Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 24

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 24
PflLL SIGURJÓNSSON MAÐUR ÁRSINS segja upp mörgu fólki vegna þess að verkefnaskortur blasti við. í þessari atvinnugrein er stundum rætt um sex mánaða dauða- kúríuna svonefhdu, en hún merkir að sé verkefnastaðan teikn- uð upp mánuð fyrir mánuð beygi kúrfan niður eftír hálft ár. En svo rekur alltaf einhver verkefni á fjörurnar þannig að kúrfan breytist, lyftíst. Það er afar erfitt að sjá mikið lengra fram í tím- ann en eitt ár, kannski tvö ár, séu virkjanir eða önnur stórmann- virki á döfinni. Að vísu huggaði það mig svolítið þegar fyrirlesari frá danska iðnaðinum var hér á landi fyrir nokkrum árum og sagði að byggingariðnaðurinn væri ekkert einn um að sjá aðeins eitt ár fram í tímann og hafa ekki áskrift að tekjum, þannig væri það í raun hjá yfir helmingi allra fyrirtækja.“ Miklar markaðsrannsóknir Markaðsrannsóknir eru ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir minnst á ístak. Þar er hins vegar mikil vinna lögð í markaðsrannsóknir. I sjálfu sér ætti það ekki að koma á óvart. Til að meta verkefnastöðuna er rýnt fram í tímann og skimað yfir markaðinn. Hann er kort- lagður og gert er nákvæmt yfiriit yfir þær framkvæmdir sem kunna að vera á döfinni hjá fyrirtækjum og hinu opinbera. Það metur síðan umfang þeirra og hvaða líkur séu á að fá þau þeg- ar að útboðum kemur. Til þessa hefur fyrirtækinu vegnað vel í útboðum, það er enda stærsta verktakafyrirtæki landsins. Hvað lesið þið ístaksmenn út úr kortunum núna? A fyrir- tækið eftir að vaxa á næstu árum eða blasir samdráttur við? „Ég er bjartsýnn á næstu ár, ég hef ekki trú á öðru en að það verði framhald á framkvæmdum og gerð stórra mannvirkja í landinu. Velta okkar frá miðju síðasta ári og fram á mitt þetta ár var um 4,5 milljarðar en var um 4,3 milljarðar sama tímabil árið áður. Satt best að segja áttí ég ekki von á því að velta okkar yk- ist árið eftír að við afhentum Hvalfjarðargöngin. Ég er þó ekki frá því að velta okkar dragist eitthvað saman á allra næstu árum - samt ekki mikið.“ Kemur tíl greina að breyta ístaki sem fyrirtæki? Sefja því nýja stefnu sem fælist í að kaupa byggingalönd, teikna þau og skipuleggja, fara út í það að byggja og selja? „Það er ekki á döfinni. Við höfúm sáralítíð verið í því að byggja og selja, sem svo er nefnt. Við komum þó að slíku verkefni á Kirkjutúnslóðunum í samstarfi við annað verktakafyrirtæki, Álft- árós. Það að kaupa byggingalönd og skipuleggja þau frá a tíl ö krefst geysimikils fjármagns og víða erlendis hafa fyrirtæki farið flatt áþvi- setíð uppi með íbúðir sem tekið hefur langan tima að selja og lent fyrir vikið í hremmingum með fjármagnskostnaðinn. Við erum fyrst og fremst byggingarfyrirtæki!" Nú eruð þið þrír eigendur ístaks, þið Jónas Frímannsson verkfræðingur eruð með 4% og Pihl í Danmörku með 96% hlut Hafið þið íhugað að fjölga hluthöfum, gera félagið að al- mermingshlutafélagi og skrá það á Verðbréfaþingi? „Það stendur ekki tíl! Pihl í Danmörku er t.d. ekki á hluta- bréfamarkaðnum þar. Þótt ómögulegt sé að segja tíl um hvað framtíðin beri í skauti sér þá viljum við hafa sama háttinn á áfram. Það hefur vissulega margt tíl síns ágætís að hafa félög skráð á Verðbréfaþingi en því fylgja líka nokkrar skyldur og kvaðir, t.d. þarf að tílkynna allt sem verið er að gera, allar breyt- ingar, og allt sem til stendur að gera. Við höfum augljóslega frjálsari hendur með núverandi fyrirkomulagi og það hefur enn- fremur gefist vel.“ Ýmsir spyrja sig að þvi hvernig það sé að reka fyrirtæki sem að mestu er í eigu erlends félags. Hefur það td. háð þér á einhvern hátt í ákvarðanatöku? „Ekki nokkurn skapaðan hlut. Við félagarnir, sem stofnuð- um ístak með þeim feðgum Kay og Soren Langvad, höfum fengið að reka fyrirtækið mjög sjálfstætt og á milli okkar hefur verið einstakur vinskapur og trúnaður, og farsælt samstarf. Við höfum raunar aldrei litið á þá feðga sem útlendinga, eða á ístak sem erlent fyrirtæki þótt Pihl sé svo stór hluthafi. ístak er ís- lenskt fyrirtæki, það er skráð á íslandi og lýtur sömu lögum og reglum og önnur íslensk fyrirtæki. Þannig hefur það verið frá upphafi, í nær 30 ár. Stofnandi Pihl, Kay Langvad, var giftur ís- lenskri konu, Selmu Guðjohnsen, sem fædd var á Húsavik. Son- ur hans og aðaleigandi fyrirtækisins núna, Soren Langvad, er því hálfíslenskur. Hann ólst að hluta tíl upp á íslandi, tók hér Feðgarnir Kay og Seren Langvad □ ðdragandi að stofnun ístaks var með þeim hættí að við lok Búr- fellsvirkjunar, sem byggð var af verktakasamsteypunni Fosskraftí en að henni stóðu Almenna byggingafélagið, sænska fyrirtækið Sentab og E. Pihl&Sön, höfðu eigendur hins síðast- nefnda, þeir feðgar Kay og Soren Langvad, áhuga á því að halda áfram verk- takastarfsemi á íslandi. í kjölfarið stofn- uðu þeir ístak með fjórum íslendingum; Páli Siguijónssyni, Jónasi Frímannssyni, Einari Sigurðssyni og Gunnari Möller. Tengsl þeirra feðga, Kay og Sorens, við ísland má rekja allt tíl millistríðsár- anna, þegar Kay Langvad, sem ungur verkfræðingur, kom tíl íslands á vegum dansks verktakafyrirtækis, Hojgárd og Soren Langvad, aðaleigandi Pihl í Dan- mörku. Hann er stjórnarformaður ístaks. Schultz, tíl þess að starfa við Ljósafoss. En hann átti síðar þátt í margvíslegri mannvirkjagerð á íslandi, eins og Efri- Sogsvirkjun sem reist var á árunum í kringum 1959. Kay lést árið 1982 en var kvæntur íslenskri konu, Selmu Guðjohn- sen, sem fædd var á Húsavík. Soren, sonur þeirra, fæddur árið 1924, ólst að hluta tíl upp á íslandi, tók stúdentspróf frá Háskóla íslands árið 1943 og fyrri- hlutapróf í verkfræði frá sama skóla. Kona hans Gunnvor er hálfíslensk. Soren er aðaleigandi og forstjóri E.Pihl &Sön, en fyrirtældð á núna 96% hlut í ístaki á móti þeim Páli Sigurjónssyni og Jónasi Frímannssyni. Soren er stjórnar- formaður ístaks. Þess má geta að Páll situr í stjórn Pihl í Danmörku. B!1 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.