Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 69

Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 69
VIÐTAL Sævar segir það hafa munað gríðarlega miklu fyrir fyrirtækið að eignaraðildinni var breytt. „Fyrstu sex mánuðina eftir breytingarnar var talsvert meiri velta hjá Kaupingi Norðurlands en allt árið í fyrra og starfsmönnum hefur fjölgað um 50% á tæpu ári. Eg og Sveinn Torfi Páls- son aðstoðarframkvæmdastjóri kom- um því að ffamkvæmdastjórn fyrir- tækisins á áhugaverðum tímamótum í starfsemi þess.“ Framúrskarandi starfsmenn Sævar viðurkennir að hann hafi spurt sig þeirrar spurningar hvort hann ætti að taka starfið að sér. „Eg og Sveinn Torfi ákváðum síðan að slá til eftir örlitla um- hugsun m.a. vegna mikils stuðnings frá þeim sem koma að fyrirtækinu, þ.e. eig- endum og starfsmönnum. Einnig fann ég fyrir því að margir vildu hafa heima- mann við stjórnvölinn. í raun var það ekki aldurinn sem vafðist fyrir mér, ég þekki markaðinn ágætlega, heldur frek- ar að verða stjórnandi; sjá um starfs- mannamál, bókhald og öll þau mál sem tengjast rekstri fyrirtækis. Mér líkar það hlutskipti vel. Stuðningur sam- starfsmanna hefur verið ómetanlegur á þessum tíma. Fyrirtækið er afar heppið með starfsfólk en í þjónustu og þekk- ingarfyrirtæki sem þessu er það mannauðurinn sem skiptír öllu máli; hann fleytir okkur langt. Hópurinn er samheldinn og andinn í hópnum er eins og best verður á kosið.“ Samningur við Aberdeen Því fylgir því mikil vinna að taka að sér vaxandi fyrir- tæki og það krefst mikils skipulags, að sögn Sævars. Hann hefur lagt áherslu á það að menn hafi skýr verksvið og hafi frjálsar hendur innan þess sviðs. „Þegar ég tók við fyrirtækinu vildi ég skipta starfsemi þess í nokkur svið en fyrst og fremst vildi ég auka vægi eignastýring- arsviðsins. Við settum okkur ákveðin markmið í þessum efnum í upphafi fyr- ir árið í heild og erum komin talsvert fram úr þeim í dag. I tengslum við eignastýringuna höf- um við gert samstarfssamning við skoskt sjóðavörslufyrirtæki sem heitir Aberdeen. Við ætlum m.a. að fara að selja þeirra sjóði á íslandi en Aberdeen er með 2 þúsund milljarða íslenskra króna í sinni vörslu í sjóðum og beinni stýringu og hefur því yfirgripsmikla „Það sem hajoi nvuu" starfrækja einstakur árangur s,oðasÞ árangur. tH fjölda alþjóðlegra verálauna jy reynslu í slíkum málum sem nýtist okk- ur vel. Það sem hafði hvað mest áhrif á ákvörðun okkar um að leita eftír sam- starfi við Aberdeen er einstakur árang- ur sjóða sem þeir starfrækja. Þeir hafa tengst nokkrum sjóðum sem unnið hafa til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyr- ir góðan árangur." Ásamt áherslu á eignastýringu er kapp lagt á að stofna nýja verðbréfasjóði hjá Kaupþingi Norðurlands. Sá nýjasti heitír Tækifæri en hann er nýsköpunar- og áhættuijármagnssjóður sem fyrir- tækið er að stofna með sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum á Norð- urlandi eystra og vestra. Honum er ætl- að að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum eða nýjum hugmyndum hjá fyrirtækjum sem teljast arð- vænlegar og eru líklegar tíl að skila góðri arðsemi tíl framtíðar og ýmsum nýsköpunarverkefnum. Miðað er við að eftir þrjú ár verði hann orðinn um 600 tíl 700 milljónir króna. Nýtt nafn: íslensk Verðbréf Vöxtur Kaupþings Norðurlands á árinu hefur verið mikill. „Við erum einmitt að ljúka núna við stefnumótun og útbúa þjón- ustustaðal fyrir fyrirtækið og um ára- mót mun það fá nýtt nafn. Það mun heita íslensk Verðbréf hf. en nafnbreyt- ingin er í tengslum við breytta eignarað- ild að fyrirtækinu þar sem það er ekki lengur í eigu Kaupþings," segir Sævar að lokum og bætír við.fyrir utan það að allur markaðurinn er nú undir og engin miskunn sýnd lengur!“ BD Samningur við Aberdeen „Þegar ég tók við fyrirtækinu vildi ég fyrst og fremst auka vægi eignastýringarinn- ar. Við settum okkur ákveðin markmið í þeim efnum fyrir árið í heild og erum komin talsvert fram úr þeim í dag. í tengslum við eignastýringuna höfum við gert samstarfssamning við skoskt sjóðavörslufyrirtæki sem heitir Aberdeen og ætlum m.a. að selja þeirra sjóði á íslandi." 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.