Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 28

Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 28
V Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, ergestapenni Frjálsrar verslunar að þessu sinni. Hann skrifar um eiginjjárstöðu fjármála- fyrirtœkja og herta arðsemiskröfu til þeirra - og segir frá athyglisverðri nýjung, svonefndri verðbréfun, sem leiðir til aukinna umsvifa og tekna án bindingar á eiginfé. FV-mynd: Geir Ólafsson. Verðbréfun er athyglisverð leið! Verbbréfun felurþað í sér ab t.d. bankarselja safn sambæri- legra útlána og opnast vib pab leib til aukinna tekna án bind- ingará eigin fé. „Vibskipta- bankar í Evrópu nýta sér verb- bréfun nú í auknum mæli, “ segir Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sem ergestapenni Frjálsrar versl- unar ab pessu sinni. □ róun eiginijárhlutfalls banka og sparisjóða hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Eigin- fjárhlutfall þeirra hefur lækkað nokkuð í kjölfar hratt vaxandi umsvifa. í ársbyrjun 1997 var hlutfallið u.þ.b. 10%, þar af 8% í eiginijárþætti A, (hreinu eigin fé) en um 2% voru víkjandi lán. I júní 1999 hafði eiginijárhlutfallið lækkað í um 9,2%, þar af 7% í eiginfjárþætti A. EiginfjárhlutfaHið er nú að meðaltali eilítið lægra en er að meðaltali hjá viðskiptabönkunum á Norðurlöndum (sjá súlurit). Lækkandi eiginfjárhlutfall hérlendis er í takt við aukna kröfu um arðsemi eig- inijárins og nýtingu þess. Alþjóðlegar eiginijárreglur setja einvörðungu skil- yrði um nægjanlegt („adequate") eigið fé. Há eiginijárstaða er íþyngjandi fyrir arðsemi og í raun óþörf. Miðað við stærð og áhættudreifingu er þó ljóst að eigin- fjárhlutfall banka hér á landi þyrfti að batna um 0,5 til 1% á síðari helmingi þessa árs eða byrjun þess næsta. Með hliðsjón af stöðunni er æskilegast að því marki verði náð með aðgerðum tíl að lækka áhættugrunn, en víkjandi lán þurfa einnig að koma tíl. Með hliðsjón af alþjóðlegri reynslu má ætla að innlendar lánastofnanir setji sér eftírfarandi markmið um eiginfjár- hlutfall, CAD hlutfall: • Alhliða viðskiptabankar 9-11% • Sérhæfðir fjárfestingarbankar 11-13% • Sérhæfð fjármálafyrirtæki 13-15% 28

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.