar lögðu saman í nokkuð sem heitir Musik Export, eða Tónlistar- útflutningsráð, og vinna þar á einum vettvangi. .Algjör for- senda þess að hlutirnir vaxi er að hagsmunaaðilarnir séu allir á sömu blaðsíðu allan tímann," segir Steinar og mælir sterklega með því að aðilar í íslenskum tónlistar- iðnaði stofni svipað útflutn- ingsráð. „Eg er hlynntur því að þessir aðilar tali einni röddu út á við, að menn stilli saman og hafi sömu sýn á þessa möguleika en því miður vantar svolítið upp á að það náist. Þetta er forsenda þess að það sé hægt að nálgast rík- isvaldið og tala saman. Sam- skiptin hafa allt of mikið einkennst af því að hver er að ota sínum tota og viðbrögð ríkis- valdsins eru i samræmi við það. Þess vegna er staðan eins og hún er í dag. Sú hugsun að styrkja íslenskann þekkingargrunn sem geti leitt af sér útflutning á tónlist er einfaldlega ekki til.“ Hann heldur áfram: „Hinn bresturinn eru stjórnvöld sjálf. Þeir ráðherrar sem að þessu koma hafa ekki talað sömu tungu, það vantar skilning þeirra á milli. Alls stað- ar í kringum okkur hafa stjórnvöld séð þessi tækifæri. Eg hef farið á kaupstefnur og tónlistarsýningar og þar hafa iðulega verið staddir ráðherrar til að styðja sitt fólk og kynna sér þessa möguleika,“ segir hann og telur að í rauninni vanti ákveðna stefnumótun frá ríkisvaldinu gagnvart þeim aðilum sem standa að útgáfúmálum. „íslensk útgáfa ber einfaldlega ekki ein kostnað vegna þróunar fyrir erlenda mark- aði,“ segir Steinar og vill meiri styrk og sé- hæfingu fyrirtækja. „Til þess verður ríkið að koma að þess- um málum á sama hátt og það hefur til dæmis komið að kvikmyndaiðnaðinum. Þar hefur verið settur á stofn kvikmynda- sjóður og þar viðurkenna menn bæði vaxt- armöguleika iðnaðarins og nauðsyn þess að smæð okkar og landfræðileg lega kalli á ákveðinn stuðning. Alveg það sama á sér stað í íslenskum tónlistariðn- aði. Hann er algjörlega háð- ur því að íslenskir höfundar og flytjendur geti ferðast til annarra landi, geti haft mikil samskipti við löndin í kring- um okkur og ljarlæg lönd. Utgerð á Islandi verður alltaf dýr og miklu óhagkvæmari en til dæmis í Evrópu þar sem allar vegalengdir eru styttri og samskipti auðveld- ari. Fyrir utan þá staðreynd að heimamarkaðir þessara landa eru það stórir að það verða til öflug fyrirtæki sem geta frekar lagt í útflutnings- víking en fyrirtækin hér heima.“ Rihið stuðlar að atgervis- flótta Steinar telur að það hafi verið stefna stjórnvalda hér að styrkja einstaka hljómsveitir eða flytjendur til þess að gera samninga við erlenda útgefendur. „Sú stefna er náttúru- lega að stuðla að atgervisflótta tónlistar- fólks frá íslandi. Hún er stórhættuleg. Fólk er styrkt til að kaupa sér flugmiða aðra leiðina út og þetta fólk kemur kannski aldrei heim aftur. Almenningur virðist telja að þetta hafi meira að gera með árangur sem tengist þjóðarstolti en raunverulegar viðskiptaforsendur en auðvitað á þetta að tengjast hvort tveggja og getur vel farið saman.“ Þrír eiga höfundarrétt Þegar um tónlistarefni er að ræða eiga þrír aðilar þar höfundarrétt í samein- ingu; lagahöfundur, flytjandi og útgefandi. Aðalatriðið er að gæta þess að halda höfundar- og grenndarréttinum, sem er réttur útgefenda og flytjenda, innanlands, til að tekjurnar af honum skili sér aftur til landsins. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.