Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 1
3. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. JANÚAR 2001 EHUD Barak, forsætisráðherra Ísrael, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lögðu í gær báðir áherslu á mikilvægi friðarsamkomu- lags á milli Ísraela og Palestínu- manna. Þeir ítrekuðu þó einnig báð- ir fyrirvara sína á sáttatillögum Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, og samningamanna hans. Barak fullvissaði þannig yfirrabb- ína Ísrael í gær að hann myndi aldr- ei fallast á að láta Palestínumönnum eftir stjórn Musterishæðarinnar. Utanríkisráðherrar arabaríkjanna lýstu og yfir stuðningi sínum við þá kröfu Arafats að palestínskir flótta- menn eigi rétt á að snúa aftur til heimila sinna í Ísrael. Gilead Sher, aðalsamningamaður Ísraela, kom til Washington í gær til viðræðna við samninganefnd Banda- ríkjanna um viðræður þeirra við Arafat sem féllst í fyrradag á til- lögur Clintons, með fyrirvörum þó. Ísraelskir embættismenn sögðust í gær gera ráð fyrir að friðarviðræður hefjist brátt á ný. Utanríkisráðherra Ísrael, Shlomo Ben-Ami, sagði í gær að Ísraelar myndu einungis hefja viðræður á ný dragi úr árásum Pal- estínumanna á Ísraela. Heldur ró- legra var á átakasvæðum í gær en verið hefur undanfarið. Stefnt er að þríhliða viðræðum í Kaíró í Egyptalandi á sunnudag þar sem rætt verður hvernig draga megi úr ofbeldinu. Fulltrúar Palestínu- manna og Ísraela munu þá talast við fyrir milligöngu Bandaríkjanna og er hermt að yfirmaður CIA, George Tenet, muni stýra þeim viðræðum. Má búast við árekstrum við arabaríkin Ehud Barak, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu í gær að Ísraelar gætu lent í víðtækum árekstrum við arabalöndin náist ekki friðarsam- komulag við Palestínumenn. Barak sagði einnig að Ísraelar ættu á hættu að einangrast á alþjóðavett- vangi náist ekki sættir. „Við eigum ekki að búast við kraftaverki,“ sagði hann um vænt- anlegar viðræður samningamanna í Washington og líkti þeim við göngu- ferð um jarðsprengjusvæðið. Yasser Arafat lýsti því yfir í gær að hann vonaðist til þess að friðar- samningar næðust við Ísrael áður en embættistíð Bills Clintons Bandaríkjaforseta rennur sitt skeið á enda þann 20. janúar. Hann fundaði með utanríkisráðherrum arabaríkjanna í Kaíró í gær. Þeir lýstu yfir stuðningi sínum við sjón- armið hans. Enn ber mikið á milli Ísraela og Palestínumanna. Báðir aðilar hafa lýst yfir efasemdum með umdeilan- legri hliðar sáttatillögu Clintons, yf- irráð yfir Musterishæð og rétt araba til að snúa aftur úr flóttamannabúð- um. Samkvæmt tillögum Clintons munu Palestínumenn hljóta yfirráð yfir Musterishæð en þeir í stað þess gefa rétt flóttamanna, sem eru um 4 milljónir, til að snúa aftur, upp á bátinn. Palestínumenn myndu einn- ig hljóta yfirráð yfir 95% af Vest- urbakkanum og Gaza-svæðinu. Arafat og Barak ítreka fyrirvara Ísrael gæti ein- angrast ef ekki nást sættir AP Tveir Palestínumenn ganga hjá Grátmúrnum, helgasta stað gyðinga, við vesturhlið Musterishæðarinnar. Í bak- grunni má sjá Al Aqsa-moskuna, þriðja helgasta stað múslima. Barak fullvissaði ísraelska rabbína í gær, um að hann myndi ekki láta Palestínumönnum stjórn Musterishæðar eftir. Jerúsalem. AFP, AP. RANNSÓKNIR sem gerðar voru á 20 grískum hermönnum og fréttamönnum er störfuðu í Kosovo gefa ekki til kynna að þeir hafi orðið fyrir heilsutjóni af völdum úranleifa, að sögn blaðsins Ta Nea í gær. Serb- neskur