Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 63

Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 63
ENDURSKOÐUN semi fyrirtækja sem stunda sambærilegan rekstur og búa við sömu efnahagslegu skilyrði, eins og eftirfarandi tafla sýnir: (Tölur í ECU) Hagnaður Hrein eign Arðsemi Belgía ............ 135 726 18,6% Þýskaland.......... 133 649 20,5% Spánn ............. 131 722 18,1% Frakkland.......... 149 710 21,0% Ítalía ............ 174 751 23,2% Holland............ 140 704 19,9% Bretland .......... 192 712 27,0% En í hveiju liggur þessi munur? Svarið er einkum að finna í efnisreglum sem gilda um mælingar á einstökum eigna- og skuldaliðum. Eitt atriði t.d., sem hefur áhrif í Bretlandi, er það að bresk fýrirtæki hafa mátt færa keypta viðskiptavild fram hjá rekstrarreikningi til lækkunar á eigin fé (þá reglu felldu Bretar að vísu úr gildi á síðasta ári). Með þeim hætti losnar fyrirtækið við afskriftir af viðskiptavild sem það hefur kejipt. Þá hafa sumar þjóðir ekki sett ótvíræðar reglur um færslu eftirlaunaskuldbind- inga sem þýðir að kostnaður vegna þeirra er ekki færður fyrr en við greiðslu hjá sumum þjóðum en þegar til kostnað- arins er stofnað hjá öðrum. Færsla tekjuskatts Dæmi í þessa veru gætu verið miklu fleiri en hér skal aðeins tveimur bætt við. Sumar þjóðir hafa sett reglu um að færa skuli tekjuskatt þegar til hans er stofnað fremur en við greiðslu eða álagningu. Það þýðir að færa verður svonefhdar frestaðar skattskuldbinding- ar, sem geta verið verulegar fjárhæðir, hafi fyrirtæki kosið að beita öðrum regl- um við afkomu- og efnahagsmælingar sínar en kveðið er á um í skattalögum. Hugmyndin á bak við þessar frestuðu skattskuldbindingar er sú að láta bók- færðan tekjuskatt elta það afkomuhug- tak sem notað er við gerð reikningsskila en það þarf ekki að vera hið sama og skattalög tilgreina. I skattalegu tilliti er raunar líklegt að fyrirtæki kjósi að lágmarka skattstofna sína innan ramma laganna, en reglur skattalaganna geta verið á skjön við fyrirmæli ársreikningalaga um að reikningsskil skuli gefa glögga mynd af rekstri og efhahag. Afleiðingin er sú að skattskuld myndast, þ.e. reiknuð skattskuld sem getur orðið greiðsluskyld síðar. Dæmið um Daimler-Benz Hitt dæmið lýtur að færslu ótiltekins kostnaðar til skuldar þegar þannig stendur á að afkoma er mjög góð. Hér ráða ferð grimm varfærnissjónarmið og „skuldin" er síð- an leyst upp þegar illa árar. Þessi háttur hefur tíðkast með þýsku- mælandi þjóðum en blátt bann er lagt við slíkum færslum í reikn- ingsskilum engilsaxneskra þjóða. Því er þetta nefnt að athygli vakti fyrir nokkrum árum þegar þýska fyrirtækið Daimler-Benz fór inn á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Til þess að fá að selja hlutabréf á markaði þar í landi þurfti fyrirtækið að umbreyta reikningsskilum sínum frá þýskum venjum til bandarískra reglna. Niðurstaðan vakti að vonum talsverða athygli í fjármálaheiminum því bókfærður hagnaður fyrirtækisins á árinu 1993 var í þýska reikningnum 615 milljónir marka en breyttist í 1.839 milljóna marka tap samkvæmt bandarískum reglum. Þó að lögmætar skýr- ingar hafi að nokkru leyti verið á þessum mikla mun þá fór það að mestu forgörðum í umræðunni en kröfur urðu háværar um meiri samræmingu í reikningsskilagerð í heiminum. Á árinu 1973 var stofnsett alþjóðleg nefnd (IASC) til þess að vinna að samræmingu reikningsskila í heiminum. Hún fór varlega af stað og fyrstu reglur nefndarinnar báru þess merki að málamiðlun hefði fengist með því að leyfa margar aðferðir til frásagnar sömu atburðum. Nú hefur það hins veg- ar gerst að nefndin hefur gefið út staðla sem eru mun ítarlegri en áður og þar er ekki um kosti að ræða. Raunar hefur nefndin sett sér það markmið að aðeins ein regla skuli gilda en þegar ekki hefur náðst samkomulag um eina reglu eru tvær tilgreindar og önnur vegur þyngra en hin. Verður allsráðandi Eftir Daimler-Benz uppákomuna og fleiri svipuð dæmi, t.d. Norsk Hydro, hefur vegur alþjóðlegu nefhdarinnar aukist verulega og nú blas- ir við að nefndin verði allsráðandi innan fárra ára á þessu sviði. Alþjóðlega nefnd- in fékk það erindi frá samtökum verð- bréfaþinga (IOSCO) að gefa út reglur sem gætu gilt á öllum verðbréfaþingum. Nefndin hefur sinnt því verk- efni með því bæta mörgum nýjum stöðlum við, sem samtökum verðbréfaþinga þótti á skorta, og nú liggur fyrir erindi frá alþjóðlegu nefhdinni hjá þessum sam- tökum um að þau gefi út yf- irlýsingu þess efnis að fyrir- tæki geti samið reiknings- skil eftir reglum alþjóðlegu nefndarinnar og þurfi ekki að sæta því að semja mörg reikningsskil með öllum þeim kostnaði sem af því hlýst. Vænta má svars frá samtökum verðbréfaþinga innan skamms og verði það jákvætt má búast við enn frekari afrekum frá þessari al- þjóðlegu nefnd. Það eru þó einhveijar blikur á lofti um skipan Leynd yfir rekstri fyrirtækja? Hjá sumum þjóðum hvílir mikil leynd yfir rekstri fyrirtækja, t.d. þýskumælandi þjóð- um, jafnvel þótt þau séu í eigu almenn- ings, en markmiðið hjá öðrum er að reikningsskil séu gegnsæ (e. transparent), eins og nú um stundir er vinsælt að segja. Þeir sem lengst eru komnir í þeim efnum eru Bretar og Bandaríkjamenn. Dæmið um Daimler-Benz Niðurstaðan vakti að vonum talsverða at- hygli í fjármálaheiminum, því bókfærður hagnaður Daimler-Benz á árinu 1993 var í þýska reikningnum 615 milljónir marka en breyttist í 1.839 milljóna marka tap sam- kvæmt bandarískum reglum. 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.