Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Side 55

Frjáls verslun - 01.10.1999, Side 55
markaðsmAl NTC keðjan (Sautján) leyti þar sem verð á fatnaði hérlendis er að verða æ meira í líkingu við það sem þekkist erlendis. DO re rní Stæhkar í barnafatnaði ber orðið nokkuð á nýrri keðju, Do re mí barnafataverslununum sem á örfáum árum hafa stækkað úr því að vera ein verslun í Vestmannaeyjum í að vera með níu verslanir víða um landið. Þar er boð- ið upp á fremur ódýran barnafatnað og hefur fyrirtækið komist inn á markaðinn á þeim forsendum. Nú eru verslanir Do re mí í Vestmannaeyjum, á Akureyri, Sel- fossi, Egilsstöðum, í Mosfellsþæ, Hafn- arfirði og Reykjavík. Nýburar í Nike Skóm Tiskan leitar sí- fellt neðar og gott dæmi um það eru Nike skór á nær nýfædd börn og íslensk- ur hátíðabúningur karla fyrir ársgamla drengi. Það eru jú að koma jól og bless- aðir drengirnir þurfa sín spariföt. Um skynsemi þess að setja krílin, sem ekki eru farin að standa í fæturna, hvað þá ganga, í slíkan fatnað, skal ekkert um sagt. En þegar ástandið er slíkt að börn- in geta varla mætt í leikskólann nema í merkjafatnaði er illt í efni. NTC-Sautján Uppbygging NTC hefur verið hröð og nýjasta viðbótin sem kom til snemma í haust með kaupum á Evu/Gall- ery/Company mun styrkja stöðu þess enn á markaðnum - sem að öllu jöfnu er ótryggur og þarf lítið til að færast til. Við- skiptavinir eru viðkvæmar sálir og nægir að innréttingar eða afgreiðslufólk falli ekki að hugmyndum þeirra til að þeir hætti ein- faldlega að koma. Með kaupum sínum á Evu, Gallery og Company hefur NTC náð því að vera með verslanir sem höfða til nær allra aldurs- og tískuhópa. Það vantar kannski ofurlítið upp á í efsta klassa, verslanir sem selja mjög vandaðan fatn- að og dýran fyrir fólk sem komið er á og yfir miðjan aldur. Þó er ekki víst að það komi að sök þar sem aldursskilgrein- ingar eru óðum að mást út í fatnaði. Svava og Bolli keyptu Laugaveg 89 og var húsið endurbyggt á glæsilegan hátt og innréttað verslunum á þremur hæð- um. Um líkt leyti keypti fyrirtækið hús- næði það í Kringlunni sem verslunin hafði verið rekin í um skeið - og einnig eininguna sem næst var - og stækkaði Sautján verslunin í Kringlunni þá veru- lega. SMASH í Kringlunni var opnuð í apr- íl 1995 og nokkru síðar á Laugaveginum. Sautján tók og við rekstri verslunarinnar 4you sem var lögð niður sem sjálfstæð eining en vörumerkið er enn til innan Sautján. Deres verslun í Borgarkringl- unni var opnuð á 400 fermetrum og er sú verslun rekin með sérleyfi (franchise) frá Deres í Danmörku. Nú eru verslanir fyrirtækisins fjölmargar - enda áætluð velta þessa árs rúmlega 1,5 milljarðar. „Þegar við komum inn á þennan markað var hann nær eingöngu samsett- ur af litlum verslunum," segir Asgeir Bolli Kristinsson hjá NTC. „Við höfum náð því að sameina fyrirtæki og hagræða vel hjá okkur og með því tekist að lækka vöruverðið umtalsvert. Það er ekkert nema jákvætt við það að fyrirtæki hag- ræði hjá sér og dragi úr kostnaði við skrifstofuhald og innkaup, úr því kemur aldrei nema gott. Hitt er svo annað mál að það lifa ekki allir samkeppnina af enda er það lögmál markaðarins sem ræður.“ Sautján dömufatnaður, Laugavegi Sautján herrafatnaður, Laugavegi Sautján snyrtivörudeild, Laugavegi Sautján skódeild, Laugavegi Sautján, Kringlunni Skóverslun, Kringlunni Smash, Laugavegi Smash, Kringlunni Centrum, Kringlunni Deres, Kringlunni Morgan, Kringlunni Company, Frakkastíg In Wear, Kringlunni Gallery, Laugavegi Eva, Laugavegi Verslanir HÁESS Herragarðurinn, Kringlunni Herragarðurinn, Laugavegi Skóverslun Steinars Waage, Domus Medica Skóverslun Steinars Waage, Kringlunni Toppskórinn, Veltusundi Verslunin Blues, Kringlunni Boss verslunin í Kringlunni (60%) Hanz, Kringlunni VERO MODA Vero Moda, Kringlunni Vero Moda, Laugavegi Jack&Jones, Kringlunni Jack&Jones, Laugavegi Only í Kringlunni. „Ég hef reynslu af því að reka fleiri en eina verslun og er búinn að gera það upp við mig að ég ætli að vinna vel að þessari einu sem hér er; skapa mér sérstöðu á markaðnum og halda henni.“ - Sævar Karl Ólason. „Við erum litlir miðað við heildar- markaðinn en sterkir þegar komið er að vandaðri hluta hans.“ - Sigurjón Þórsson hjá HÁESS. 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.