hershöfðingi fullyrti í gær að fimm héruð í Serbíu væru menguð geislavirkni en herþotur Atlantshafsbanda- lagsins notuðu tugþúsundir af úranhúðuðum sprengjum gegn Serbum í Bosníu og í Kosovo-stríðinu. Margar Evrópuþjóðir hafa lýst áhyggjum vegna hættunn- ar á að leifar úransprengnanna séu orsök blóðkrabbameins sem greinst hefur í nokkrum friðargæsluliðum á Balkan- skaga og dregið suma til dauða. Ekki hefur þó fengist staðfest- ing á því með rannsóknum að úranið eigi sök á sjúkdómnum. Forsætisráðherra Ítalíu og fleiri ráðamenn segjast van- treysta yfirlýsingum NATO um að leifar úr sprengjunum hafi ekki valdið heilsutjóni. Banda- ríkjamenn segjast hafa gert mælingar á umræddum svæð- um í Kosovo eftir að stríðinu þar lauk 1999 og ekki fundið nein merki um hættulega geisl- un. Sprengjuleifar á Balkanskaga Óttast geisla- virkni Belgrad, Aþenu, Washington. AFP.  Evrópusambandið/22 JIRI Hodac, hinn umdeildi sjón- varpsstjóri tékkneska ríkissjón- varpsins, var fluttur á sjúkrahús í gærmorgun eftir að um 100 þúsund manns höfðu krafist afsagnar hans á mótmælafundi í miðborg Prag í fyrrakvöld. Ástand Hodacs var sagt „alvar- legt“ en ekki bárust fréttir af því hvað amaði að Hodac en skýrt var frá því að hann hefði gengist undir rannsóknir á gjörgæsludeild Motol- sjúkrahússins í Prag. Fréttamenn á tékkneska rík- issjónvarpinu hafa síðan 20. des- ember staðið fyrir mótmælum gegn ráðningu Hodac en þeir fullyrða að tengsl hans við fyrrverandi for- sætisráðherra landsins grafi undan trúverðugleika fréttastofunnar. Milos Zeman, forsætisráðherra Tékklands, sem ávallt hefur varið ráðningu Hodac, kvaðst í gær hafa „þungar áhyggjur“ af málinu. Hann viðurkenndi einnig að Hodac hefði gert alvarleg mistök í starfi. Menningarmálaráðherra Tékk- lands, Pavel Dostal, tilkynnti í gær- morgun að hann hygðist kæra Hod- ac fyrir að hafa stöðvað útsendingu þegar hann var í viðtali í ríkissjón- varpinu. Síðdegis kvaðst hann þó myndu bíða lögfræðiálits áður en hann legði fram kæru. AP Starfsmaður tékkneska sjónvarpsins veifar til stuðningsmanna fyrir utan sjónvarpshúsið í gær. Umdeildur sjónvarpsstjóri á sjúkrahús Prag. AFP, AP.  Mestu mótmælin/35 LEIÐTOGAR lýðræðissinna í Júgó- slavíu sögðu í gær að umbætur í landinu myndu tefjast vegna þess að endurtaka eigi atkvæðagreiðslu á nokkrum kjörstöðum í Serbíu, eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að óregla hefði verið á þingkosningunum er fram fóru í landinu 23. desember. Úrskurður réttarins var felldur eftir að flokkur er tengist fyrrver- andi forseta landsins, Slobodan Mi- losevic, lagði fram kæru vegna meintra svika. Verður kosið á ný í umræddum kjördæmum nk. mið- vikudag. Það þýðir að ný ríkisstjórn í Serbíu verður að líkindum ekki mynduð fyr en síðla í mánuðinum. „Jafnvel viku töf er [of mikið] vegna þess að hún mun fresta því að nauðsynlegar endurbætur hefjist,“ sagði Zarko Korac, fulltrúi Flokka- bandalags lýðræðissinna (DOS), en bandalagið sigraði í kosningunum í desember og hlaut 64% atkvæða. Endurtalningin mun ekki hafa telj- andi áhrif á þau úrslit. Róttæki flokkurinn fór fram á endurtekningu kosninganna á 19 kjörstöðum víðs vegar í Serbíu. Fleiri kjörseðlar komu upp úr kjör- kössunum eftir að kjörfundi lauk og úrskurðaði rétturinn að þetta ógilti sjálfkrafa atkvæðagreiðsluna þar. Endurtekning at- kvæðagreiðslu í Serbíu Lýðræð- issinnar andvígir Belgrad. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.