Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 74

Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 74
Líf Bergþórsdóttir, 30 ára, markaðsstjóri Tals, hefur töluverða reynslu af störfum erlendis og vann meðal annars hjá Citibank í London í um eitt og hálft ár. FV-mynd: Geir Ólafsson. FOLK starfi alþjóðlegu atvinnu- miðlunarinanr AIESEC, sem starfar aðallega í viðskipta- og hagfræðigeiranum. Sum- arið 1991 tókst mér að kom- ast í vinnu í Tyrklandi á þeirra vegum. Eftir að ég úskrifaðist úr HÍ árið 1994 lá leiðin til London til starfa í fyrirtæk- inu Citibank, en það starf fékk ég í gegnum AIESEC. Eg starfaði þar í eitt og hálft ár og vann þar meðal annars að lokaritgerð minni úr HI. Eg kom aftur heim til Islands 1995 og tók við starfi aðstoð- armarkaðsstjóra hjá Slátur- félagi Suðurlands. Þar starf- aði ég allt þar til mér bauðst starf markaðsstjóra hjá Tal snemma á síðasta ári.“ Líf hefur haft lítinn tíma til frístunda frá því að hún tók til starfa hjá Tal. „Síðasta árið hefur farið meira og minna í vinnu, enda ekki við öðru að búast í þessu ný- stofnaða fyrirtæki. En þegar frístundir gefast þá finnst mér skemmtilegast að ferð- ast, hoppa upp í flugvél og heimsækja önnur lönd. Eg hef sérstaklega gaman af því að skjótast til London og Líf Bergþórsdóttir, Tali íf Bergþórsdótir er markaðsstjóri Tals og hefur verið með í mrkaðssókn fyrirtækisins allt frá stofnun þess. „Þegar mér bauðst starf markaðs- stjóra hjá Tal í febrúar á síð- asta ári var ég ekki sein á mér að taka boðinu. Það er mjög spennandi að geta komið inn í nýstofnað fýrir- tæki og tekið þátt í uppbygg- ingu markaðsstefnunnar frá upphafi,“ segir Líf. „Það er mun erfiðara að koma til starfa hjá fyrir- tæki þar sem allt er í föstum skorðum og takmörkunum háð hverju hægt er að koma í framkvæmd af hugmynd- um sínum. Þess vegna fannst mér spennandi að vera með í markaðsfræðipakka Tals allt frá upphafi. Tal er ört vaxandi fýrir- tæki og að mörgu þarf að huga. Gæta þarf þess að samvinna sé góð á milli deilda fyrirtækisins og að upplýsingaflæðið sé virkt innan deilda þess. Að auki er það mitt hlutverk að sinna markaðsauglýsingum Tals.“ Tmi;teMíflmiMeuBBSgnii—^— Líf Bergþórsdóttir kom í heiminn árið 1969 í Reykja- vík og eyddi æskuárum sín- um í höfuðborginni. „Eg flutti til Akureyrar þegar ég var 7 ára gömul og bjó þar þangað til ég varð 11 ára. Síð- an lá leiðin aftur suður á bóg- inn, en í þetta sinn varð Kópavogur fyrir valinu. Þar gekk ég í Snælandsskóla en síðan lá leiðin í Menntaskól- ann í Kópavogi. Ég útskrifað- ist sem stúdent 1990 og fór síðan í viðskiptafræðinám í Háskóla Islands. I námi mínu þar tók ég virkan þátt í heimsækja þar vini og vanda- menn.“ Líf telur sig hafa frekar hefðbundin áhugamál. „Ég hef gaman af því að fara í bíó eða leikhús og það er alltaf ánægjulegt að borða á góð- um veitingastað. En þau tækifæri gefast allt of sjald- an. Helgunum eyði ég að mestu með syni mínum, Kor- máki, sem er þriggja ára gamall. Þá er vinsælt að bregða sér í Árbæjarlaugina sem er sérlega skemmtileg fýrir fjölskyldufólk," segir Líf. 33 74

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.