Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 73

Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 73
Jón Baldvinsson, forstjóri Straums ehf er og bridge. unum, fór í Austur- bæjarskólann, það- an í gagnfræða- skóla Austurbæjar og tók síðan versl- unarpróf úr Versl- unarskóla Islands árið 1964. „Að loknu námi vann ég ýmis skrifstofustörf hjá Eimskip og Haf- skip. Eg varð síðar innkaupafulltrúi hjá gamla Sambandinu (SÍS) en kom árið 1977 inn í Harald ST. Björnsson og hef starfað þar síð- an. Að Haraldi gengnum, keypti ég upp eignir íyrirtæk- isins af erfingjum hans og stofnaði Straum ehf árið 1984. Rekstur fyrirtæk- isins síðastliðin 15 ár hefur verið að mestu leyti upp á við og þá sérstaklega á síðastliðnum flórum árum í því góðæri sem ríkt hefur á íslandi. Fastráðnir starfsmenn Straums eru fjórir eins og áður sagði. Eig- inkona mín vinnur þar hálf- an daginn og sonur okkar, Baldvin, er sölustjóri. Karen Níelsdóttir sér síðan um bókhald og ijármál fyrirtæk- isins.“ Jón eyðir frítíma sínum í áhugamál, sem eru aðallega stangaveiði og bridge. Jón er meðal þekktari stanga- veiðimanna landsins og hef- ur sinnt margvíslegum fé- lagsmálum fyrir stangaveiði- íþróttina. Hann var um 6 ára skeið formaður Stangveiðifé- lags Reykjavíkur og formað- ur Landssambands stanga- veiðifélaga í 3 ár. „Eg er að mestu hættur fé- lagsstörfum en gegni þó for- mennsku árnefndar Norður- ár sem ég tel vera mikla virð- ingarstöðu. Bridge spilaí- þróttin er mér mikið áhuga- mál og ég reyni að spila eins mikið og ég get. Ég hef samt alls ekki getað gefið mér nægan tíma í spila- mikill áhugamaður um stangaveiði FV-mynd: Geir Ólafsson mennskuna sem nauðsyn- legt er til að halda sér í æf- ingu í keppni þeirra bestu á landinu. Ég reyni þó að spila þridge á Netinu til að halda mér við,“ segir Jón. Eiginkona Jóns er Elín Möller, en þau gengu í hjónaband árið 1966. Jón og Elín eiga fjögur uppkomin börn og barnabörnin eru orðin þrjú. „Barnabörnin eru jú einn stærsti kostur- inn við að eiga börn, þvi þau veita manni mikla gleði,“ segir Jón. [£] TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGUROSSON Dón Baldvinsson er forstjóri Straums ehf og jafnframt fram- kvæmdastjóri þess. Hjá Straumi ehf starfa fjórir fast- ir starfsmenn auk lager- og bílstjóra og uppsetningar- manna. Fyrirtækið Straum- ur ehf var stofnað árið 1984 upp úr fyrirtæki sem hét Harald ST. Björnsson s.f. og seldi aðallega tæki og tól fyr- ir steypuiðnaðinn. Straumur ehf þjónar ennþá steypuiðn- aðinum og selur meðal ann- ars allar vélar sem framleiða steypt rör á Islandi. Fyrir- tækið selur einnig gúmmí- þéttingar í allar skolplagnir. A seinni árum hefur aukin áhersla verið lögð á sérhæf- ingu við alhliða lagerlausnir. „Aherslan hjá Straumi ehf er að mestu á lagerinn- réttingar og þjónustu við lagera, en lagerinnréttingar hafa selst ágætlega undan- farin ár og Straumur hefur í dag um 40% markaðshlut- deild á þeim markaði sam- kvæmt upplýsingum um innflutning frá Hagstofu. Góðæri hefur ríkt í landinu á undanförnum árum og þær vörur sem við bjóðum upp á eru einmitt þess eðlis að þær seljast vel þegar góðæri ríkir. Þegar þrengist í búi þá eru þetta vörurnar sem fólk og fyrirtæki byrja að spara við sig. A sama hátt dregur úr sölu á lagerinnréttingum við slíkar aðstæður,“ segir Jón Baldvinsson. Jón Baldvinsson er fædd- ur í Reykjavík þann 6. júní 1944. Hann ólst upp í Hlíð- 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.